Meðal mótmælenda er fólk klætt í trúðabúning. Þeirra á meðal tónlistarkonan Margrét Kristín Blöndal betur þekkt sem Magga Stína.
Mótmælendur mótmæla aðgerðarleysi íslenskra stjórnvalda á Gasa.
Hópurinn mótmælti í Skuggasundi á föstudaginn þegar ríkisstjórnin kom saman til fundar. Lögregla beitti piparúða til að hafa bug á mótmælendum sem segja lögregluna hafa gengið alltof hart fram.





