Leitaði ráða hjá Rio Ferdinand áður en hann tók flugið til Ísafjarðar Aron Guðmundsson skrifar 4. júní 2024 15:13 Toby King og Rio Ferdinand er nánir vinir í gegnum tengsl fjölskyldna sinna. King, sem leikur nú með Bestu deildar liði Vestra getur leitað hvenær sem er til Rio til að fá ráð varðandi sinn feril Vísir/Samsett mynd Það vakti gífurlega athygli þegar að Rio Ferdinand, fyrrverandi leikmaður Manchester United og enska landsliðsins setti inn athugasemd við myndband sem að Besta deildin setti inn á Instagram af marki Toby King, leikmanns Vestra gegn Stjörnunni á dögunum. Ferdinand er náinn fjölskylduvinur Toby og hefur hann geta leitað ráða hjá honum í gegnum sinn feril í fótboltanum. „Hann er mjög náinn fjölskylduvinur. Ég hef þekkt hann síðan að ég var átta ára gamall,“ segir Toby King aðspurður um tengsl sín við Rio Ferdinand. „Hann hefur alltaf sýnt mér mikinn stuðning á mínum knattspyrnuferli. Er alltaf til í að gefa mér ráð. Hann á náttúrulega sjálfur að baki ansi magnaðan feril á toppi knattspyrnuheimsins. Ég gæti eiginlega ekki geta beðið um betri mann til þess að leita til.“ Þegar að Rio Ferdinand setti inn athugasemd við myndband Bestu deildarinnar af marki King fyrir Vestra gegn Stjörnunni um daginn tengdu einhverjir saman tvo og tvo. Þeir báðir hafa á einum tímapunkti síns ferils verið á mála hjá West Ham United en tenging þeirra er ekki tilkomin vegna félagsins. Rio Ferdinand náði hæstu hæðum á sínum atvinnumannaferli í fótbolta. Hér er hann með Englandsmeistaratitilinn sem leikmaður Manchester United á Old TraffordVísir/Getty „Það er bara tilviljun að við skyldum hefja okkar feril á svipuðum nótum hjá West Ham. Við þekkjumst bara í gegnum vinabönd fjölskyldna okkar. Þetta hefur ekkert að gera með West Ham en þó fránært að hann eigi sjálfur að baki farsælan feril og að ég geti leitað til hans.“ King hefur sjálfur þurft að ganga í gegnum krefjandi tíma þar sem að meiðsli hafa sett strik í reikninginn á hans ferli. Á þannig stundum hefur hann notið góðra ráða frá Rio. „Ég má hafa samband við hann hvenær sem ég vil og get alltaf treyst á að fá góð og ítarleg ráð frá honum til baka. Sama hvort um er að ræða aðstæður innan eða utan vallar. Hann gefur sér alltaf tíma til að hjálpa mér. Hann hefur hjálpað mér mikið á mínum ferli og ég að sjálfsögðu tek mark á því sem að hann segir. Rio hefur séð allt á sínum atvinnumannaferli og náði þvílíkum árangri. Það hjálpar mér gífurlega að geta leitað til hans.“° Það sé gulls ígildi að geta leitað til fyrrverandi atvinnumanns eins og Rio. „Það er fyndið að hugsa til þess. Rio er svo jarðbundinn einstaklingur að maður gleymir því stundum hversu háum tindum hann náði á sínum ferli. Það eru mikil forréttindi fyrir mig að geta fengið ráð frá honum varðandi minn feril.“ Toby gekk til liðs við Vestra í annað sinn á sínum ferli fyrir yfirstandandi tímabil. Hann var áður leikmaður félagsins tímabilið 2022. Eftir að hafa gengið í gegnum krefjandi meiðslatímabil fékk Toby ráð frá Rio áður en hann tók stökkið á nýjan leik til Vestra á Ísafirði. „Áður en ég hélt til Íslands aftur, í febrúar nánar tiltekið átti ég samtal við hann. Þá hafði ég gengið í gegnum heilt tímabil þjakaður af meiðslum. Hann gaf mér ráð varðandi alls konar hluti sem ég gæti gert til þess að halda mér heilum. Hlutir sem ég gæti gert í kringum æfingar til þess að geta komið mér aftur á þann stað sem að ég var á fyrir meiðslin.“ Vestri Besta deild karla Enski boltinn Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Fleiri fréttir Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Sjá meira
„Hann er mjög náinn fjölskylduvinur. Ég hef þekkt hann síðan að ég var átta ára gamall,“ segir Toby King aðspurður um tengsl sín við Rio Ferdinand. „Hann hefur alltaf sýnt mér mikinn stuðning á mínum knattspyrnuferli. Er alltaf til í að gefa mér ráð. Hann á náttúrulega sjálfur að baki ansi magnaðan feril á toppi knattspyrnuheimsins. Ég gæti eiginlega ekki geta beðið um betri mann til þess að leita til.“ Þegar að Rio Ferdinand setti inn athugasemd við myndband Bestu deildarinnar af marki King fyrir Vestra gegn Stjörnunni um daginn tengdu einhverjir saman tvo og tvo. Þeir báðir hafa á einum tímapunkti síns ferils verið á mála hjá West Ham United en tenging þeirra er ekki tilkomin vegna félagsins. Rio Ferdinand náði hæstu hæðum á sínum atvinnumannaferli í fótbolta. Hér er hann með Englandsmeistaratitilinn sem leikmaður Manchester United á Old TraffordVísir/Getty „Það er bara tilviljun að við skyldum hefja okkar feril á svipuðum nótum hjá West Ham. Við þekkjumst bara í gegnum vinabönd fjölskyldna okkar. Þetta hefur ekkert að gera með West Ham en þó fránært að hann eigi sjálfur að baki farsælan feril og að ég geti leitað til hans.“ King hefur sjálfur þurft að ganga í gegnum krefjandi tíma þar sem að meiðsli hafa sett strik í reikninginn á hans ferli. Á þannig stundum hefur hann notið góðra ráða frá Rio. „Ég má hafa samband við hann hvenær sem ég vil og get alltaf treyst á að fá góð og ítarleg ráð frá honum til baka. Sama hvort um er að ræða aðstæður innan eða utan vallar. Hann gefur sér alltaf tíma til að hjálpa mér. Hann hefur hjálpað mér mikið á mínum ferli og ég að sjálfsögðu tek mark á því sem að hann segir. Rio hefur séð allt á sínum atvinnumannaferli og náði þvílíkum árangri. Það hjálpar mér gífurlega að geta leitað til hans.“° Það sé gulls ígildi að geta leitað til fyrrverandi atvinnumanns eins og Rio. „Það er fyndið að hugsa til þess. Rio er svo jarðbundinn einstaklingur að maður gleymir því stundum hversu háum tindum hann náði á sínum ferli. Það eru mikil forréttindi fyrir mig að geta fengið ráð frá honum varðandi minn feril.“ Toby gekk til liðs við Vestra í annað sinn á sínum ferli fyrir yfirstandandi tímabil. Hann var áður leikmaður félagsins tímabilið 2022. Eftir að hafa gengið í gegnum krefjandi meiðslatímabil fékk Toby ráð frá Rio áður en hann tók stökkið á nýjan leik til Vestra á Ísafirði. „Áður en ég hélt til Íslands aftur, í febrúar nánar tiltekið átti ég samtal við hann. Þá hafði ég gengið í gegnum heilt tímabil þjakaður af meiðslum. Hann gaf mér ráð varðandi alls konar hluti sem ég gæti gert til þess að halda mér heilum. Hlutir sem ég gæti gert í kringum æfingar til þess að geta komið mér aftur á þann stað sem að ég var á fyrir meiðslin.“
Vestri Besta deild karla Enski boltinn Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Fleiri fréttir Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Sjá meira