EM 2024 fer fram í Þýskalandi og verður fjórða stórmótið undir stjórn Southgate. Á HM 2018 tapaði England í undanúrslitum og svo leiknum um bronsið gegn Belgíu. Á EM 2020, sem fram fór ári síðar vegna kórónuveirufaraldsins, fór liðið alla leið í úrslit en tapaði gegn Ítalíu og á HM í Katar 2022 féll England úr leik í 8-liða úrslitum.
Í viðtali við þýska fjölmiðilinn Bild í aðdraganda mótsins sem hefst á föstudaginn þá sagði Southgate: „Ef við vinnum ekki þá mun ég líklega ekki vera hér lengur. Þetta gæti verið minn síðasti séns.“
„Ég hugsa að helmingur landsliðsþjálfara hætti að loknu stórmóti, þannig virkar landsliðsfótbolti. Ég hef verið hér í næstum átta ár og við höfum komist mjög nálægt því að vinna. Ég veit vel að ég get haldið áfram að biðja fólk um að gera örlítið meira því á endanum hættir það að hafa trú,“ sagði Southgate einnig.
„Ef við viljum vera topplið, og ég að vera toppþjálfari, þá þurfum við að standa okkur á stóru augnablikunum,“ sagði Southgate að endingu en til þessa hefur liðið alltaf brugðist á ögurstundu.