Álag í íslenskum grunnskólum Bryndís Haraldsdóttir skrifar 7. júní 2024 11:01 Nemendur í íslenskum grunnskólum voru 47.507 talsins haustið 2023 og hafa ekki áður verið fleiri nemendur í skyldunámi á Íslandi. Haustið 2023 hafði 7.361 grunnskólanemandi erlent tungumál að móðurmáli, eða 15,5% nemenda, sem er fjölgun um tæplega 800 frá árinu áður. Grunnskólanemum hefur fjölgað um 392 frá haustinu 2022 eða um 0,8% og er skýringin á fjölguninni aðallega flutningur fólks til landsins en nemendum sem hafa erlent tungumál að móðurmáli hefur fjölgað ár frá ári síðustu ár. Þegar litið er til kennara með kennsluréttindi voru 11,8% þeirra sem voru við kennslu haustið 2021 ekki við kennslu haustið 2022. Tölurnar sýna bersýnilega að fjölgun kennara hefur ekki verið í takti við fjölgun nemenda, þvert á móti fari kennurum fækkandi milli ára. Af því má álykta að kennarar hafi á undanförnum árum fælst úr starfi sökum aukins álags fremur en annað. Skjótra úrbóta er þörf Fjölgun barna af erlendum uppruna á stuttum tíma hefur valdið verulegu álagi á grunnskóla landsins, kennara og annað starfsfólk skólanna. Þeir hafa reynt að mæta þróuninni eftir besta megni og hefur stjórnendum og kennurum skóla verið keppikefli að taka vel á móti þeim nemendum sem hingað koma erlendis frá, sem oft eru í viðkvæmri stöðu og standa höllum fæti. Þrátt fyrir mikla aðlögunarhæfni og góðan vilja gagnvart nýjum áskorunum á þessu sviði hafa kennarar á undanförnum misserum kvaðst vera að sligast undan álagi og telja þeir að sérhæfðari og samræmdari úrræði vanti fyrir þennan hóp þar sem stór hluti tíma kennara við almenn kennslustörf snúi að móttöku barna sem séu að fóta sig í íslensku skólakerfi. Ljóst er að skjótra úrbóta er þörf og því hefur undirrituð ásamt þremur þingmönnum Sjálfstæðisflokksins lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi þar sem lagt er til að samhliða markmiðum í aðgerðaáætlun stjórnvalda verði sett á fót þekkingarsetur til undirbúningsnáms fyrir börn af erlendum uppruna. Um er að ræða móttökuskóla. Bregðumst við ákallinu með móttökuskólum Hér á landi eru ekki reknir eiginlegir móttökuskólar þó svo að móttökudeildir fyrir börn af erlendum uppruna séu að finna í einhverjum grunnskólum. Það hefur þó verið gert í einhverjum mæli á Norðurlöndunum með góðum árangri. Með þekkingarsetri líkt og lagt er er til að verði sett á fót með þingsályktunartillögunni yrði sértækt umhverfi undirbúningsnáms innflytjenda bætt stórlega sem myndi stuðla að hraðari og samræmdari inngildingu barna af erlendum uppruna yfir allt landið. Þekkingarsetrinu fylgi fullt fjármagn en rekstur geti verði í höndum sjálfstæðs aðila. Hugsunin að baki slíku þekkingarsetri er sú að börn hljóti sérhæfða og samræmda kennslu í íslensku með það fyrir augum að byggja undir nám í almennum grunnskólum og það geti þá hraðað því að erlend börn nái fyrr færni og getu til þess að takast á við námsefni sem kennt er á íslensku. Undirstrikað er að það skuli ávallt vera meginmarkmið að barn nái sem allra fyrst þeirri hæfni sem nauðsynleg er til að geta innritast í bekk í sínum heimaskóla og hafi þannig sömu raunverulegu tækifæri til náms og innfædd börn á sama aldri. Undirrituð vonast til að samhliða því að mælt verði fyrir málinu á Alþingi skapist góðar umræður um skref sem þessi sem myndu undirbúa nemendur af erlendum uppruna á grunnskólastigi til þess að takast á við þær áskoranir sem felast í almennu námi eins skjótt og kostur er en gefi jafnframt kennurum í grunnskólum landsins aukið svigrúm til þess að takast á við aðrar áskoranir í því mikilvæga starfi sem þau sinna á hverjum degi. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Bryndís Haraldsdóttir Grunnskólar Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Nemendur í íslenskum grunnskólum voru 47.507 talsins haustið 2023 og hafa ekki áður verið fleiri nemendur í skyldunámi á Íslandi. Haustið 2023 hafði 7.361 grunnskólanemandi erlent tungumál að móðurmáli, eða 15,5% nemenda, sem er fjölgun um tæplega 800 frá árinu áður. Grunnskólanemum hefur fjölgað um 392 frá haustinu 2022 eða um 0,8% og er skýringin á fjölguninni aðallega flutningur fólks til landsins en nemendum sem hafa erlent tungumál að móðurmáli hefur fjölgað ár frá ári síðustu ár. Þegar litið er til kennara með kennsluréttindi voru 11,8% þeirra sem voru við kennslu haustið 2021 ekki við kennslu haustið 2022. Tölurnar sýna bersýnilega að fjölgun kennara hefur ekki verið í takti við fjölgun nemenda, þvert á móti fari kennurum fækkandi milli ára. Af því má álykta að kennarar hafi á undanförnum árum fælst úr starfi sökum aukins álags fremur en annað. Skjótra úrbóta er þörf Fjölgun barna af erlendum uppruna á stuttum tíma hefur valdið verulegu álagi á grunnskóla landsins, kennara og annað starfsfólk skólanna. Þeir hafa reynt að mæta þróuninni eftir besta megni og hefur stjórnendum og kennurum skóla verið keppikefli að taka vel á móti þeim nemendum sem hingað koma erlendis frá, sem oft eru í viðkvæmri stöðu og standa höllum fæti. Þrátt fyrir mikla aðlögunarhæfni og góðan vilja gagnvart nýjum áskorunum á þessu sviði hafa kennarar á undanförnum misserum kvaðst vera að sligast undan álagi og telja þeir að sérhæfðari og samræmdari úrræði vanti fyrir þennan hóp þar sem stór hluti tíma kennara við almenn kennslustörf snúi að móttöku barna sem séu að fóta sig í íslensku skólakerfi. Ljóst er að skjótra úrbóta er þörf og því hefur undirrituð ásamt þremur þingmönnum Sjálfstæðisflokksins lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi þar sem lagt er til að samhliða markmiðum í aðgerðaáætlun stjórnvalda verði sett á fót þekkingarsetur til undirbúningsnáms fyrir börn af erlendum uppruna. Um er að ræða móttökuskóla. Bregðumst við ákallinu með móttökuskólum Hér á landi eru ekki reknir eiginlegir móttökuskólar þó svo að móttökudeildir fyrir börn af erlendum uppruna séu að finna í einhverjum grunnskólum. Það hefur þó verið gert í einhverjum mæli á Norðurlöndunum með góðum árangri. Með þekkingarsetri líkt og lagt er er til að verði sett á fót með þingsályktunartillögunni yrði sértækt umhverfi undirbúningsnáms innflytjenda bætt stórlega sem myndi stuðla að hraðari og samræmdari inngildingu barna af erlendum uppruna yfir allt landið. Þekkingarsetrinu fylgi fullt fjármagn en rekstur geti verði í höndum sjálfstæðs aðila. Hugsunin að baki slíku þekkingarsetri er sú að börn hljóti sérhæfða og samræmda kennslu í íslensku með það fyrir augum að byggja undir nám í almennum grunnskólum og það geti þá hraðað því að erlend börn nái fyrr færni og getu til þess að takast á við námsefni sem kennt er á íslensku. Undirstrikað er að það skuli ávallt vera meginmarkmið að barn nái sem allra fyrst þeirri hæfni sem nauðsynleg er til að geta innritast í bekk í sínum heimaskóla og hafi þannig sömu raunverulegu tækifæri til náms og innfædd börn á sama aldri. Undirrituð vonast til að samhliða því að mælt verði fyrir málinu á Alþingi skapist góðar umræður um skref sem þessi sem myndu undirbúa nemendur af erlendum uppruna á grunnskólastigi til þess að takast á við þær áskoranir sem felast í almennu námi eins skjótt og kostur er en gefi jafnframt kennurum í grunnskólum landsins aukið svigrúm til þess að takast á við aðrar áskoranir í því mikilvæga starfi sem þau sinna á hverjum degi. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun