Bellingham bað um bolamynd eftir úrslitaleikinn fyrir mömmu sína Smári Jökull Jónsson skrifar 3. júní 2024 07:01 Bellingham fagnar ásamt móður sinni eftir leikinn gegn Dortmund. Vísir/Getty Jude Bellingham varð í gærkvöldi Evrópumeistari með liði sínu Real Madrid eftir 2-0 sigur á Dortmund í úrslitaleik. Það var hins vegar stórstjarnan sjálf sem var á fullu í bolamyndum eftir leikinn. Real Madrid vann sinn fimmtánda Evrópumeistaratitil með því að leggja Dortmund 2-0 í úrslitaleik í gærkvöldi. Jude Bellingham var í aðalhlutverki hjá Real Madrid á tímabilinu en hann mætti sínum gömlu félögum í úrslitaleiknum eftir að hafa skipt frá Dortmund til Real síðastliðið sumar. Í fagnaðarlátunum eftir leik var Bellingham í aðalhlutverki og sást hann meðal annars fara til sinna gömlu liðsfélaga og hughreysta þá eftir tapið. Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar ár hvert er einn stærsti sjónvarpsviðburður ársins. Sjálfur Jose Mourinho var þar að störfum sem sérfræðingur í sjónvarpi og í miðjum fögnuði Real hljóp Bellingham skyndilega yfir allan völlinn til að leita Mourinho uppi. Ástæðan fyrir þessari ákvörðun Bellinghams var skemmtileg því hann vildi að mamma sín fengi mynd af sér og portúgalska knattspyrnustjóranum. Mourinho var ekki lengi að segja já og Denise Bellingham fékk myndina sína og var það Jude sjálfur sem var í hlutverki ljósmyndara. Bellingham í hlutverki ljósmyndara.Vísir/Getty „Hún hefur verið aðdáandi hans í mörg ár,“ sagði Jude Bellingham í viðtali við TNT eftir leik. Bellingham sjálfur var í töluverðu uppnámi eftir leikinn og sagðist hafa verið góður þar til hann sá mömmu sína og pabba á risaskjánum á vellinum. „Og svo litli bróðir minn sem ég er að reyna að vera góð fyrirmynd fyrir. Ég er hálf orðlaus. Þetta er besta kvöld lífs míns.“ Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Sjá meira
Real Madrid vann sinn fimmtánda Evrópumeistaratitil með því að leggja Dortmund 2-0 í úrslitaleik í gærkvöldi. Jude Bellingham var í aðalhlutverki hjá Real Madrid á tímabilinu en hann mætti sínum gömlu félögum í úrslitaleiknum eftir að hafa skipt frá Dortmund til Real síðastliðið sumar. Í fagnaðarlátunum eftir leik var Bellingham í aðalhlutverki og sást hann meðal annars fara til sinna gömlu liðsfélaga og hughreysta þá eftir tapið. Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar ár hvert er einn stærsti sjónvarpsviðburður ársins. Sjálfur Jose Mourinho var þar að störfum sem sérfræðingur í sjónvarpi og í miðjum fögnuði Real hljóp Bellingham skyndilega yfir allan völlinn til að leita Mourinho uppi. Ástæðan fyrir þessari ákvörðun Bellinghams var skemmtileg því hann vildi að mamma sín fengi mynd af sér og portúgalska knattspyrnustjóranum. Mourinho var ekki lengi að segja já og Denise Bellingham fékk myndina sína og var það Jude sjálfur sem var í hlutverki ljósmyndara. Bellingham í hlutverki ljósmyndara.Vísir/Getty „Hún hefur verið aðdáandi hans í mörg ár,“ sagði Jude Bellingham í viðtali við TNT eftir leik. Bellingham sjálfur var í töluverðu uppnámi eftir leikinn og sagðist hafa verið góður þar til hann sá mömmu sína og pabba á risaskjánum á vellinum. „Og svo litli bróðir minn sem ég er að reyna að vera góð fyrirmynd fyrir. Ég er hálf orðlaus. Þetta er besta kvöld lífs míns.“
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Sjá meira