Kynna nýtt kerfi veiðistjórnunar Árni Sæberg skrifar 10. júní 2024 17:31 Rjúpan er vinsæl veiðibráð. Vísir/Vilhelm Umhverfisstofnun hefur boðið á opinn rafrænan kynningarfund vegna nýrrar stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir rjúpustofninn. Á fundinum verður fjallað um nýja stjórnunar- og verndaráætlun fyrir rjúpu og nýtt kerfi veiðistjórnunar, sem felur meðal annars í sér svæðisbundna veiðistjórnun, ný stofnlíkön og fleira. Fundurinn hefst klukkan 18. Hér má sjá fundinn og taka þátt í honum. Á meðan á fundinum stendur verður hægt að senda inn spurningar sem verður svarað í lok kynningar. Fyrir svörum sitja fulltrúar Umhverfisstofnunar, Náttúrufræðistofnunar, SKOTVÍS og Fuglaverndar ásamt Dr. Fred A. Johnson, bandarískum sérfræðingi í veiðistjórnun og stofnlíkanagerð. Hluti af menningu þjóðarinnar Í tilkynningu á vef Umhverfisstofnunar segir að stjórnunar- og verndaráætlanir byggi á lögum um vernd, velferð og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Stjórnunar- og verndaráætlunin sé stjórntæki þar sem lögð er fram stefnumótun til næstu ára ásamt aðgerðum til að ná fram markmiðum áætlunarinnar. Rjúpa sé eftirsóttasta veiðibráð á Íslandi en árlega gangi að jafnaði fjögur til fimm þúsund manns til rjúpna. Hún hefur verið nýtt frá landnámi, áður fyrr til sjálfsþurftar og tekjuöflunar en síðar meir til sportveiða. Rjúpnaveiðar séu því hluti af menningu Íslendinga, bæði veiðin sem slík ásamt því að rjúpnasteik sé algeng á borðum Íslendinga um hátíðarnar. Tegundin í hættu Vísbendingar séu um að til lengri tíma litið hafi rjúpnastofn landsins minnkað og tegundin sé á válista Náttúrufræðistofnunar Íslands sem tegund í yfirvofandi hættu. Að stofninum steðji ýmsar ólíkar ógnir, en þær helstu séu loftslagsbreytingar, skógrækt, landbreyting og veiði. Þessar ógnir séu flestar þess eðlis að erfitt er að stýra þeim og fylgjast með áhrifum þeirra án þess að áherslum í vöktun verði breytt eða aukið fjármagn verði sett í slíka vöktun. Veiði sé áhrifaþáttur sem hægt er að stýra og áætlun þessi snúi að veiðistjórnun. „Nauðsynlegt er að standa vörð um sjálfbærni rjúpnanytja og er útgáfa stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir rjúpu því mikilvægur liður í því ferli.“ Rjúpa Skotveiði Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Á fundinum verður fjallað um nýja stjórnunar- og verndaráætlun fyrir rjúpu og nýtt kerfi veiðistjórnunar, sem felur meðal annars í sér svæðisbundna veiðistjórnun, ný stofnlíkön og fleira. Fundurinn hefst klukkan 18. Hér má sjá fundinn og taka þátt í honum. Á meðan á fundinum stendur verður hægt að senda inn spurningar sem verður svarað í lok kynningar. Fyrir svörum sitja fulltrúar Umhverfisstofnunar, Náttúrufræðistofnunar, SKOTVÍS og Fuglaverndar ásamt Dr. Fred A. Johnson, bandarískum sérfræðingi í veiðistjórnun og stofnlíkanagerð. Hluti af menningu þjóðarinnar Í tilkynningu á vef Umhverfisstofnunar segir að stjórnunar- og verndaráætlanir byggi á lögum um vernd, velferð og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Stjórnunar- og verndaráætlunin sé stjórntæki þar sem lögð er fram stefnumótun til næstu ára ásamt aðgerðum til að ná fram markmiðum áætlunarinnar. Rjúpa sé eftirsóttasta veiðibráð á Íslandi en árlega gangi að jafnaði fjögur til fimm þúsund manns til rjúpna. Hún hefur verið nýtt frá landnámi, áður fyrr til sjálfsþurftar og tekjuöflunar en síðar meir til sportveiða. Rjúpnaveiðar séu því hluti af menningu Íslendinga, bæði veiðin sem slík ásamt því að rjúpnasteik sé algeng á borðum Íslendinga um hátíðarnar. Tegundin í hættu Vísbendingar séu um að til lengri tíma litið hafi rjúpnastofn landsins minnkað og tegundin sé á válista Náttúrufræðistofnunar Íslands sem tegund í yfirvofandi hættu. Að stofninum steðji ýmsar ólíkar ógnir, en þær helstu séu loftslagsbreytingar, skógrækt, landbreyting og veiði. Þessar ógnir séu flestar þess eðlis að erfitt er að stýra þeim og fylgjast með áhrifum þeirra án þess að áherslum í vöktun verði breytt eða aukið fjármagn verði sett í slíka vöktun. Veiði sé áhrifaþáttur sem hægt er að stýra og áætlun þessi snúi að veiðistjórnun. „Nauðsynlegt er að standa vörð um sjálfbærni rjúpnanytja og er útgáfa stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir rjúpu því mikilvægur liður í því ferli.“
Rjúpa Skotveiði Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira