Láttu ekki plata þig! Helga Sigrún Harðardóttir skrifar 5. júní 2024 12:00 Kannast lesendur við að hafa pantað sér eitthvað á netinu á svaka góðu verði en uppgötva svo að díllinn var kannski frekar súr af því varan virkar ekki eins og búið var að lofa eða er af öðrum gæðum en búast mátti við? Eftirlitsstofnanir um alla Evrópu vara nú við nýjum netverslunarrisa sem auglýsir ógrynnin öll þessa dagana. Þessi netverslun er þekkt fyrir að selja ekki bara eftirlíkingar af þekktum vörum (eins og flækjupúðanum hennar Ragnheiðar Aspar) heldur vörur sem geta beinlínis verið skaðlegar, hættulegar og virka mögulega ekki eins og þær eiga að virka. Í Evrópu má ekki markaðssetja vöru nema hún sé örugg. Til að tryggja öryggið hafa staðlar verið skrifaðir af bestu sérfræðingum og Evrópusambandið vísar síðan til þeirra í sínu regluverki. Ef framleiðandi uppfyllir kröfur staðlanna um framleiðslu, prófanir, efnisnotkun, virkni, öryggi og umhverfisvernd má markaðssetja hana því þá hún er búin að fara í gegnum nálaraugað sem við höfum sett okkur um örugga vöru. Þegar varan hefur svo verið markaðssett tekur við opinber markaðsgæsla þar sem eftirlitsstofnanir hafa það hlutverk að ganga úr skugga um að allt sé með felldu og varan er innkölluð ef svo er ekki. Þannig hafa staðlar orðið órjúfanlegur þáttur gæðainnviða og neytendaverndar. Það getur hins vegar verið erfitt og flókið fyrir neytendur að finna út úr þessu fyrir fram. Það þarf þó ekki alltaf að kunna geimverkfræði til að gera smá athugun sem getur forðað okkur frá veseni. ESB gerir kröfur um að mjög margar vörur þurfi að CE merkja. Merkið er yfirlýsing framleiðanda um að varan uppfylli lágmarkskröfur sem gerðar eru í Evrópu, okkur til varnar. Til að hver sem er geti ekki selt okkur lélegt og hættulegt drasl. Það á við um leikföng, vélar, byggingarvörur, persónuhlífar, raftæki, lækningatæki og reyndar mjög margt fleira. Þannig tryggja þúsundir staðla öryggi okkar, heilsu og neytendavernd á hverjum degi. Framleiðendur utan Evrópu geta auðvitað vel framleitt vöru og CE merkt hana til að markaðssetja í Evrópu. Þeir gera það bara ekki alltaf og með alþjóðlegum netverslunum og öllu því magni af vörum sem keyptar eru í gegnum þær er ógerningur fyrir eftirlitsstofnanir að fylgjast með því öllu. Neytendur þurfa því sjálfir að sýna skynsemi til að kaupa ekki köttinn í sekknum eða það sem verra er, að kaupa vöru sem getur haft alvarleg áhrif á heilsu þeirra og öryggi. Það að kíkja eftir CE merkinu og að eiga viðskipti með vörumerki sem við getum treyst er góð byrjun á farsælum viðskiptum. Þá á vel við hið fornkveðna að ef vara er mikið ódýrari en sambærileg vara þá er hún líklega ekki af sömu gæðum og getur verið hættuleg eða framleidd af börnum sem hneppt hafa verið í þrældóm. Stöðluð þægindi af netverslun einfalda líf okkar mikið en góðir dílar geta verið snöggir að súrna. Höfundur er framkvæmdastjóri Staðlaráðs Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Sigrún Harðardóttir Verslun Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Sjá meira
Kannast lesendur við að hafa pantað sér eitthvað á netinu á svaka góðu verði en uppgötva svo að díllinn var kannski frekar súr af því varan virkar ekki eins og búið var að lofa eða er af öðrum gæðum en búast mátti við? Eftirlitsstofnanir um alla Evrópu vara nú við nýjum netverslunarrisa sem auglýsir ógrynnin öll þessa dagana. Þessi netverslun er þekkt fyrir að selja ekki bara eftirlíkingar af þekktum vörum (eins og flækjupúðanum hennar Ragnheiðar Aspar) heldur vörur sem geta beinlínis verið skaðlegar, hættulegar og virka mögulega ekki eins og þær eiga að virka. Í Evrópu má ekki markaðssetja vöru nema hún sé örugg. Til að tryggja öryggið hafa staðlar verið skrifaðir af bestu sérfræðingum og Evrópusambandið vísar síðan til þeirra í sínu regluverki. Ef framleiðandi uppfyllir kröfur staðlanna um framleiðslu, prófanir, efnisnotkun, virkni, öryggi og umhverfisvernd má markaðssetja hana því þá hún er búin að fara í gegnum nálaraugað sem við höfum sett okkur um örugga vöru. Þegar varan hefur svo verið markaðssett tekur við opinber markaðsgæsla þar sem eftirlitsstofnanir hafa það hlutverk að ganga úr skugga um að allt sé með felldu og varan er innkölluð ef svo er ekki. Þannig hafa staðlar orðið órjúfanlegur þáttur gæðainnviða og neytendaverndar. Það getur hins vegar verið erfitt og flókið fyrir neytendur að finna út úr þessu fyrir fram. Það þarf þó ekki alltaf að kunna geimverkfræði til að gera smá athugun sem getur forðað okkur frá veseni. ESB gerir kröfur um að mjög margar vörur þurfi að CE merkja. Merkið er yfirlýsing framleiðanda um að varan uppfylli lágmarkskröfur sem gerðar eru í Evrópu, okkur til varnar. Til að hver sem er geti ekki selt okkur lélegt og hættulegt drasl. Það á við um leikföng, vélar, byggingarvörur, persónuhlífar, raftæki, lækningatæki og reyndar mjög margt fleira. Þannig tryggja þúsundir staðla öryggi okkar, heilsu og neytendavernd á hverjum degi. Framleiðendur utan Evrópu geta auðvitað vel framleitt vöru og CE merkt hana til að markaðssetja í Evrópu. Þeir gera það bara ekki alltaf og með alþjóðlegum netverslunum og öllu því magni af vörum sem keyptar eru í gegnum þær er ógerningur fyrir eftirlitsstofnanir að fylgjast með því öllu. Neytendur þurfa því sjálfir að sýna skynsemi til að kaupa ekki köttinn í sekknum eða það sem verra er, að kaupa vöru sem getur haft alvarleg áhrif á heilsu þeirra og öryggi. Það að kíkja eftir CE merkinu og að eiga viðskipti með vörumerki sem við getum treyst er góð byrjun á farsælum viðskiptum. Þá á vel við hið fornkveðna að ef vara er mikið ódýrari en sambærileg vara þá er hún líklega ekki af sömu gæðum og getur verið hættuleg eða framleidd af börnum sem hneppt hafa verið í þrældóm. Stöðluð þægindi af netverslun einfalda líf okkar mikið en góðir dílar geta verið snöggir að súrna. Höfundur er framkvæmdastjóri Staðlaráðs Íslands.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun