Alls ekki auðveld ákvörðun að selja Bjórböðin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. júní 2024 10:09 Agnes Anna og fjölskylda í bjórböðunum sem hafa sett svip sinn á ferðaþjónustu á Norðurlandi undanfarin ár. Þau vonast til að fá góðan granna til að taka við rekstrinum. Bjórböðin Bjórböðin á Árskógssandi í Eyjafirði hafa verið auglýst til sölu. Eigandi Bjórbaðanna segir ákvörðunina ekki einfalda en reksturinn hafi verið afar erfiður í Covid auk þess sem vaxtastefna Seðlabankans hafi alls ekki hjálpað til. Mbl greindi fyrst frá sölu Bjórbaðanna sem voru formlega opnuð sumarið 2017 af eigendum bruggverksmiðjunnar Kalda. Í bjórböðunum liggur fólk í stóru keri fyllt af bjór og getur svo fengið sér að borða á veitingastað. Agnes Anna Sigurðardóttir rekur bruggverksmiðjuna ásamt fjölskyldu sinnar. „Fyrirtækið var ungt þegar að Covid skall á og stóð yfir í þrjú ár,“ segir Agnes Anna. Þau hafi fengið líflínu frá bankanum til að halda öllu opnu í gegnum Covid. Eftir á að hyggja hefði verið farsælla að loka að sögn Agnesar Önnu. Keyrt í mínus alla daga „Þetta var langur tími sem mátti bara vera með tíu manns í einu,“ segir Agnes Anna en auk þess hafi allt verið lokað fleiri fleiri vikur. Það hafi reynst mikil áskorun að vera bæði með veitingastað og böð. Það kalli á mikinn mannskap á báðum stöðum og launakostnaður hafi verið afar mikill. „Við vorum að keyra þetta í mínus alla daga.“ Agnes Anna lítur um öxl og dregur lærdóm af þessum skrýtnu tímum. „Þetta er okkur að kenna. Maður var svo peppaður að láta hlutina ganga í Covid. Að halda öllu opnu. Upptekin af því að þjóðarskútan myndi sigla áfram þó svo það væri einhver öldugangur.“ Skuldirnar hafi hækkað gríðarlega mikið á þessum þremur faraldsárum. Vaxtastefnan afar erfið „Þær voru áttatíu milljónir þegar við byrjuðum. Í lok Covid voru þær orðnar 110 milljónir í lán og svo bætist við yfirdráttur. Þá tekur þessi vaxtastefna við. Þó við höfum náð að snúa helling við þá er bara rosalega erfitt að hægja á skútunni og snúa henni við.“ Fjölskyldan ætli að einbeita sér að bruggverksmiðjunni og leitar að góðum nágranna til að taka við bjórböðunum. „Aðsóknin er góð og fyrirtækið í heild sinni er gríðarlega vel heppnað. Svona fyrirtæki þarf bara mikla ást og umhyggju.“ Seðlabankinn ekki gengið í takt Agnes Anna staldrar við vaxtastefnuna en stýrivextir eru 9,25 prósent og hafa haldist óbreyttir síðan í ágúst í fyrra. „Það má ekkert mikið út af bera eins og við þekkjum með heimilin okkar. Þá þarf fólk að taka yfirdrátt,“ segir Agnes Anna hugsi yfir vaxtamálum. „Seðlabankinn gekk ekki í takt við okkur í vor eins og ég hélt að hann myndi gera eftir að búið var að skrifa undir kjarasamninga,“ segir Agnes Anna. Þá hafi þau misst kraftinn. „Manni þykir ofboðslega vænt um þetta. Þetta er ekki auðvelt ákvörðun.“ Dalvíkurbyggð Áfengi og tóbak Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Sjá meira
Mbl greindi fyrst frá sölu Bjórbaðanna sem voru formlega opnuð sumarið 2017 af eigendum bruggverksmiðjunnar Kalda. Í bjórböðunum liggur fólk í stóru keri fyllt af bjór og getur svo fengið sér að borða á veitingastað. Agnes Anna Sigurðardóttir rekur bruggverksmiðjuna ásamt fjölskyldu sinnar. „Fyrirtækið var ungt þegar að Covid skall á og stóð yfir í þrjú ár,“ segir Agnes Anna. Þau hafi fengið líflínu frá bankanum til að halda öllu opnu í gegnum Covid. Eftir á að hyggja hefði verið farsælla að loka að sögn Agnesar Önnu. Keyrt í mínus alla daga „Þetta var langur tími sem mátti bara vera með tíu manns í einu,“ segir Agnes Anna en auk þess hafi allt verið lokað fleiri fleiri vikur. Það hafi reynst mikil áskorun að vera bæði með veitingastað og böð. Það kalli á mikinn mannskap á báðum stöðum og launakostnaður hafi verið afar mikill. „Við vorum að keyra þetta í mínus alla daga.“ Agnes Anna lítur um öxl og dregur lærdóm af þessum skrýtnu tímum. „Þetta er okkur að kenna. Maður var svo peppaður að láta hlutina ganga í Covid. Að halda öllu opnu. Upptekin af því að þjóðarskútan myndi sigla áfram þó svo það væri einhver öldugangur.“ Skuldirnar hafi hækkað gríðarlega mikið á þessum þremur faraldsárum. Vaxtastefnan afar erfið „Þær voru áttatíu milljónir þegar við byrjuðum. Í lok Covid voru þær orðnar 110 milljónir í lán og svo bætist við yfirdráttur. Þá tekur þessi vaxtastefna við. Þó við höfum náð að snúa helling við þá er bara rosalega erfitt að hægja á skútunni og snúa henni við.“ Fjölskyldan ætli að einbeita sér að bruggverksmiðjunni og leitar að góðum nágranna til að taka við bjórböðunum. „Aðsóknin er góð og fyrirtækið í heild sinni er gríðarlega vel heppnað. Svona fyrirtæki þarf bara mikla ást og umhyggju.“ Seðlabankinn ekki gengið í takt Agnes Anna staldrar við vaxtastefnuna en stýrivextir eru 9,25 prósent og hafa haldist óbreyttir síðan í ágúst í fyrra. „Það má ekkert mikið út af bera eins og við þekkjum með heimilin okkar. Þá þarf fólk að taka yfirdrátt,“ segir Agnes Anna hugsi yfir vaxtamálum. „Seðlabankinn gekk ekki í takt við okkur í vor eins og ég hélt að hann myndi gera eftir að búið var að skrifa undir kjarasamninga,“ segir Agnes Anna. Þá hafi þau misst kraftinn. „Manni þykir ofboðslega vænt um þetta. Þetta er ekki auðvelt ákvörðun.“
Dalvíkurbyggð Áfengi og tóbak Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Sjá meira