Vita ekki hvar tvö þúsund skotvopn eru niðurkomin Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. júní 2024 19:59 Þórarinn Þórarinsson, lögreglufulltrúi, segir að um tvö þúsund vopn séu skráð hérlendis sem ekki sé vitað hvar eru niðurkomin bjarni einarsson Lögreglufulltrúi segir áhyggjuefni að hér á landi séu tvö þúsund skotvopn á skrá sem lögregla veit ekki hvar eru niðurkomin. Um 340 vopn eru skráð stolin hér á landi og óttast lögregla að þau séu í röngum höndum. Vélbyssur, skammbyssur og byssur sem eru þrívíddarprentaðar í heimahúsi eru á meðal þeirra tvö hundruð skotvopna sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur haldlagt á síðustu árum. Skotvopn eru ýmist haldlögð ef þau finnast þar sem þau eiga ekki að vera, jafnvel á víðavangi og ef andleg veikindi leyfishafa gera vart við sig. „Yfirleitt ef að vopn enda hér hjá okkur þá hefur eitthvað gengið á,“ segir Þórarinn Þórarinsson, lögreglufulltrúi og bætir við að sum þeirra hafi verið hluti af sakamálarannsóknum. Í skotvopnaskrá lögreglu eru 1.450 vopn skráð týnd auk þess sem um 340 vopn eru skráð stolin. „Þannig þetta eru tvö þúsund vopn sem eru skráð hérlendis en ekki er vitað hvar eru niðurkomin.“ Sem Þórarinn segir áhyggjuefni þó hann telji að í mörgum tilfellum séu vopnin ekki til staðar lengur og hafi verið fargað fyrir áratugum síðan. „En eru enn skráð. Vissulega er það klárt, og við vitum það svo sem, að það eru vopn þarna úti hjá einstaklingum sem við vildum síst að hefðu yfir slíku að búa.“ Aukin ásókn í undirheimunum Hafi þið áhyggjur af því að vopn séu í röngum höndum, hjá einhverjum sem hafa eitthvað í hyggju eða álíka? „Já í mörgum tilfellum er það þannig. Þetta er orðið bara eitthvað sem er aukin ásókn í í undirheimunum og það er bara þar eins og annars staðar að þegar einn byrjar þá fylgja hinir með.“ Skotvopnin sem lögregla haldleggur eru geymd í læstum skápum.bjarni einarsson Erfitt að hafa eftirlit með því sem ekkert er vitað um Aðspurður hvort lögreglan leiti vopnanna með skipulögðum hætti segir Þórarinn erfitt að hafa eftirlit með því sem ekkert er vitað um en að lögreglan fylgi vísbendingum og ábendingum stíft eftir. Aðspurður hvort herða þurfi eftirlit með þeim sem fá skotvopnaleyfi segir hann lagaumhverfið mjög skýrt. „Það er ströng skotvopnalöggjöf á Íslandi og oft undan því kvartað af þeim sem eiga byssur. En það sem við fáum í staðinn er að við erum nokkuð langt á eftir öðrum löndum þegar kemur að vopnaburði og glæpum þar sem vopn eru notuð, það er kosturinn við þetta. Eftirlitið hefur verið mismunandi á milli embætta. Við hér á höfuðborgarsvæðinu erum að reyna að auka okkar eftirlit dálítið mikið, en það má svo sem alltaf gera betur í því. Ég held að heilt yfir séu þessi mál í ágætis horfi.“ Vopnalögum var nýlega breytt og segir Þórarinn lagaumhverfið skýrt og þessi má í ágætis horfi.bjarni einarsson Reglur hertar Þá bendir hann á að vopnalögum hafi verið breytt fyrr á árinu og nú sé skylda að geyma öll skotvopn í viðurkenndum byssuskápum. Í eldri lögum miðaði skyldan við fjórðu byssu. Hann segir að telja megi á fingrum annarrar handar hversu oft byssum hafi verið stolið úr læstum skápum hérlendis. Þá sé óheimilt að geyma vopn í sumarbústöðum, bátum eða á öðrum slíkum stöðum auk þess sem lögreglu sé heimilt að banka upp á hjá fólki fyrirvaralaust til að gera úttekt á vörslum skotvopna. Oftast stolið af þeim sem búa í fjölbýli Hann segir skotvopnum í fæstum tilfellum stolið af þeim sem hafa safnaraleyfi og eiga mörg vopn. Þeim sé þvert á móti helst stolið af þeim sem eiga fá vopn. „Og helst þeir sem búa í fjölbýli vegna þess að innbrotin eru algengust í geymslur í fjölbýlishúsum. Og ef að þar er geymd byssa uppi í hillu þá er auðvelt að kippa henni þaðan og fjarlægja hana. Þannig það eru hættulegustu vopnaeigendurnir samkvæmt þessari tölfræði.“ Skotvopn Lögreglan Tengdar fréttir Haldlögðu mikið magn skotvopna á höfuðborgarsvæðinu Mikið af skotvopnum, meðal annars skammbyssur og vélbyssur, og íhlututum skotvopna, ásamt miklu magni af skotfærum var haldlagt við húsleit lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir helgina. 18. mars 2024 11:34 Sjö byssum stolið á síðasta ári Flestar byssur sem notaðar eru í glæpum hér á landi eru þýfi. Sjö byssum var stolið á síðasta ári og segir lögreglufulltrúi að þær finnist yfirleitt hjá góðkunningjum lögreglunnar. 10. ágúst 2021 19:47 180 vélbyssur í einkaeigu hér á landi og lang flestar virkar 180 vélbyssur eru í einkaeigu á Íslandi og eru lang flestar þeirra virkar. Þrettán sinnum fleiri sjálfvirk skotvopn voru flutt inn á árinu 2020 en 2019. 9. ágúst 2021 19:46 Skotvopnið þrívíddarprentuð byssa Vopnið sem skotið var úr í bílastæðahúsi í miðbænum aðfaranótt sunnudags var samkvæmt heimildum fréttastofu þrívíddarprentuð byssa. Talið er að málið sé uppgjör á milli einstaklinga frekar en að það tengist skipulagðri brotastarfsemi. Tveir tvítugir karlar hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. 14. febrúar 2022 12:02 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent Fleiri fréttir Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Sjá meira
Vélbyssur, skammbyssur og byssur sem eru þrívíddarprentaðar í heimahúsi eru á meðal þeirra tvö hundruð skotvopna sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur haldlagt á síðustu árum. Skotvopn eru ýmist haldlögð ef þau finnast þar sem þau eiga ekki að vera, jafnvel á víðavangi og ef andleg veikindi leyfishafa gera vart við sig. „Yfirleitt ef að vopn enda hér hjá okkur þá hefur eitthvað gengið á,“ segir Þórarinn Þórarinsson, lögreglufulltrúi og bætir við að sum þeirra hafi verið hluti af sakamálarannsóknum. Í skotvopnaskrá lögreglu eru 1.450 vopn skráð týnd auk þess sem um 340 vopn eru skráð stolin. „Þannig þetta eru tvö þúsund vopn sem eru skráð hérlendis en ekki er vitað hvar eru niðurkomin.“ Sem Þórarinn segir áhyggjuefni þó hann telji að í mörgum tilfellum séu vopnin ekki til staðar lengur og hafi verið fargað fyrir áratugum síðan. „En eru enn skráð. Vissulega er það klárt, og við vitum það svo sem, að það eru vopn þarna úti hjá einstaklingum sem við vildum síst að hefðu yfir slíku að búa.“ Aukin ásókn í undirheimunum Hafi þið áhyggjur af því að vopn séu í röngum höndum, hjá einhverjum sem hafa eitthvað í hyggju eða álíka? „Já í mörgum tilfellum er það þannig. Þetta er orðið bara eitthvað sem er aukin ásókn í í undirheimunum og það er bara þar eins og annars staðar að þegar einn byrjar þá fylgja hinir með.“ Skotvopnin sem lögregla haldleggur eru geymd í læstum skápum.bjarni einarsson Erfitt að hafa eftirlit með því sem ekkert er vitað um Aðspurður hvort lögreglan leiti vopnanna með skipulögðum hætti segir Þórarinn erfitt að hafa eftirlit með því sem ekkert er vitað um en að lögreglan fylgi vísbendingum og ábendingum stíft eftir. Aðspurður hvort herða þurfi eftirlit með þeim sem fá skotvopnaleyfi segir hann lagaumhverfið mjög skýrt. „Það er ströng skotvopnalöggjöf á Íslandi og oft undan því kvartað af þeim sem eiga byssur. En það sem við fáum í staðinn er að við erum nokkuð langt á eftir öðrum löndum þegar kemur að vopnaburði og glæpum þar sem vopn eru notuð, það er kosturinn við þetta. Eftirlitið hefur verið mismunandi á milli embætta. Við hér á höfuðborgarsvæðinu erum að reyna að auka okkar eftirlit dálítið mikið, en það má svo sem alltaf gera betur í því. Ég held að heilt yfir séu þessi mál í ágætis horfi.