Fjárlaganefnd leggur til opnun sendiráðs á Spáni Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 10. júní 2024 19:36 Áætlaður kostnaður vegna opnunar sendiráðs í Madríd nemur 177 milljónum króna á næsta ári en 132 milljónum árin 2026 til 2029. EPA Fjárlaganefnd hefur lagt til opnun sendiráðs Íslands á Spáni í nefndaráliti um tillögu til þingsályktunar um fjármálálaáætlun næstu fimm ár. Hingað til hefur Spánn verið umdæmisland sendiráðsins í París. Í álitinu, sem meiri hluti nefndarinnar birti á föstudag, leggur hann til breytingartillögu af fjórum tilfellum, þar á meðal opnun sendiráðs á Spáni. Aðrar breytingartillögur snúa að lögreglu, dómstólum og samruna Háskóla Íslands og Háskólans á Hólum. Álag á kjörræðismönnum Fram kemur að Spánn hafi rekið sendiskrifstofu á Íslandi frá árinu 2019 en Ísland sé eina ríkið innan NATÓ sem hefur ekki sendiráð í Madríd. Ísland hefur eingöngu verið með kjörræðismenn á Spáni, en sendiherra gagnvart ríkinu setið í París. „Spánn er fjórða fjölmennasta ríki Evrópusambandsins og um 3.500 Íslendingar eiga fasta búsetu á Spáni, en að auki eru mörg þúsund Íslendingar sem dvelja þar tímabundið sem ferðamenn og dvalargestir árið um kring. Mikið álag er á kjörræðismönnum Íslands á Spáni vegna verkefna sem tengjast þessum hópi,“ segir í álitinu. Morgunblaðið fjallaði nýlega um tillögu utanríkisráðuneytisins um opnun sendiráðs á Spáni. Þar segir að tillagan hafi áður verið til umfjöllunar en ekki hlotið brautargengi. Gísli Rafn Ólafsson þingmaður Pírata hefur látið málið sig varða og ræddi málið í Bítinu fyrir skömmu. Þar sagði hann þingmenn Pírata hafa fundið fyrir skýrum vilja til að bæta þá þjónustu við Íslendinga erlendis sem sendiráð veita, og þá sérstaklega frá fólki sem býr á Spáni. Þar sem ekki sé sendiráð sé erfitt að fá þjónustu sem fæst í löndum þar sem sendiráð eru til staðar. Kostar mikið að vera ekki með sendiráð Hann sagði að það sem stöðvi opnun sendiráðs vera vilja ráðuneytisins en fjármagn hafi verið helsta hindrunin. Það kosti að vera með starfsfólk og skrifstofu. „En það gleymist oft að kostnaðurinn við að vera með það ekki er mjög mikill,“ sagði Gísli og vísaði til þess að áttatíu prósent af þeirri þjónustu sem borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins veiti sé vegna fólks á Spáni. Samkvæmt áliti fjárlaganefndar er kostnaðaráætlun vegna opnunar sendiráðs um 132 milljónir króna á ári, fyrir utan fyrsta árið þegar stofnkostnaður bætist við og miðað sé við 177 milljón króna gjöld árið 2025. Meiri hluti fjárlaganefndar leggur til að tillagan verði samþykkt með þeim breytingum sem skýrðar eru í álitinu. Íslenska ríkið er með 17 sendiráð um allan heim og svo fjölda sendiskrifstofa. Flest sendiráðin og sendiskrifstofurnar eru í Evrópu. Sendiráð Íslands Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Utanríkismál Spánn Tengdar fréttir Enn frestast utankjörfundaratkvæðagreiðslan Utanríkisráðuneytið neyðist til að fresta til föstudags boðaðri utankjörfundaratkvæðagreiðslu vegna komandi forsetakosninga sem átti að fara fram á Gran Canaria á Spáni í dag. Það stafar af því að hluti kjörgagna sem send voru með forgangi á staðinn skiluðu sér ekki á áfangastað. 22. maí 2024 10:48 Utanríkisráðuneytið harmar skort á kjörseðlum Utanríkisráðuneytið harmar það að borið hafi á skorti á kjörseðlum vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslu á Spáni fyrir komandi forsetakosningar á Íslandi. Uppnám varð á kjörfundi á eyjunum Tenerife og Gran Canaria í gær þegar ljóst varð að of fáir kjörseðlar hafi verið á kjörstað. 21. maí 2024 17:50 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Sjá meira
Í álitinu, sem meiri hluti nefndarinnar birti á föstudag, leggur hann til breytingartillögu af fjórum tilfellum, þar á meðal opnun sendiráðs á Spáni. Aðrar breytingartillögur snúa að lögreglu, dómstólum og samruna Háskóla Íslands og Háskólans á Hólum. Álag á kjörræðismönnum Fram kemur að Spánn hafi rekið sendiskrifstofu á Íslandi frá árinu 2019 en Ísland sé eina ríkið innan NATÓ sem hefur ekki sendiráð í Madríd. Ísland hefur eingöngu verið með kjörræðismenn á Spáni, en sendiherra gagnvart ríkinu setið í París. „Spánn er fjórða fjölmennasta ríki Evrópusambandsins og um 3.500 Íslendingar eiga fasta búsetu á Spáni, en að auki eru mörg þúsund Íslendingar sem dvelja þar tímabundið sem ferðamenn og dvalargestir árið um kring. Mikið álag er á kjörræðismönnum Íslands á Spáni vegna verkefna sem tengjast þessum hópi,“ segir í álitinu. Morgunblaðið fjallaði nýlega um tillögu utanríkisráðuneytisins um opnun sendiráðs á Spáni. Þar segir að tillagan hafi áður verið til umfjöllunar en ekki hlotið brautargengi. Gísli Rafn Ólafsson þingmaður Pírata hefur látið málið sig varða og ræddi málið í Bítinu fyrir skömmu. Þar sagði hann þingmenn Pírata hafa fundið fyrir skýrum vilja til að bæta þá þjónustu við Íslendinga erlendis sem sendiráð veita, og þá sérstaklega frá fólki sem býr á Spáni. Þar sem ekki sé sendiráð sé erfitt að fá þjónustu sem fæst í löndum þar sem sendiráð eru til staðar. Kostar mikið að vera ekki með sendiráð Hann sagði að það sem stöðvi opnun sendiráðs vera vilja ráðuneytisins en fjármagn hafi verið helsta hindrunin. Það kosti að vera með starfsfólk og skrifstofu. „En það gleymist oft að kostnaðurinn við að vera með það ekki er mjög mikill,“ sagði Gísli og vísaði til þess að áttatíu prósent af þeirri þjónustu sem borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins veiti sé vegna fólks á Spáni. Samkvæmt áliti fjárlaganefndar er kostnaðaráætlun vegna opnunar sendiráðs um 132 milljónir króna á ári, fyrir utan fyrsta árið þegar stofnkostnaður bætist við og miðað sé við 177 milljón króna gjöld árið 2025. Meiri hluti fjárlaganefndar leggur til að tillagan verði samþykkt með þeim breytingum sem skýrðar eru í álitinu. Íslenska ríkið er með 17 sendiráð um allan heim og svo fjölda sendiskrifstofa. Flest sendiráðin og sendiskrifstofurnar eru í Evrópu.
Sendiráð Íslands Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Utanríkismál Spánn Tengdar fréttir Enn frestast utankjörfundaratkvæðagreiðslan Utanríkisráðuneytið neyðist til að fresta til föstudags boðaðri utankjörfundaratkvæðagreiðslu vegna komandi forsetakosninga sem átti að fara fram á Gran Canaria á Spáni í dag. Það stafar af því að hluti kjörgagna sem send voru með forgangi á staðinn skiluðu sér ekki á áfangastað. 22. maí 2024 10:48 Utanríkisráðuneytið harmar skort á kjörseðlum Utanríkisráðuneytið harmar það að borið hafi á skorti á kjörseðlum vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslu á Spáni fyrir komandi forsetakosningar á Íslandi. Uppnám varð á kjörfundi á eyjunum Tenerife og Gran Canaria í gær þegar ljóst varð að of fáir kjörseðlar hafi verið á kjörstað. 21. maí 2024 17:50 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Sjá meira
Enn frestast utankjörfundaratkvæðagreiðslan Utanríkisráðuneytið neyðist til að fresta til föstudags boðaðri utankjörfundaratkvæðagreiðslu vegna komandi forsetakosninga sem átti að fara fram á Gran Canaria á Spáni í dag. Það stafar af því að hluti kjörgagna sem send voru með forgangi á staðinn skiluðu sér ekki á áfangastað. 22. maí 2024 10:48
Utanríkisráðuneytið harmar skort á kjörseðlum Utanríkisráðuneytið harmar það að borið hafi á skorti á kjörseðlum vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslu á Spáni fyrir komandi forsetakosningar á Íslandi. Uppnám varð á kjörfundi á eyjunum Tenerife og Gran Canaria í gær þegar ljóst varð að of fáir kjörseðlar hafi verið á kjörstað. 21. maí 2024 17:50