Búinn að vera með suð í eyranu í rúm þrjátíu ár Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 3. júní 2024 17:02 Steinar Berg Ísleifsson ásamt konu sinni Ingibjörgu Pálsdóttur. Hann ætlaði sér að skjóta rjúpu handa henni í jólamatinn árið 1990 en hefur í staðinn glímt við eyrnasuð síðan. Vísir Maður sem hefur glímt við þrálátt hátíðnihljóð í áratugi hefur leitað lausna við vandamálinu um allan heim. Hann segir það hafa mikil áhrif á lífsgæði og þegar hljóðið sé sem verst verði hann líkamlega veikur. Fyrir þrjátíu og fjórum árum fékk Steinar Berg Ísleifsson, framkvæmdastjóri í Fossatúni, þá hugmynd að skjóta rjúpu til að hafa í jólamatinn. Til að undirbúa sig fór hann á byssunámskeið þar sem hann skaut leirdúfu. Í viðtali í Reykjavík síðdegis lýsir hann því að það hafi verið endirinn á veiðiskapnum en jafnframt upphaf af vandamáli sem hann hefur þjáðst af síðan, krónísks eyrnasuðs, tinnitus. Hvellurinn í byssunni hleypti af stað hátíðnihljóði sem Steinar heyrir enn þann dag í vinstra eyra. „Þetta var svo aggressíft, þetta var svo rosalega mikið. Ég upplifi að þetta sé frekar í höfðinu en í eyranu.“ Verður líkamlega veikur þegar hljóðin eru sem verst Steinar hefur lifað með hátíðnihljóðinu allar götur síðan. Hann hefur kynnt sér vandamálið vel og leitað lausna um allan heim en án árangurs. Hann segir þekkt að tinnitus komi í kjölfar hávaða, til að mynda sé það þekkt hjá hermönnum og tónlistarfólki. Hljóðbylgja sem skellur á getur hleypt þessu af stað. Tinnitus er ákveðin tíðni og getur lagst misjafnlega á fólk. Sumir finna aðeins fyrir honum þegar þeir leggjast út af, heyra smá són. Þegar Steinar er beðinn um að lýsa sinni upplifunn segist hann heyra stöðugan hátíðnihljóm inni í höfðinu öllum stundum, þó misháan. Þegar ástandið er sem verst verði hann líkamlega veikur. „Þetta hefur mikil áhrif á lífsgæði. Maður lifir fyrir það að fá dag eða dag og hálfan í þokkalegu ástandi og svo byrjar þetta aftur og stígur upp.“ Steinar hefur meðal annars ferðast til Ísrael til að leita lausnar á vandamálinu eftir að hann ræddi við mann sem hitti lækni þar og taldi sig hafa fengið einhverja bót. Þar fékk hann bætiefni sem hann tók í marga mánuði en virkuðu því miður ekki. Þá hefur hann reynt ýmislegt, líkt og að maska út hljóðið með hátíðnihljóðum sem ærðu alla í kringum hann en virkuðu ekki til lengdar. Hann fylgist vel með á Youtube þar sem fólk sem glímir við sama vandamál sýnir hitt og þetta sem á að virka. En ég hef ekki fundið neitt og það hefur ekki orðið nein breyting. Ég skil örvæntingu og vilja þeirra sem leggja allt í sölurnar til að losna við þetta. Reykjavík síðdegis Heilbrigðismál Heilsa Skotveiði Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Fyrir þrjátíu og fjórum árum fékk Steinar Berg Ísleifsson, framkvæmdastjóri í Fossatúni, þá hugmynd að skjóta rjúpu til að hafa í jólamatinn. Til að undirbúa sig fór hann á byssunámskeið þar sem hann skaut leirdúfu. Í viðtali í Reykjavík síðdegis lýsir hann því að það hafi verið endirinn á veiðiskapnum en jafnframt upphaf af vandamáli sem hann hefur þjáðst af síðan, krónísks eyrnasuðs, tinnitus. Hvellurinn í byssunni hleypti af stað hátíðnihljóði sem Steinar heyrir enn þann dag í vinstra eyra. „Þetta var svo aggressíft, þetta var svo rosalega mikið. Ég upplifi að þetta sé frekar í höfðinu en í eyranu.“ Verður líkamlega veikur þegar hljóðin eru sem verst Steinar hefur lifað með hátíðnihljóðinu allar götur síðan. Hann hefur kynnt sér vandamálið vel og leitað lausna um allan heim en án árangurs. Hann segir þekkt að tinnitus komi í kjölfar hávaða, til að mynda sé það þekkt hjá hermönnum og tónlistarfólki. Hljóðbylgja sem skellur á getur hleypt þessu af stað. Tinnitus er ákveðin tíðni og getur lagst misjafnlega á fólk. Sumir finna aðeins fyrir honum þegar þeir leggjast út af, heyra smá són. Þegar Steinar er beðinn um að lýsa sinni upplifunn segist hann heyra stöðugan hátíðnihljóm inni í höfðinu öllum stundum, þó misháan. Þegar ástandið er sem verst verði hann líkamlega veikur. „Þetta hefur mikil áhrif á lífsgæði. Maður lifir fyrir það að fá dag eða dag og hálfan í þokkalegu ástandi og svo byrjar þetta aftur og stígur upp.“ Steinar hefur meðal annars ferðast til Ísrael til að leita lausnar á vandamálinu eftir að hann ræddi við mann sem hitti lækni þar og taldi sig hafa fengið einhverja bót. Þar fékk hann bætiefni sem hann tók í marga mánuði en virkuðu því miður ekki. Þá hefur hann reynt ýmislegt, líkt og að maska út hljóðið með hátíðnihljóðum sem ærðu alla í kringum hann en virkuðu ekki til lengdar. Hann fylgist vel með á Youtube þar sem fólk sem glímir við sama vandamál sýnir hitt og þetta sem á að virka. En ég hef ekki fundið neitt og það hefur ekki orðið nein breyting. Ég skil örvæntingu og vilja þeirra sem leggja allt í sölurnar til að losna við þetta.
Reykjavík síðdegis Heilbrigðismál Heilsa Skotveiði Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira