Búinn að vera með suð í eyranu í rúm þrjátíu ár Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 3. júní 2024 17:02 Steinar Berg Ísleifsson ásamt konu sinni Ingibjörgu Pálsdóttur. Hann ætlaði sér að skjóta rjúpu handa henni í jólamatinn árið 1990 en hefur í staðinn glímt við eyrnasuð síðan. Vísir Maður sem hefur glímt við þrálátt hátíðnihljóð í áratugi hefur leitað lausna við vandamálinu um allan heim. Hann segir það hafa mikil áhrif á lífsgæði og þegar hljóðið sé sem verst verði hann líkamlega veikur. Fyrir þrjátíu og fjórum árum fékk Steinar Berg Ísleifsson, framkvæmdastjóri í Fossatúni, þá hugmynd að skjóta rjúpu til að hafa í jólamatinn. Til að undirbúa sig fór hann á byssunámskeið þar sem hann skaut leirdúfu. Í viðtali í Reykjavík síðdegis lýsir hann því að það hafi verið endirinn á veiðiskapnum en jafnframt upphaf af vandamáli sem hann hefur þjáðst af síðan, krónísks eyrnasuðs, tinnitus. Hvellurinn í byssunni hleypti af stað hátíðnihljóði sem Steinar heyrir enn þann dag í vinstra eyra. „Þetta var svo aggressíft, þetta var svo rosalega mikið. Ég upplifi að þetta sé frekar í höfðinu en í eyranu.“ Verður líkamlega veikur þegar hljóðin eru sem verst Steinar hefur lifað með hátíðnihljóðinu allar götur síðan. Hann hefur kynnt sér vandamálið vel og leitað lausna um allan heim en án árangurs. Hann segir þekkt að tinnitus komi í kjölfar hávaða, til að mynda sé það þekkt hjá hermönnum og tónlistarfólki. Hljóðbylgja sem skellur á getur hleypt þessu af stað. Tinnitus er ákveðin tíðni og getur lagst misjafnlega á fólk. Sumir finna aðeins fyrir honum þegar þeir leggjast út af, heyra smá són. Þegar Steinar er beðinn um að lýsa sinni upplifunn segist hann heyra stöðugan hátíðnihljóm inni í höfðinu öllum stundum, þó misháan. Þegar ástandið er sem verst verði hann líkamlega veikur. „Þetta hefur mikil áhrif á lífsgæði. Maður lifir fyrir það að fá dag eða dag og hálfan í þokkalegu ástandi og svo byrjar þetta aftur og stígur upp.“ Steinar hefur meðal annars ferðast til Ísrael til að leita lausnar á vandamálinu eftir að hann ræddi við mann sem hitti lækni þar og taldi sig hafa fengið einhverja bót. Þar fékk hann bætiefni sem hann tók í marga mánuði en virkuðu því miður ekki. Þá hefur hann reynt ýmislegt, líkt og að maska út hljóðið með hátíðnihljóðum sem ærðu alla í kringum hann en virkuðu ekki til lengdar. Hann fylgist vel með á Youtube þar sem fólk sem glímir við sama vandamál sýnir hitt og þetta sem á að virka. En ég hef ekki fundið neitt og það hefur ekki orðið nein breyting. Ég skil örvæntingu og vilja þeirra sem leggja allt í sölurnar til að losna við þetta. Reykjavík síðdegis Heilbrigðismál Heilsa Skotveiði Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Fyrir þrjátíu og fjórum árum fékk Steinar Berg Ísleifsson, framkvæmdastjóri í Fossatúni, þá hugmynd að skjóta rjúpu til að hafa í jólamatinn. Til að undirbúa sig fór hann á byssunámskeið þar sem hann skaut leirdúfu. Í viðtali í Reykjavík síðdegis lýsir hann því að það hafi verið endirinn á veiðiskapnum en jafnframt upphaf af vandamáli sem hann hefur þjáðst af síðan, krónísks eyrnasuðs, tinnitus. Hvellurinn í byssunni hleypti af stað hátíðnihljóði sem Steinar heyrir enn þann dag í vinstra eyra. „Þetta var svo aggressíft, þetta var svo rosalega mikið. Ég upplifi að þetta sé frekar í höfðinu en í eyranu.“ Verður líkamlega veikur þegar hljóðin eru sem verst Steinar hefur lifað með hátíðnihljóðinu allar götur síðan. Hann hefur kynnt sér vandamálið vel og leitað lausna um allan heim en án árangurs. Hann segir þekkt að tinnitus komi í kjölfar hávaða, til að mynda sé það þekkt hjá hermönnum og tónlistarfólki. Hljóðbylgja sem skellur á getur hleypt þessu af stað. Tinnitus er ákveðin tíðni og getur lagst misjafnlega á fólk. Sumir finna aðeins fyrir honum þegar þeir leggjast út af, heyra smá són. Þegar Steinar er beðinn um að lýsa sinni upplifunn segist hann heyra stöðugan hátíðnihljóm inni í höfðinu öllum stundum, þó misháan. Þegar ástandið er sem verst verði hann líkamlega veikur. „Þetta hefur mikil áhrif á lífsgæði. Maður lifir fyrir það að fá dag eða dag og hálfan í þokkalegu ástandi og svo byrjar þetta aftur og stígur upp.“ Steinar hefur meðal annars ferðast til Ísrael til að leita lausnar á vandamálinu eftir að hann ræddi við mann sem hitti lækni þar og taldi sig hafa fengið einhverja bót. Þar fékk hann bætiefni sem hann tók í marga mánuði en virkuðu því miður ekki. Þá hefur hann reynt ýmislegt, líkt og að maska út hljóðið með hátíðnihljóðum sem ærðu alla í kringum hann en virkuðu ekki til lengdar. Hann fylgist vel með á Youtube þar sem fólk sem glímir við sama vandamál sýnir hitt og þetta sem á að virka. En ég hef ekki fundið neitt og það hefur ekki orðið nein breyting. Ég skil örvæntingu og vilja þeirra sem leggja allt í sölurnar til að losna við þetta.
Reykjavík síðdegis Heilbrigðismál Heilsa Skotveiði Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira