Heppni að ekkert fordæmi var til staðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 8. júní 2024 10:00 Fullyrt hefur verið að Ísland hafi haft sigur í Icesave-deilunni vegna þess að evrópskur dómstóll hafi bjargað landinu. Vísað er þar til þeirrar niðurstöðu EFTA-dómstólsins í lok janúar 2013 að íslenzka ríkið væri ekki ábyrgt fyrir innistæðutryggingum vegna innistæðna í Icesave-netbankanum sem starfræktur var af Landsbanka Íslands í Bretlandi og Hollandi. Þær fullyrðingar standast hins vegar í reynd alls enga skoðun. Komið var inn á þetta í skrifum Þorsteins Pálssonar, fyrrverandi ritstjóra Fréttablaðsins, á Dv.is nýverið þar sem hann gagnrýndi þá ákvörðun þáverandi forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, að vísa Icesave-samningum þáverandi vinstristjórnar til þjóðarinnar. Sagði hann þjóðaratkvæði ekki leysa slík mál heldur dómstóla og að dómur EFTA-dómstólsins væri til marks um mikilvægi fjölþjóðasamvinnu fyrir landið. Hérlend stjórnvöld kölluðu eftir því strax og ítrekað í kjölfar þess að Landsbanki Íslands féll haustið 2008 að skorið yrði úr Icesave-deilunni fyrir dómstólum. Því höfnuðu hins vegar brezk og hollenzk stjórnvöld með stuðningi Evrópusambandsins. Var þess krafizt að málið yrði þess í stað afgreitt með pólitískum hætti. Mótaðilum okkar var enda vel kunnugt um þá staðreynd að lögin voru okkar megin. Dómstóll ESB hefði dæmt Íslandi í óhag Málið fór að lokum fyrir EFTA-dómstólinn eftir að Icesave-samningunum, sem snerust einkum um íslenzka ríkisábyrgð á tryggðum innistæðum í Icesave-bankanum, hafði verið ítrekað hafnað hér á landi. Fyrsta samningnum af Alþingi, með einhliða breytingum á honum, og hinum tveimur í þjóðaratkvæðagreiðslum. Þó þjóðaratkvæðin hafi ekki leyst deiluna komu þau henni í hagstæðari farveg fyrir Ísland. Hins vegar hefði EFTA-dómstóllinn að öllum líkindum ekki komizt að hagfelldri niðurstöðu fyrir Ísland ef dómstóll Evrópusambandsins hefði verið búinn að dæma áður í hliðstæðu máli. Að talið er á annan veg. Hefði sú verið raunin hefði EFTA-dómstóllinn orðið að taka mið af dómaframkvæmd dómstóls sambandsins í samræmi við EES-samninginn og samning um stofnun EFTA-dómstólsins og Eftirlitsstofnunar EFTA. Fyrrverandi forseti EFTA-dómstólsins, Carl Baudenbacher, hefur til dæmis vakið máls á þessu en hann fór fyrir dómstólnum þegar Icesave-málið var þar til meðferðar. Fjallar hann meðal annars um málið í bók sinni Judicial Independence sem kom út 2019 og vitnar þar til fulltrúa Evrópusambandsins. Hafa má í huga í þessu sambandi að dómstóll sambandsins er þekktur fyrir það að dæma iðulega samrunaþróun þess í hag. Hefði ekki orðið verra en samningarnir Hitt er svo annað mál að jafnvel þó EFTA-dómstóllinn hefði dæmt Íslandi í óhag hefði niðurstaðan ekki orðið verri en samningarnir kváðu á um. Brezk og hollenzk stjórnvöld hefðu þannig þurft að fara í mál við íslenzka ríkið í kjölfarið og sýna fram á tjón sitt. Jafnvel þó niðurstaðan þar hefði verið óhagstæð hefðu mögulegar skaðabætur verið í íslenzkum krónum en ekki erlendum gjaldeyri eins og samningarnir kváðu á um. Hafa má enn fremur í huga að Evrópusambandið tók ekki aðeins þátt í því að koma í veg fyrir að leyst yrði úr Icesave-deilunni fyrir dómstólum heldur stefndi sér síðan inn í málið gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum. Þá voru viðbrögð sambandsins við niðurstöðu dómsins þau að setja nýja tilskipun um innistæðitryggingar þar sem kveðið er á um ríkisábyrgð í þeim efnum en til stendur að taka hana upp í EES-samninginn. Vert er einnig að hafa í huga að Icesave-deilan var í raun bein afleiðing af aðild Íslands að EES-samningnum. Ekki sízt meingallaðri innistæðutryggingatilskipun Evrópusambandsins. Þá er ekki að ástæðulausu að útrásin átti sér nær eingöngu stað innan Evrópska efnahagssvæðisins. Löggjöf sambandsins gerði þannig til dæmis hérlendum bönkum kleift að opna útibú frá starfsemi þeirra hér á landi í öðrum aðildarríkjum þess. Samvinna er eitt en samruni allt annað Fjölþjóðasamvinna er gjarnan af hinu góða þegar hagsmunir ríkja fara saman. Hins vegar er samvinna eitt og samruni talsvert annað. EES-samningurinn er meðal annars hannaður með þeim hætti að hann fylgir samrunaþróun Evrópusambandsins á því sviði sem hann nær til, innri markaði sambandsins, sem síðan þenst sífellt út til fleiri málaflokka og dýpkar með aukinni mistýringu og kröfum um framsal valds. Málið er þannig lýsandi fyrir þann veruleika að Evrópusambandið er í raun alls staðar við stjórnvölinn þegar EES-samningurinn er annars vegar. Þannig er til að mynda undir sambandinu komið hvaða regluverk þess fellur undir samninginn og enn fremur hvort einhverjar undanþágur verði veittar í þeim efnum. Þá getur einungis Evrópusambandið breytt því regluverki sem tekið hefur verið upp í EES-samninginn. Hins vegar er leið út úr þessum aðstæðum sem ríki heimsins kjósa allajafna að fara í dag þegar þau semja um milliríkjaviðskipti. Víðtækur fríverzlunarsamningur. Leið sem, ólíkt EES-samningnum og í enn ríkari mæli inngöngu í Evrópusambandið, felur ekki í sér vaxandi framsal valds yfir íslenzkum málum í gegnum íþyngjandi regluverk sem er ekki okkar, tekur ekki mið af okkar hagsmunum og við getum ekki breytt. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Fullyrt hefur verið að Ísland hafi haft sigur í Icesave-deilunni vegna þess að evrópskur dómstóll hafi bjargað landinu. Vísað er þar til þeirrar niðurstöðu EFTA-dómstólsins í lok janúar 2013 að íslenzka ríkið væri ekki ábyrgt fyrir innistæðutryggingum vegna innistæðna í Icesave-netbankanum sem starfræktur var af Landsbanka Íslands í Bretlandi og Hollandi. Þær fullyrðingar standast hins vegar í reynd alls enga skoðun. Komið var inn á þetta í skrifum Þorsteins Pálssonar, fyrrverandi ritstjóra Fréttablaðsins, á Dv.is nýverið þar sem hann gagnrýndi þá ákvörðun þáverandi forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, að vísa Icesave-samningum þáverandi vinstristjórnar til þjóðarinnar. Sagði hann þjóðaratkvæði ekki leysa slík mál heldur dómstóla og að dómur EFTA-dómstólsins væri til marks um mikilvægi fjölþjóðasamvinnu fyrir landið. Hérlend stjórnvöld kölluðu eftir því strax og ítrekað í kjölfar þess að Landsbanki Íslands féll haustið 2008 að skorið yrði úr Icesave-deilunni fyrir dómstólum. Því höfnuðu hins vegar brezk og hollenzk stjórnvöld með stuðningi Evrópusambandsins. Var þess krafizt að málið yrði þess í stað afgreitt með pólitískum hætti. Mótaðilum okkar var enda vel kunnugt um þá staðreynd að lögin voru okkar megin. Dómstóll ESB hefði dæmt Íslandi í óhag Málið fór að lokum fyrir EFTA-dómstólinn eftir að Icesave-samningunum, sem snerust einkum um íslenzka ríkisábyrgð á tryggðum innistæðum í Icesave-bankanum, hafði verið ítrekað hafnað hér á landi. Fyrsta samningnum af Alþingi, með einhliða breytingum á honum, og hinum tveimur í þjóðaratkvæðagreiðslum. Þó þjóðaratkvæðin hafi ekki leyst deiluna komu þau henni í hagstæðari farveg fyrir Ísland. Hins vegar hefði EFTA-dómstóllinn að öllum líkindum ekki komizt að hagfelldri niðurstöðu fyrir Ísland ef dómstóll Evrópusambandsins hefði verið búinn að dæma áður í hliðstæðu máli. Að talið er á annan veg. Hefði sú verið raunin hefði EFTA-dómstóllinn orðið að taka mið af dómaframkvæmd dómstóls sambandsins í samræmi við EES-samninginn og samning um stofnun EFTA-dómstólsins og Eftirlitsstofnunar EFTA. Fyrrverandi forseti EFTA-dómstólsins, Carl Baudenbacher, hefur til dæmis vakið máls á þessu en hann fór fyrir dómstólnum þegar Icesave-málið var þar til meðferðar. Fjallar hann meðal annars um málið í bók sinni Judicial Independence sem kom út 2019 og vitnar þar til fulltrúa Evrópusambandsins. Hafa má í huga í þessu sambandi að dómstóll sambandsins er þekktur fyrir það að dæma iðulega samrunaþróun þess í hag. Hefði ekki orðið verra en samningarnir Hitt er svo annað mál að jafnvel þó EFTA-dómstóllinn hefði dæmt Íslandi í óhag hefði niðurstaðan ekki orðið verri en samningarnir kváðu á um. Brezk og hollenzk stjórnvöld hefðu þannig þurft að fara í mál við íslenzka ríkið í kjölfarið og sýna fram á tjón sitt. Jafnvel þó niðurstaðan þar hefði verið óhagstæð hefðu mögulegar skaðabætur verið í íslenzkum krónum en ekki erlendum gjaldeyri eins og samningarnir kváðu á um. Hafa má enn fremur í huga að Evrópusambandið tók ekki aðeins þátt í því að koma í veg fyrir að leyst yrði úr Icesave-deilunni fyrir dómstólum heldur stefndi sér síðan inn í málið gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum. Þá voru viðbrögð sambandsins við niðurstöðu dómsins þau að setja nýja tilskipun um innistæðitryggingar þar sem kveðið er á um ríkisábyrgð í þeim efnum en til stendur að taka hana upp í EES-samninginn. Vert er einnig að hafa í huga að Icesave-deilan var í raun bein afleiðing af aðild Íslands að EES-samningnum. Ekki sízt meingallaðri innistæðutryggingatilskipun Evrópusambandsins. Þá er ekki að ástæðulausu að útrásin átti sér nær eingöngu stað innan Evrópska efnahagssvæðisins. Löggjöf sambandsins gerði þannig til dæmis hérlendum bönkum kleift að opna útibú frá starfsemi þeirra hér á landi í öðrum aðildarríkjum þess. Samvinna er eitt en samruni allt annað Fjölþjóðasamvinna er gjarnan af hinu góða þegar hagsmunir ríkja fara saman. Hins vegar er samvinna eitt og samruni talsvert annað. EES-samningurinn er meðal annars hannaður með þeim hætti að hann fylgir samrunaþróun Evrópusambandsins á því sviði sem hann nær til, innri markaði sambandsins, sem síðan þenst sífellt út til fleiri málaflokka og dýpkar með aukinni mistýringu og kröfum um framsal valds. Málið er þannig lýsandi fyrir þann veruleika að Evrópusambandið er í raun alls staðar við stjórnvölinn þegar EES-samningurinn er annars vegar. Þannig er til að mynda undir sambandinu komið hvaða regluverk þess fellur undir samninginn og enn fremur hvort einhverjar undanþágur verði veittar í þeim efnum. Þá getur einungis Evrópusambandið breytt því regluverki sem tekið hefur verið upp í EES-samninginn. Hins vegar er leið út úr þessum aðstæðum sem ríki heimsins kjósa allajafna að fara í dag þegar þau semja um milliríkjaviðskipti. Víðtækur fríverzlunarsamningur. Leið sem, ólíkt EES-samningnum og í enn ríkari mæli inngöngu í Evrópusambandið, felur ekki í sér vaxandi framsal valds yfir íslenzkum málum í gegnum íþyngjandi regluverk sem er ekki okkar, tekur ekki mið af okkar hagsmunum og við getum ekki breytt. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun