Pylsuvagninn á Selfossi er 40 ára í dag: Fríar pylsur og kók Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. júní 2024 12:15 Mæðgurnar Ingunn Guðmundsdóttir og Þórdís Sólmundardóttir, sem fagna 40 ára afmæli Pylsuvagnsins á Selfossi í dag, 9. júní. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúar á Selfossi og næsta nágrenni þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að verða svangir í dag því Pylsuvagninn býður upp á fríar pylsur og kók frá klukkan 14:00 til 16:00. Ástæðan er 40 ára afmæli pylsuvagnsins, sem hefur verið með um eitt þúsund starfsmenn í þessi 40 ára. Pylsuvagninn á Selfossi er einn af allra vinsælustu stöðunum á staðnum þegar kemur að því að fá sér eitthvað gott í gogginn. Mæðgurnar Ingunn Guðmundsdóttir, sem stofnaði vagninn fyrir 40 árum og Þórdís Sólmundardóttir hafa rekið vagnin saman síðustu ár. Starfsmennirnir eru 36 í dag, allt stelpur. „Pylsuvagninn hefur ekki rekið sig svona vel í 40 ár nema þökk sé starfsfólkinu mínu, það er bara yndislegt starfsfólk, við höfum verið svo heppin, þetta eru svo flottar stelpur allt,“ segir Ingunn alsæl með daginn. Um þúsund starfsmenn hafa unnið í Pylsuvagninum í þessi 40 ár, þar af bara þrír karlmenn en þeim var öllum sagt upp því þeir stóðu sig ekki í þrifum í vagninum. En það stendur mikið til í dag 9. júní í pylsuvagninum, sem er akkúrat 40 ára afmælisdagurinn. „Það verður 40 prósent afsláttur hérna allan daginn. Svo verðum við með fríar pylsur og kók úti við vagninn á milli 14:00 og 16:00 og gefa og BMX brós ætlar að sýna listir sínar,“ segir Þórdís.´ Mæðgurnar Ingunn Guðmundsdóttir og Þórdís Sólmundardóttir, sem fagna 40 ára afmæli Pylsuvagnsins á Selfossi í dag, 9. júní.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það eru breytingar hjá mæðgunum því þær hafa ákveðið að selja Pylsuvagninn. „Já, við erum búnar að hugsa þetta lengi og við erum báðar rosalega sáttar og við erum alveg tilbúnar að láta þetta frá okkur og leyfa einhverjum öðrum að taka við,“ segir Þórdís. Ingunn, áttu ekki eftir að gráta í koddann þegar þú hættir hérna? „Nei, ég er orðin það gömul, þannig að ég ætla bara að fara að njóta núna eftir 40 ár.“ Pylsuvagninn er nú komin á sölu og það verður því spennandi að sjá hver eða hverjir verða nýir eigendur vagnsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Veitingastaðir Tímamót Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Pylsuvagninn á Selfossi er einn af allra vinsælustu stöðunum á staðnum þegar kemur að því að fá sér eitthvað gott í gogginn. Mæðgurnar Ingunn Guðmundsdóttir, sem stofnaði vagninn fyrir 40 árum og Þórdís Sólmundardóttir hafa rekið vagnin saman síðustu ár. Starfsmennirnir eru 36 í dag, allt stelpur. „Pylsuvagninn hefur ekki rekið sig svona vel í 40 ár nema þökk sé starfsfólkinu mínu, það er bara yndislegt starfsfólk, við höfum verið svo heppin, þetta eru svo flottar stelpur allt,“ segir Ingunn alsæl með daginn. Um þúsund starfsmenn hafa unnið í Pylsuvagninum í þessi 40 ár, þar af bara þrír karlmenn en þeim var öllum sagt upp því þeir stóðu sig ekki í þrifum í vagninum. En það stendur mikið til í dag 9. júní í pylsuvagninum, sem er akkúrat 40 ára afmælisdagurinn. „Það verður 40 prósent afsláttur hérna allan daginn. Svo verðum við með fríar pylsur og kók úti við vagninn á milli 14:00 og 16:00 og gefa og BMX brós ætlar að sýna listir sínar,“ segir Þórdís.´ Mæðgurnar Ingunn Guðmundsdóttir og Þórdís Sólmundardóttir, sem fagna 40 ára afmæli Pylsuvagnsins á Selfossi í dag, 9. júní.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það eru breytingar hjá mæðgunum því þær hafa ákveðið að selja Pylsuvagninn. „Já, við erum búnar að hugsa þetta lengi og við erum báðar rosalega sáttar og við erum alveg tilbúnar að láta þetta frá okkur og leyfa einhverjum öðrum að taka við,“ segir Þórdís. Ingunn, áttu ekki eftir að gráta í koddann þegar þú hættir hérna? „Nei, ég er orðin það gömul, þannig að ég ætla bara að fara að njóta núna eftir 40 ár.“ Pylsuvagninn er nú komin á sölu og það verður því spennandi að sjá hver eða hverjir verða nýir eigendur vagnsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Veitingastaðir Tímamót Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira