Strákarnir fengu að fylgjast með verðlaunaafhendingunni Jakob Bjarnar skrifar 7. júní 2024 13:35 Háteigsskóli útskrifaði 10. bekkinga í vikunni og fékk helmingur nemenda viðurkenningu, og allar stelpurnar nema tvær. Strákarnir fengu að fylgjast með verðlaunaathöfninni. vísir/vilhelm Í vikunni var útskrift hjá 10. bekk í Háteigsskóla sem eru krakkar á aldrinum 15 til 16 ára. Helmingur barnanna fékk viðurkenningu fyrir árangur af einhverju tagi. Hinn helmingurinn sat eftir úti í sal, tuttugu strákar og tvær stelpur. Bríet Konráðsdóttir var við athöfnina og henni þótti þetta skjóta skökku við. „Já. Mér fannst sláandi að sjá drengina sitja eftir. Þetta var í kirkju Óháða safnaðarins og maður getur farið upp á svalir. Ég stökk þangað og tók mynd, svo ég væri örugglega ekki að fara með einhverja vitleysu,“ segir Bríet. Drengirnir sem dæmdir minnipokamenn Hún segist hafa séð það á drengjunum sem sátu eftir að þeim fannst þetta kjánalegt. Og að athyglin væri á sér fremur en sviðinu. Og það hafi hreinlega verið skrifað á enni þeirra: Ók, þið fáið ekki neitt. Þið eru ekki nógu góðir. „Það er eitthvað mjög skakkt við það að veita helmingi nemenda viðurkenningu fyrir árangur af einhverju tagi og pæla ekkert í því að nánast allir drengirnir sitja eftir úti í sal. Hvaða skilaboð er verið að senda þeim? Ég átta mig ekki á tilganginum,“ segir Bríet. Hún segir að hver sem ástæðan sé fyrir miklu brottfalli drengja úr námi, þá finnst henni að grunnskólinn eigi að vera staður sem leggur grunn að sjálfstrausti og þarna hafi ekki öll fengið sömu hvatninguna. Skólastjórnendur kjósa að tjá sig ekki Bríet ákvað að vekja athygli á þessu á Facebook-síðu sinni og hafa undirtektirnar verið miklar. Hún segist vita til þess að svona sé þetta ekki í öllum skólum en víða. „Skólastjórinn var með ágætis ræðu. Að krakkarnir væru klárari en þeir héldu og hugrakkari. Hún var að vísa í Bangsímon og ég ákvað að taka hana mér til fyrirmyndar og skrifa þennan status,“ segir Bríet: Bríet segist hafa fengið mikið af skilaboðum frá foreldrum sem voru með óbragð í munni eftir þessa athöfn. „Þetta á að vera gleði en maður fær smá sorg í hjartað. Takk grunnskóli, fyrir nota síðasta daginn til að koma þeirri tilfinningu inn hjá strákunum að þeir séu ekki nógu góðir.“ Vísir náði tali af Guðrúnu Helgu Sigfúsdóttur aðstoðarskólastjóra og hún sagði, eftir að hafa fundað með skólastjóranum Arndísi Steinþórsdóttur, að þær væru ekki tilbúnar til að tjá sig um einstök mál, þetta væri viðkvæmt atriði. Skóla- og menntamál Reykjavík Grunnskólar Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Sjá meira
Bríet Konráðsdóttir var við athöfnina og henni þótti þetta skjóta skökku við. „Já. Mér fannst sláandi að sjá drengina sitja eftir. Þetta var í kirkju Óháða safnaðarins og maður getur farið upp á svalir. Ég stökk þangað og tók mynd, svo ég væri örugglega ekki að fara með einhverja vitleysu,“ segir Bríet. Drengirnir sem dæmdir minnipokamenn Hún segist hafa séð það á drengjunum sem sátu eftir að þeim fannst þetta kjánalegt. Og að athyglin væri á sér fremur en sviðinu. Og það hafi hreinlega verið skrifað á enni þeirra: Ók, þið fáið ekki neitt. Þið eru ekki nógu góðir. „Það er eitthvað mjög skakkt við það að veita helmingi nemenda viðurkenningu fyrir árangur af einhverju tagi og pæla ekkert í því að nánast allir drengirnir sitja eftir úti í sal. Hvaða skilaboð er verið að senda þeim? Ég átta mig ekki á tilganginum,“ segir Bríet. Hún segir að hver sem ástæðan sé fyrir miklu brottfalli drengja úr námi, þá finnst henni að grunnskólinn eigi að vera staður sem leggur grunn að sjálfstrausti og þarna hafi ekki öll fengið sömu hvatninguna. Skólastjórnendur kjósa að tjá sig ekki Bríet ákvað að vekja athygli á þessu á Facebook-síðu sinni og hafa undirtektirnar verið miklar. Hún segist vita til þess að svona sé þetta ekki í öllum skólum en víða. „Skólastjórinn var með ágætis ræðu. Að krakkarnir væru klárari en þeir héldu og hugrakkari. Hún var að vísa í Bangsímon og ég ákvað að taka hana mér til fyrirmyndar og skrifa þennan status,“ segir Bríet: Bríet segist hafa fengið mikið af skilaboðum frá foreldrum sem voru með óbragð í munni eftir þessa athöfn. „Þetta á að vera gleði en maður fær smá sorg í hjartað. Takk grunnskóli, fyrir nota síðasta daginn til að koma þeirri tilfinningu inn hjá strákunum að þeir séu ekki nógu góðir.“ Vísir náði tali af Guðrúnu Helgu Sigfúsdóttur aðstoðarskólastjóra og hún sagði, eftir að hafa fundað með skólastjóranum Arndísi Steinþórsdóttur, að þær væru ekki tilbúnar til að tjá sig um einstök mál, þetta væri viðkvæmt atriði.
Skóla- og menntamál Reykjavík Grunnskólar Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Sjá meira