“ Vopnalögum var nýlega breytt og segir Þórarinn lagaumhverfið skýrt og þessi má í ágætis horfi.bjarni einarsson Reglur hertar Þá bendir hann á að vopnalögum hafi verið breytt fyrr á árinu og nú sé skylda að geyma öll skotvopn í viðurkenndum byssuskápum. Í eldri lögum miðaði skyldan við fjórðu byssu. Hann segir að telja megi á fingrum annarrar handar hversu oft byssum hafi verið stolið úr læstum skápum hérlendis. Þá sé óheimilt að geyma vopn í sumarbústöðum, bátum eða á öðrum slíkum stöðum auk þess sem lögreglu sé heimilt að banka upp á hjá fólki fyrirvaralaust til að gera úttekt á vörslum skotvopna. Oftast stolið af þeim sem búa í fjölbýli Hann segir skotvopnum í fæstum tilfellum stolið af þeim sem hafa safnaraleyfi og eiga mörg vopn. Þeim sé þvert á móti helst stolið af þeim sem eiga fá vopn. „Og helst þeir sem búa í fjölbýli vegna þess að innbrotin eru algengust í geymslur í fjölbýlishúsum. Og ef að þar er geymd byssa uppi í hillu þá er auðvelt að kippa henni þaðan og fjarlægja hana. Þannig það eru hættulegustu vopnaeigendurnir samkvæmt þessari tölfræði.“
Skotvopn Lögreglan Tengdar fréttir Haldlögðu mikið magn skotvopna á höfuðborgarsvæðinu Mikið af skotvopnum, meðal annars skammbyssur og vélbyssur, og íhlututum skotvopna, ásamt miklu magni af skotfærum var haldlagt við húsleit lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir helgina. 18. mars 2024 11:34 Sjö byssum stolið á síðasta ári Flestar byssur sem notaðar eru í glæpum hér á landi eru þýfi. Sjö byssum var stolið á síðasta ári og segir lögreglufulltrúi að þær finnist yfirleitt hjá góðkunningjum lögreglunnar. 10. ágúst 2021 19:47 180 vélbyssur í einkaeigu hér á landi og lang flestar virkar 180 vélbyssur eru í einkaeigu á Íslandi og eru lang flestar þeirra virkar. Þrettán sinnum fleiri sjálfvirk skotvopn voru flutt inn á árinu 2020 en 2019. 9. ágúst 2021 19:46 Skotvopnið þrívíddarprentuð byssa Vopnið sem skotið var úr í bílastæðahúsi í miðbænum aðfaranótt sunnudags var samkvæmt heimildum fréttastofu þrívíddarprentuð byssa. Talið er að málið sé uppgjör á milli einstaklinga frekar en að það tengist skipulagðri brotastarfsemi. Tveir tvítugir karlar hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. 14. febrúar 2022 12:02 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent Fleiri fréttir Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Sjá meira
Haldlögðu mikið magn skotvopna á höfuðborgarsvæðinu Mikið af skotvopnum, meðal annars skammbyssur og vélbyssur, og íhlututum skotvopna, ásamt miklu magni af skotfærum var haldlagt við húsleit lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir helgina. 18. mars 2024 11:34
Sjö byssum stolið á síðasta ári Flestar byssur sem notaðar eru í glæpum hér á landi eru þýfi. Sjö byssum var stolið á síðasta ári og segir lögreglufulltrúi að þær finnist yfirleitt hjá góðkunningjum lögreglunnar. 10. ágúst 2021 19:47
180 vélbyssur í einkaeigu hér á landi og lang flestar virkar 180 vélbyssur eru í einkaeigu á Íslandi og eru lang flestar þeirra virkar. Þrettán sinnum fleiri sjálfvirk skotvopn voru flutt inn á árinu 2020 en 2019. 9. ágúst 2021 19:46
Skotvopnið þrívíddarprentuð byssa Vopnið sem skotið var úr í bílastæðahúsi í miðbænum aðfaranótt sunnudags var samkvæmt heimildum fréttastofu þrívíddarprentuð byssa. Talið er að málið sé uppgjör á milli einstaklinga frekar en að það tengist skipulagðri brotastarfsemi. Tveir tvítugir karlar hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. 14. febrúar 2022 12:02