Hefur áhyggjur af skipulagðri brotastarfsemi á Akureyri Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 4. júní 2024 18:30 Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður hefur áhyggjur af vaxandi hlutfalli erlendra ríkisborgara í fangaklefum landsins. Vísir/Vilhelm Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist hafa áhyggjur af skipulagðri brotastarfsemi á Akureyri og segir alvarlega þróun eiga sér stað norður á landi. Þetta segir Njáll í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag. Hann lagði fram fyrirspurn til dómsmálaráðherra um gæsluvarðhald fanga og fékk svör frá ráðuneytinu um helgina. Fyrirspurnin varðaði það hve margir hafa sætt gæsluvarðhaldi á Íslandi síðastliðinn áratug eftir þjóðerni, aldursbili og fleiru. Samkvæmt svari dómsmálaráðherra hefur gríðarleg fjölgun átt sér stað á því að fólki með erlent ríkisfang sé gert að sæta gæsluvarðhaldi. Síðastliðinn áratug hafi árlegur fjöldi þeirra rúmlega þrefaldast. Hann segist hafa áhyggjur af þróun alþjóðlegrar og skipulagðrar brotastarfsemi á landinu og að svör dómsmálaráðuneytisins hafi staðfest þennan grun hans. Njáll segir einnig að úr svörum ráðuneytisins megi lesa að lögregluþjónar á Akureyri séu líklegri til að verða fyrir ofbeldi í starfi en lögregluþjónar í sambærilegum verkefnum á höfuðborgarsvæðinu. „Í mínu kjördæmi fyrir norðan, á Norðurlandi eystra. Brot á lögreglumönnum, sem kom fram í fyrirspurninni í vetur, þar er gríðarlega alvarleg þróun í gangi. Það var þannig hægt að lesa úr gögnunum að lögreglumaður norðeystra hann var í mun meiri hættu á að lenda í brotum en til dæmis lögreglumaður á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Njáll. Brýnt að bregðast við Aðspurður segir Njáll að hann stefni á að bregðast við gögnunum á þinginu í haust sökum mikilla anna um þessar mundir. „Svarið kom bara núna á kosningadag núna á laugardaginn og það eru miklar annir í þinginu núna en það er ekki ólíklegt að maður komi með eitthvað framhald í haust þegar maður hefur aðeins legið yfir þessu,“ segir hann. Njáll segir brýnt að bregðast við ástandinu og að mál sem þessi séu ekki þess eðlis að þau leysist af sjálfu sér. „Við verðum, Íslendingar, að fara að átta okkur á stöðunni. Þetta eru þannig mál að það verður að taka á þeim. Það þýðir ekkert bara að hunsa þau því þetta er ekki vandi sem hverfur,“ segir hann. Reykjavík síðdegis Akureyri Lögreglumál Innflytjendamál Alþingi Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fleiri fréttir Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Sjá meira
Þetta segir Njáll í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag. Hann lagði fram fyrirspurn til dómsmálaráðherra um gæsluvarðhald fanga og fékk svör frá ráðuneytinu um helgina. Fyrirspurnin varðaði það hve margir hafa sætt gæsluvarðhaldi á Íslandi síðastliðinn áratug eftir þjóðerni, aldursbili og fleiru. Samkvæmt svari dómsmálaráðherra hefur gríðarleg fjölgun átt sér stað á því að fólki með erlent ríkisfang sé gert að sæta gæsluvarðhaldi. Síðastliðinn áratug hafi árlegur fjöldi þeirra rúmlega þrefaldast. Hann segist hafa áhyggjur af þróun alþjóðlegrar og skipulagðrar brotastarfsemi á landinu og að svör dómsmálaráðuneytisins hafi staðfest þennan grun hans. Njáll segir einnig að úr svörum ráðuneytisins megi lesa að lögregluþjónar á Akureyri séu líklegri til að verða fyrir ofbeldi í starfi en lögregluþjónar í sambærilegum verkefnum á höfuðborgarsvæðinu. „Í mínu kjördæmi fyrir norðan, á Norðurlandi eystra. Brot á lögreglumönnum, sem kom fram í fyrirspurninni í vetur, þar er gríðarlega alvarleg þróun í gangi. Það var þannig hægt að lesa úr gögnunum að lögreglumaður norðeystra hann var í mun meiri hættu á að lenda í brotum en til dæmis lögreglumaður á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Njáll. Brýnt að bregðast við Aðspurður segir Njáll að hann stefni á að bregðast við gögnunum á þinginu í haust sökum mikilla anna um þessar mundir. „Svarið kom bara núna á kosningadag núna á laugardaginn og það eru miklar annir í þinginu núna en það er ekki ólíklegt að maður komi með eitthvað framhald í haust þegar maður hefur aðeins legið yfir þessu,“ segir hann. Njáll segir brýnt að bregðast við ástandinu og að mál sem þessi séu ekki þess eðlis að þau leysist af sjálfu sér. „Við verðum, Íslendingar, að fara að átta okkur á stöðunni. Þetta eru þannig mál að það verður að taka á þeim. Það þýðir ekkert bara að hunsa þau því þetta er ekki vandi sem hverfur,“ segir hann.
Reykjavík síðdegis Akureyri Lögreglumál Innflytjendamál Alþingi Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fleiri fréttir Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Sjá meira