McGregor þaggar niður í orðrómi Aron Guðmundsson skrifar 10. júní 2024 11:30 McGregor og Chandler þjálfuðu sitthvort liðið í The Ultimate Fighter, raunveruleikaþáttaröð UFC sambandsins og má segja að sú þáttaröð hafi lagt grunninn að komandi bardaga þeirra í Las Vegas þann 29.júní næstkomandi Vísir/Getty Írski UFC bardagakappinn Conor McGregor hefur gert sitt í því að þagga niður í orðrómi þess efnis að hann muni ekki snúa aftur í bardagabúrið þann 29.júní næstkomandi gegn Michael Chandler. Írinn birti tíu myndbönd á samfélagsmiðlum á dögunum þar sem má sjá hann æfa af krafti fyrir komandi bardaga. Orðrómur þess efnis að McGregor væri mögulega meiddur og að ekkert myndi verða af bardaga hans við Bandaríkjamanninn Michael Chandler spruttu upp þegar að blaðamannafundi kappanna í Dyflinni var aflýst á elleftu stundu. Bardagans er beðið með mikilli eftirvæntingu en hann markar endurkomu McGregor, sem er og hefur verið stærsta nafnið í heimi bardagaíþrótta undanfarinn áratug eða svo, í búrið. McGregor hefur sýnt það í gegnum tíðina að hann er óútreiknanlegur. Þá hefur frægð hans og frami oft á tíðum stigið honum til höfuðs. Því var það ekki óeðlilegt að orðrómar, þess efnis að ekkert yrði af bardaganum, færu á kreik. McGregor er þekktur fyrir að fara sínar eigin leiðir og í þokkabót er hann að snúa aftur í bardagabúrið eftir að hafa fótbrotnað í síðasta bardaga sínum og hefði ekki verið óvenjulegt ef bakslag hefði gert vart um sig í endurkomunni. Írinn gerir hins vegar sitt í því að þagga niður í öllum orðrómi með téðum myndböndum sem hann birti á samfélagsmiðlum. Þau sýna hann meðal annars fara ansi illa með æfingafélaga sinn í búrinu og virðist McGregor vera á réttri leið í undirbúningi sínum. View this post on Instagram A post shared by Conor McGregor Official (@thenotoriousmma) UFC 303 bardagakvöldið í T-Mobile leikvanginum í Las Vegas, þar sem aðalbardagi kvöldsins er á milli Conor McGregor og Michael Chandler, fer fram aðfaranótt sunnudagsins 30.júní næstkomandi. Bardagakvöldið verður sýnt í beinni útsendingu á Vodafone Sport. MMA Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sárt tap gegn Dönum á HM Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjá meira
Orðrómur þess efnis að McGregor væri mögulega meiddur og að ekkert myndi verða af bardaga hans við Bandaríkjamanninn Michael Chandler spruttu upp þegar að blaðamannafundi kappanna í Dyflinni var aflýst á elleftu stundu. Bardagans er beðið með mikilli eftirvæntingu en hann markar endurkomu McGregor, sem er og hefur verið stærsta nafnið í heimi bardagaíþrótta undanfarinn áratug eða svo, í búrið. McGregor hefur sýnt það í gegnum tíðina að hann er óútreiknanlegur. Þá hefur frægð hans og frami oft á tíðum stigið honum til höfuðs. Því var það ekki óeðlilegt að orðrómar, þess efnis að ekkert yrði af bardaganum, færu á kreik. McGregor er þekktur fyrir að fara sínar eigin leiðir og í þokkabót er hann að snúa aftur í bardagabúrið eftir að hafa fótbrotnað í síðasta bardaga sínum og hefði ekki verið óvenjulegt ef bakslag hefði gert vart um sig í endurkomunni. Írinn gerir hins vegar sitt í því að þagga niður í öllum orðrómi með téðum myndböndum sem hann birti á samfélagsmiðlum. Þau sýna hann meðal annars fara ansi illa með æfingafélaga sinn í búrinu og virðist McGregor vera á réttri leið í undirbúningi sínum. View this post on Instagram A post shared by Conor McGregor Official (@thenotoriousmma) UFC 303 bardagakvöldið í T-Mobile leikvanginum í Las Vegas, þar sem aðalbardagi kvöldsins er á milli Conor McGregor og Michael Chandler, fer fram aðfaranótt sunnudagsins 30.júní næstkomandi. Bardagakvöldið verður sýnt í beinni útsendingu á Vodafone Sport.
MMA Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sárt tap gegn Dönum á HM Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjá meira