Samruninn hefði haft umtalsverð skaðleg áhrif Árni Sæberg skrifar 4. júní 2024 07:50 Guðni Halldórsson frá Íslenskum verðbréfum, sem hafði milligöngu um kaupin, Gunnar Guðmundarson og Einar Guðmundsson frá Búvís og Þórður Guðjónsson og Lárus Árnason frá Skel. Aðsend Samkeppniseftirlitið hefur birt ákvörðun um að ógilda kaup Skeljungs ehf. á Búvís ehf.. Eftirlitið telur að samruninn hefði að öllu óbreyttu haft umtalsverð skaðleg áhrif á markaði fyrir innflutning og sölu á áburði. Greint var frá því í ágúst síðastliðnum að Skeljungur, sem er í eigu Skeljar fjárfestingarfélags, hefði undirritað kaupsamning um kaup á öllu hlutafé Búvís ehf. á Akureyri. Venju samkvæmt voru kaupin háð samþykki Samkeppniseftirlitsins, sem tilkynnti í gær að það hefði ógilt kaupin. Óhjákvæmileg að ógilda Í tilkynningu eftirlitsins segir að rannsókn hefði leitt í ljós að Búvís væri mikilvægur keppinautur á markaði fyrir innflutning og sölu á áburði og að samruninn hefði að öllu óbreyttu haft umtalsverð skaðleg áhrif á þeim markaði. Því væri óhjákvæmilegt að ógilda samrunann. Áburður sé mikilvægt aðfang í landbúnaði og stór kostnaðarliður hjá bændum. Fyrri rannsóknir Samkeppniseftirlitsins gefi til kynna að samningsstaða bænda gagnvart aðilum sem sjá þeim fyrir þjónustu og aðföngum sé veik, auk þess sem fjárhagsstaða bænda sé að jafnaði erfið. Búvís hreinlega stofnað til sem andsvar við skorti á samkeppni Gögn málsins sýni að Búvís hafi verið stofnað sem andsvar við verulegum verðhækkunum á áburði og skorti á samkeppni. Búvís var stofnað í janúar 2006 af bræðrunum Einari Guðmundssyni og Gunnari Guðmundarsyni sem hafa átt og rekið félagið frá upphafi. Félagið sérhæfir sig í sölu og þjónustu búvéla og rekstaravara til bænda svo sem áburði, rúlluplasti og rúlluneti. Umsagnir bænda, sem aflað hafi verið í málinu, sýni einnig að Búvís hafi breytt samkeppnisaðstæðum til hins betra, haldið verði niðri og bætt þjónustu og viðskiptakjör til bænda. Hætta sé á því að aðstæður á markaði færu í fyrra horf hefði orðið af samrunanum. Keppinautar hefðu orðið þrír Í tilkynningunni segir að Búvís og Skeljungur séu nánir keppinautar við sölu áburðar. Þá sé Búvís öflugur keppinautur sem veiti öðrum fyrirtækjum samkeppni umfram það sem markaðshlutdeild þess gefur til kynna. Með yfirtöku Skeljungs hefði því horfið það mikilvæga og öfluga samkeppnislega aðhald sem stafar frá Búvís. Ef yfirtaka Skeljungs á Búvís hefði náð fram að ganga hefði burðugum keppinautum fækkað úr fjórum í þrjá. Veruleg samþjöppun hefði orðið á fákeppnismarkaði umfram það sem ásættanlegt sé samkvæmt viðurkenndum viðmiðum samkeppnisréttar. Þessu til viðbótar hefði fækkun keppinauta á fákeppnismarkaði málsins þær afleiðingar að aðstæður hefðu orðið mun hentugri til samhæfingar, svo sem við verðákvörðun, bændum og neytendum til tjóns. Hafi ekki komið til móts við eftirlitið Þá hafi samrunaaðilar ekki lagt fram fullnægjandi upplýsingar, gögn eða skýringar, þess efnis að samruninn hefði í för með sér hagræðingu eða efnahagslegar framfarir sem mótvægi við skaðleg áhrif samrunans. Undir meðferð málsins hafi samrunaaðilar hvorki óskað eftir sáttaviðræðum né lagt fram tillögur að mögulegum skilyrðum. Þá hafi þeir ekki nýtt heimild samkeppnislaga til þess óska framlengingar á tímafrestum í málinu, í því skyni að skapa rými fyrir frekari rannsókn. Ítarlegri samantekt, sem og umfjöllun um samrunann, rannsókn eftirlitsins, málsmeðferðina og skaðleg áhrif samrunans, má finna í birtri ákvörðun Samkeppniseftirlitsins hér . Samkeppnismál Skel fjárfestingafélag Kaup og sala fyrirtækja Landbúnaður Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira
Greint var frá því í ágúst síðastliðnum að Skeljungur, sem er í eigu Skeljar fjárfestingarfélags, hefði undirritað kaupsamning um kaup á öllu hlutafé Búvís ehf. á Akureyri. Venju samkvæmt voru kaupin háð samþykki Samkeppniseftirlitsins, sem tilkynnti í gær að það hefði ógilt kaupin. Óhjákvæmileg að ógilda Í tilkynningu eftirlitsins segir að rannsókn hefði leitt í ljós að Búvís væri mikilvægur keppinautur á markaði fyrir innflutning og sölu á áburði og að samruninn hefði að öllu óbreyttu haft umtalsverð skaðleg áhrif á þeim markaði. Því væri óhjákvæmilegt að ógilda samrunann. Áburður sé mikilvægt aðfang í landbúnaði og stór kostnaðarliður hjá bændum. Fyrri rannsóknir Samkeppniseftirlitsins gefi til kynna að samningsstaða bænda gagnvart aðilum sem sjá þeim fyrir þjónustu og aðföngum sé veik, auk þess sem fjárhagsstaða bænda sé að jafnaði erfið. Búvís hreinlega stofnað til sem andsvar við skorti á samkeppni Gögn málsins sýni að Búvís hafi verið stofnað sem andsvar við verulegum verðhækkunum á áburði og skorti á samkeppni. Búvís var stofnað í janúar 2006 af bræðrunum Einari Guðmundssyni og Gunnari Guðmundarsyni sem hafa átt og rekið félagið frá upphafi. Félagið sérhæfir sig í sölu og þjónustu búvéla og rekstaravara til bænda svo sem áburði, rúlluplasti og rúlluneti. Umsagnir bænda, sem aflað hafi verið í málinu, sýni einnig að Búvís hafi breytt samkeppnisaðstæðum til hins betra, haldið verði niðri og bætt þjónustu og viðskiptakjör til bænda. Hætta sé á því að aðstæður á markaði færu í fyrra horf hefði orðið af samrunanum. Keppinautar hefðu orðið þrír Í tilkynningunni segir að Búvís og Skeljungur séu nánir keppinautar við sölu áburðar. Þá sé Búvís öflugur keppinautur sem veiti öðrum fyrirtækjum samkeppni umfram það sem markaðshlutdeild þess gefur til kynna. Með yfirtöku Skeljungs hefði því horfið það mikilvæga og öfluga samkeppnislega aðhald sem stafar frá Búvís. Ef yfirtaka Skeljungs á Búvís hefði náð fram að ganga hefði burðugum keppinautum fækkað úr fjórum í þrjá. Veruleg samþjöppun hefði orðið á fákeppnismarkaði umfram það sem ásættanlegt sé samkvæmt viðurkenndum viðmiðum samkeppnisréttar. Þessu til viðbótar hefði fækkun keppinauta á fákeppnismarkaði málsins þær afleiðingar að aðstæður hefðu orðið mun hentugri til samhæfingar, svo sem við verðákvörðun, bændum og neytendum til tjóns. Hafi ekki komið til móts við eftirlitið Þá hafi samrunaaðilar ekki lagt fram fullnægjandi upplýsingar, gögn eða skýringar, þess efnis að samruninn hefði í för með sér hagræðingu eða efnahagslegar framfarir sem mótvægi við skaðleg áhrif samrunans. Undir meðferð málsins hafi samrunaaðilar hvorki óskað eftir sáttaviðræðum né lagt fram tillögur að mögulegum skilyrðum. Þá hafi þeir ekki nýtt heimild samkeppnislaga til þess óska framlengingar á tímafrestum í málinu, í því skyni að skapa rými fyrir frekari rannsókn. Ítarlegri samantekt, sem og umfjöllun um samrunann, rannsókn eftirlitsins, málsmeðferðina og skaðleg áhrif samrunans, má finna í birtri ákvörðun Samkeppniseftirlitsins hér .
Samkeppnismál Skel fjárfestingafélag Kaup og sala fyrirtækja Landbúnaður Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira