Ótrúlegt atvik á EM: Fagnaði of snemma og missti af medalíu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. júní 2024 10:16 Laura García-Caro horfir með skelfingarsvip á Lyudmylu Olyanovska. getty/Pier Marco Tacca Það borgar sig aldrei að fagna of snemma. Það kom svo sannarlega í ljós í úrslitum í göngu á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum í Róm í gær. Þegar hún átti fimm metra í mark byrjaði Laura García-Caro að fagna enda hélt hún að hún væri örugg með bronsverðlaun. Hún hafði meira að segja náð sér í spænskan fána sem hún setti um hálsinn. En García-Caro fagnaði of snemma því Lyudmila Olyanovska frá Úkraínu hafði ekki gefist upp. Hún náði García-Caro og tók svo framúr henni við endamarkið. Þeirri spænsku krossbrá þegar hún sá Olyanovsku við hlið sér og áttaði sig á því draumurinn um að vinna brons væri úr sögunni. Þetta ótrúlega atvik má sjá hér fyrir neðan. Disaster! 😱Rule number one: don't celebrate too early! 😬#Roma2024 #IgniteTheFire pic.twitter.com/neqiuXoEz3— European Athletics (@EuroAthletics) June 7, 2024 „Ég var mjög þreytt á lokahringnum. Ég gerði mitt besta,“ sagði svekkt García-Caro eftir gönguna. Olyanovska tileinkaði þjóð sinni bronsmedalíuna. „Þetta er mjög tilfinningaþrungin stund fyrir mig. Auðvitað var ég þreytt síðasta kílómeterinn og síðustu metrana en ég vildi svo mikið vinna þessa medalíu fyrir þjóð mína. Það er stríð í Úkraínu. Við æfum við mjög erfiðar aðstæður, þetta var erfiður undirbúningur en ég er mjög ánægð með að hafa komið með medalíu heim. Það hvatti mig mest áfram.“ Heimakonurnar Antonella Palmisano og Valentina Trapletti urðu í fyrstu tveimur sætunum í göngunni. Frjálsar íþróttir Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Fleiri fréttir „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Sjá meira
Þegar hún átti fimm metra í mark byrjaði Laura García-Caro að fagna enda hélt hún að hún væri örugg með bronsverðlaun. Hún hafði meira að segja náð sér í spænskan fána sem hún setti um hálsinn. En García-Caro fagnaði of snemma því Lyudmila Olyanovska frá Úkraínu hafði ekki gefist upp. Hún náði García-Caro og tók svo framúr henni við endamarkið. Þeirri spænsku krossbrá þegar hún sá Olyanovsku við hlið sér og áttaði sig á því draumurinn um að vinna brons væri úr sögunni. Þetta ótrúlega atvik má sjá hér fyrir neðan. Disaster! 😱Rule number one: don't celebrate too early! 😬#Roma2024 #IgniteTheFire pic.twitter.com/neqiuXoEz3— European Athletics (@EuroAthletics) June 7, 2024 „Ég var mjög þreytt á lokahringnum. Ég gerði mitt besta,“ sagði svekkt García-Caro eftir gönguna. Olyanovska tileinkaði þjóð sinni bronsmedalíuna. „Þetta er mjög tilfinningaþrungin stund fyrir mig. Auðvitað var ég þreytt síðasta kílómeterinn og síðustu metrana en ég vildi svo mikið vinna þessa medalíu fyrir þjóð mína. Það er stríð í Úkraínu. Við æfum við mjög erfiðar aðstæður, þetta var erfiður undirbúningur en ég er mjög ánægð með að hafa komið með medalíu heim. Það hvatti mig mest áfram.“ Heimakonurnar Antonella Palmisano og Valentina Trapletti urðu í fyrstu tveimur sætunum í göngunni.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Fleiri fréttir „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Sjá meira