Jón Gunnar Þórhallsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, staðfestir þetta í samtali við Vísi. Áður var greint frá að einn maður til viðbótar hafi verið úrskurðaður í gæsluvarðhald þann 27. maí en hann hefur nú verið látinn laus. Gæsluvarðhald yfir honum er nú runnið út en lögreglan sá ekki ástæðu til að framlengja gæsluvarðhald yfir honum.
Alls fimm sem hafa sætt gæsluvarðhaldi
Fjórir Íslendingar, karlmaður á áttræðisaldri, dóttur hans og tengdasonur um þrítugt auk bróður tengdasonarins sátu upphaflega í gæsluvarðhaldi vegna málsins en nú hafa alls fimm sætt gæsluvarðhaldi vegna málsins. Spurður hve margir hafi stöðu sakbornings í málinu segir Jón að hann geti ekki gefið það upp en að það séu allavega fleiri en tveir.
Jón tekur fram að rannsókn málsins miði vel áfram og að nú vinni lögreglan að frágangi á ýmsum gögnum en lögreglan bíður jafnframt eftir frekari gögnum sem eru tengd rannsókn málsins. Aðspurður segir Jón ekki tímabært að segja til um hvenær ákæra verði gefin út í málinu.