Viðskipti innlent

Vil­hjálmur Hilmars­son nýr hag­fræðingur Visku

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Vilhjálmur Hilmarsson, nýr hagfræðingur Visku – stéttarfélags.
Vilhjálmur Hilmarsson, nýr hagfræðingur Visku – stéttarfélags. Aðsend

Vilhjálmur Hilmarsson hefur verið ráðinn hagfræðingur Visku – stéttarfélags. Um er að ræða nýtt stöðugildi en verkefni Vilhjálms verða meðal annars að sinna greiningum á sviði efnahags- og vinnumarkaðsmála, skrifa umsagnir um lagafrumvörp og leiða kjaraviðræður ásamt lögmanni og formanni Visku.

Í tilkynningu kemur fram að Vilhjálmur hafi víðtæka þekkingu af greiningarvinnu og stefnumótun, málefnum vinnumarkaðarins og kjarasamningum. Hann hefur starfað sem hagfræðingur BHM frá 2020 og setið í fjölmörgum nefndum og starfshópum. Áður var hann sérfræðingur í greiningum hjá Samtökum iðnaðarins og hagfræðingur hjá Mannviti. Vilhjálmur lauk B.Sc. í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2010 og M.Sc. gráðu í hagfræði frá sama skóla árið 2012.

Það er mikill styrkur fyrir Visku að fá Vilhjálm til liðs við okkur enda hefur hann ómetanlega reynslu af málefnum vinnumarkaðarins. Ráðning hans er áfangi í að byggja Visku upp sem sterk hagsmunasamtök fyrir millitekjuhópa að norrænni fyrirmynd en að okkar mati hefur vantað þá rödd í samfélagsumræðuna. Þar ætlar Viska sér að vera og sérþekking Vilhjálms mun styrkja okkur í þeirri vegferð,“ er haft eftir Georg Brynjarssyni, framkvæmdastjóri Visku. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×