Segja ákvörðun Bjarkeyjar í berhöggi við stjórnarskrá Tómas Arnar Þorláksson skrifar 11. júní 2024 12:43 Bjarkey Olsen ræddi ákvörðun sína við fréttamenn eftir fund. Vísir/Sigurjón Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) telja leyfið sem Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra veitti fyrr í dag til veiða á langreyðum sé í raun aðeins gefið út til málamynda. Matvælaráðherra leggi á ólögmætan hátt stein í götu sjálfbærra veiða á langreyðum með ákvörðuninni í berhöggi við stjórnarskrárvarin atvinnuréttindi Hvals hf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SFS sem var send út í dag í kjölfar ákvörðunar Bjarkeyjar að veita Hval hf. leyfi til veiða á samtals 128 langreyðum. Í tilkynningu frá Matvælaráðuneytinu kemur fram að ákvörðunin um veiðimagn sé innan marka ráðgjafar Hafrannsóknastofnunar (Hafró). Segja Bjarkeyju hafa farið gegn ráðgjöf Hafró „Leyfið sem nú er veitt er aðeins til eins árs, í berhögg við beiðni Hvals um útgáfu veiðileyfis til lengri tíma og stjórnarskrárvarin atvinnuréttindi hlutaðeigandi fyrirtækis,“ segir í tilkynningunni en jafnframt er tekið fram að að mati SFS hafi Bjarkey farið gegn ráðgjöf Hafró og dregið úr þeim fjölda langreyða sem stofnunin ráðleggur veiðar á. SFS segir Bjarkeyju með þessu lýsa yfir vantrausti gegn sérfræðingum Hafró og stofnuninni allri. „Hafa ber í huga að í málinu lágu fyrir jákvæðar umsagnir Hafrannsóknastofnunar, Fiskistofu og Matvælastofnunar um útgáfu leyfis til veiða á langreyðum í samræmi við beiðni Hvals þar um. Sú staðreynd gerir ákvörðun ráðherra því enn ámælisverðari,“ segir í tilkynningunni. Stjórnvöld taki of mikið mark á tilfinningum SFS ítrekar að ákvörðun Bjarkeyjar sé til marks um að deilan um veiðar á langreyðum sé hætt að snúast um hvað sé forsvaranlegt út frá sjálfbærri nýtingu og snúist nú hvað fólki finnist. Samtökin árétta jafnframt að ekki megi taka of mikið tillit til tilfinninga í máli sem þessu og að stjórnvöld verði að horfa til vísindalegra forsenda og lagalegra krafna þegar það kemur að ákvörðunum um nýtingu auðlinda. „Þá sendir ráðherra heldur kaldar kveðjur til allra þeirra sem hafa starfað af heilindum og elju við veiðar á langreyðum og vinnslu hvalkjöts um árabil í samræmi við lög og reglur og höfðu réttmætar væntingar til þess að halda því áfram.“ Hvalir Hvalveiðar Stjórnarskrá Sjávarútvegur Tengdar fréttir Bjarkey veitir Hval leyfi til að veiða 128 langreyðar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hefur veitt Hval hf. veiðileyfi til veiða á langreyðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælaráðuneytinu. 11. júní 2024 11:35 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá SFS sem var send út í dag í kjölfar ákvörðunar Bjarkeyjar að veita Hval hf. leyfi til veiða á samtals 128 langreyðum. Í tilkynningu frá Matvælaráðuneytinu kemur fram að ákvörðunin um veiðimagn sé innan marka ráðgjafar Hafrannsóknastofnunar (Hafró). Segja Bjarkeyju hafa farið gegn ráðgjöf Hafró „Leyfið sem nú er veitt er aðeins til eins árs, í berhögg við beiðni Hvals um útgáfu veiðileyfis til lengri tíma og stjórnarskrárvarin atvinnuréttindi hlutaðeigandi fyrirtækis,“ segir í tilkynningunni en jafnframt er tekið fram að að mati SFS hafi Bjarkey farið gegn ráðgjöf Hafró og dregið úr þeim fjölda langreyða sem stofnunin ráðleggur veiðar á. SFS segir Bjarkeyju með þessu lýsa yfir vantrausti gegn sérfræðingum Hafró og stofnuninni allri. „Hafa ber í huga að í málinu lágu fyrir jákvæðar umsagnir Hafrannsóknastofnunar, Fiskistofu og Matvælastofnunar um útgáfu leyfis til veiða á langreyðum í samræmi við beiðni Hvals þar um. Sú staðreynd gerir ákvörðun ráðherra því enn ámælisverðari,“ segir í tilkynningunni. Stjórnvöld taki of mikið mark á tilfinningum SFS ítrekar að ákvörðun Bjarkeyjar sé til marks um að deilan um veiðar á langreyðum sé hætt að snúast um hvað sé forsvaranlegt út frá sjálfbærri nýtingu og snúist nú hvað fólki finnist. Samtökin árétta jafnframt að ekki megi taka of mikið tillit til tilfinninga í máli sem þessu og að stjórnvöld verði að horfa til vísindalegra forsenda og lagalegra krafna þegar það kemur að ákvörðunum um nýtingu auðlinda. „Þá sendir ráðherra heldur kaldar kveðjur til allra þeirra sem hafa starfað af heilindum og elju við veiðar á langreyðum og vinnslu hvalkjöts um árabil í samræmi við lög og reglur og höfðu réttmætar væntingar til þess að halda því áfram.“
Hvalir Hvalveiðar Stjórnarskrá Sjávarútvegur Tengdar fréttir Bjarkey veitir Hval leyfi til að veiða 128 langreyðar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hefur veitt Hval hf. veiðileyfi til veiða á langreyðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælaráðuneytinu. 11. júní 2024 11:35 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Bjarkey veitir Hval leyfi til að veiða 128 langreyðar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hefur veitt Hval hf. veiðileyfi til veiða á langreyðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælaráðuneytinu. 11. júní 2024 11:35