Dæmdur þrettán árum eftir eitt stærsta rán Íslandssögunnar Jón Þór Stefánsson skrifar 4. júní 2024 14:08 Verðmæti þýfisins í Michelsen-ráninu var um 50 milljónir króna. Vilhelm Pawel Artur Tyminski hlaut fjögurra ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðasta mánuði vegna ráns sem framið var í úra- og skartgripaversluninni Michelsen árið 2011. Þrír samverkamenn hans voru dæmdir vegna þessa sama ráns árið 2012. Svo virðist sem Pawel hafi verið handtekinn vegna málsins í Póllandi árið 2021. Í umræddu ráni tóku mennirnir 49 armbandsúr af gerðunum Rolex, Tudor og Michelsen ófrjálsri hendi en verðmæti þeirra hljóðaði upp á rúmlega fimmtíu milljónir króna. Um er að ræða eitt stærsta rán Íslandssögunnar. Þaulskipulagt rán Í dómi héraðsdóms er greint frá því hvernig mennirnir frömdu ránið. Þeir komu hingað til lands með í október 2011 gagngert til að fremja ránið. Einn kom með Norrænu til Seyðisfjarðar þann 11. október, en hinir flugu til Íslands og lentu á Keflavíkurflugvelli tveimur dögum fyrr. Aðfararnótt 14. október tóku mennirnir tvo bíla í heimildarleysi. Annan við Eskihlíð og hinn við Öldugötu. Síðan stálu þeir þriðja og fjórða bílnum við Ásabraut í Kópavogi annars vegar og við Gnoðarvog í Reykjavík á sextánda degi sama mánaðar. Bílarnir voru allir notaðir við ránið og fundust víðs vegar um höfuðborgarsvæðið í kjölfarið. Sjálft ránið var framið 17. október, en í ákæru segir að fjórmenningarnir hafi ruðst inn í úra- og skartgripaverslunina Michelsen á Laugavegi með andlit sín hulin. Þar hafi þeir ógnað starfsmönnum með ógnandi framkomu og leikfangabyssum, sem starfsmennirnir töldu vera alvöru skotvopn. Þeir skipuðu starfsmönnunum að leggjast á gólfið og brutu síðan upp hirslur og höfðu þessi 49 armbandsúr með sér á brott. Þaðan fóru þeir á Vegamótastíg og óku á brott í einum bílnum og skiptu síðan um bíl. Mennirnir földu síðan ránsfenginn í einum bílnum. Einn þeirra gætti að bílnum og hugðist koma honum og þýfinu úr landi með Norrænu, en var handtekinn þann 26. október. Hinir fóru af landi brott með flugi frá Keflavíkurflugvelli. Hér má sjá innslag úr Kvöldfréttum Stöðvar 2 frá árinu 2011 um málið þegar úrin komust aftur í réttar hendur. Sýndi iðrun Það er ekki fyrr en nú, rúmum áratug síðar, sem Pawel hlýtur dóm vegna málsins. Hann játaði skýlaust sök fyrir dómi. Hann velti því þó upp hvort bílastuldurinn væri fyrndur en héraðsdómur féllst ekki á það þar sem um nauðsynlegan þátt í ráninu var að ræða. Pawel, sem er pólskur ríkisborgari, virðist hafa verið handtekinn vegna málsins í heimalandi sínu árið 2021. Hann hefur hvorki hlotið dóm hér á landi áður né í Póllandi. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að langt væri liðið síðan brotin voru framin, en einnig að um væri að ræða stórt skipulagt rán. Hann er sagður hafa verið samstarfsfús við lögreglu, játað brot sín skýlaust og sýnt iðrun. Líkt og áður segir hlaut hann fjögurra ára fangelsisdóm, og þá er honum gert að greiða lögmanni sínum 1,8 milljónir króna. Rán í Michelsen 2011 Dómsmál Reykjavík Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Svo virðist sem Pawel hafi verið handtekinn vegna málsins í Póllandi árið 2021. Í umræddu ráni tóku mennirnir 49 armbandsúr af gerðunum Rolex, Tudor og Michelsen ófrjálsri hendi en verðmæti þeirra hljóðaði upp á rúmlega fimmtíu milljónir króna. Um er að ræða eitt stærsta rán Íslandssögunnar. Þaulskipulagt rán Í dómi héraðsdóms er greint frá því hvernig mennirnir frömdu ránið. Þeir komu hingað til lands með í október 2011 gagngert til að fremja ránið. Einn kom með Norrænu til Seyðisfjarðar þann 11. október, en hinir flugu til Íslands og lentu á Keflavíkurflugvelli tveimur dögum fyrr. Aðfararnótt 14. október tóku mennirnir tvo bíla í heimildarleysi. Annan við Eskihlíð og hinn við Öldugötu. Síðan stálu þeir þriðja og fjórða bílnum við Ásabraut í Kópavogi annars vegar og við Gnoðarvog í Reykjavík á sextánda degi sama mánaðar. Bílarnir voru allir notaðir við ránið og fundust víðs vegar um höfuðborgarsvæðið í kjölfarið. Sjálft ránið var framið 17. október, en í ákæru segir að fjórmenningarnir hafi ruðst inn í úra- og skartgripaverslunina Michelsen á Laugavegi með andlit sín hulin. Þar hafi þeir ógnað starfsmönnum með ógnandi framkomu og leikfangabyssum, sem starfsmennirnir töldu vera alvöru skotvopn. Þeir skipuðu starfsmönnunum að leggjast á gólfið og brutu síðan upp hirslur og höfðu þessi 49 armbandsúr með sér á brott. Þaðan fóru þeir á Vegamótastíg og óku á brott í einum bílnum og skiptu síðan um bíl. Mennirnir földu síðan ránsfenginn í einum bílnum. Einn þeirra gætti að bílnum og hugðist koma honum og þýfinu úr landi með Norrænu, en var handtekinn þann 26. október. Hinir fóru af landi brott með flugi frá Keflavíkurflugvelli. Hér má sjá innslag úr Kvöldfréttum Stöðvar 2 frá árinu 2011 um málið þegar úrin komust aftur í réttar hendur. Sýndi iðrun Það er ekki fyrr en nú, rúmum áratug síðar, sem Pawel hlýtur dóm vegna málsins. Hann játaði skýlaust sök fyrir dómi. Hann velti því þó upp hvort bílastuldurinn væri fyrndur en héraðsdómur féllst ekki á það þar sem um nauðsynlegan þátt í ráninu var að ræða. Pawel, sem er pólskur ríkisborgari, virðist hafa verið handtekinn vegna málsins í heimalandi sínu árið 2021. Hann hefur hvorki hlotið dóm hér á landi áður né í Póllandi. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að langt væri liðið síðan brotin voru framin, en einnig að um væri að ræða stórt skipulagt rán. Hann er sagður hafa verið samstarfsfús við lögreglu, játað brot sín skýlaust og sýnt iðrun. Líkt og áður segir hlaut hann fjögurra ára fangelsisdóm, og þá er honum gert að greiða lögmanni sínum 1,8 milljónir króna.
Rán í Michelsen 2011 Dómsmál Reykjavík Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent