Húmor í kennslu: Við hlustum, skiljum og munum betur Sveinn Waage skrifar 11. júní 2024 16:31 Nýlega birtist svört skýrsla um alvarlega stöðu drengja í menntakerfinu, sem vakið hefur verðskuldaða athygli. Í tillögum um úrbætur er m.a. talað um að námsefni þurfi að vekja meiri áhuga. Vera fjölbreyttara og skemmtilegra. Í fyrirlestrinum Húmor Virkar sem var unninn upp úr samnefndu námskeiði í Opna Háskólanum í HR, er farið yfir margvíslega virkni húmors sem er studd af viðamiklum rannsóknum. Ein lykilástæða fyrir því að húmor er enn meira greindur í dag eru niðurstöður sem sýna virkni í atvinnulífinu og stjórnun. Sýna að húmor eykur skilvirkni og árangur. Og nei, þetta eru ekki einhverjar pælingar til gamans, heldur akademísk nálgun og rannsóknir sem fara m.a. fram í Stanford háskóla og Harvard. Líklega kannast fleiri við tengingar húmors og heilsu. Margir muna efir bíómyndinni „Patch Adams“ með Robin Williams sem fjallaði um téðan lækni og frumkvöðul sem rannsakaði áhrif húmors á bata langveikra barna. Við þekkjum líka gamla góða máltækið „Hláturinn lengir lífið“ sem ekki aðeins var svo satt þegar amma og afi sögðu það, heldur vísindalega sannreynt í dag. Önnur ólík virkni eins aukin athygli og vörn/skjöldur í erfiðum aðstæðum er eitthvað áheyrendur húmor Virkar tengja flestir við en ekki síður tengja þau við það sem eftirfarandi orð eiga að fjalla um; virkni húmors í kennslu og fræðslu. Á Heilsuþingi Heilbrigðisráðuneytisins á Hilton 2022 var flutt stutt útgáfa af fyrrgreindum fyrirlestri. Þema þingsins þetta árið var „Heilsulæsi“ - góðfúslega túlkað; hvernig fáum við fólk til að lesa, skilja og muna skilaboð um heilsu. Stutta svarið er; með húmor. Á sama hátt er húmor líka svarið við kröfu um fjölbreyttara og skemmtilegra námsefni. Því húmor er ekki bara skemmtilegur, heldur virkar hann til að ná betri tökum á náminu. Já virkar í alvöru talað. Ef við hugsum til baka erum við ekki flest öll að muna hvernig sumir kennarar náðu til okkar og aðrir ekki? Hvernig við náðum oftar en ekki að meðtaka námsefnið eftir því hvernig okkur leið í tímum? Munum við ekki hvernig var auðveldara var að læra það sem okkur leiddist ekki? Og svo loks hvernig skemmtilegra nám svo skilaði sér í árangri og betri einkunnum? Ef það var gaman, gekk betur. Nánast undantekningalaust. Í dag getum við, ekki aðeins með því að rifja upp okkar reynslu, heldur með niðurstöðum rannsókna og betri þekkingu fullyrt hvað gerist þegar húmor er til staðar í fræðslu og kennslu. Við HLUSTUM betur, við SKILJUM betur, við MUNUM betur og HVETUR okkur til að vilja vita meira. Þetta er ekkert smáræði þegar kemur að því að læra. Þetta er í rauninni allt sem skiptir máli. Við hljótum að vilja skoða þetta betur því húmor virkar sannarlega þegar kemur að fræðslu og kennslu. Já, húmor hirkar í fúlustu alvöru. Höfundur er markaðsstjóri og fyrirlesari sem hefur grandskoðað magnaða virkni húmors með námskeiðahaldi og fyrirlestrum undanfarin ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega birtist svört skýrsla um alvarlega stöðu drengja í menntakerfinu, sem vakið hefur verðskuldaða athygli. Í tillögum um úrbætur er m.a. talað um að námsefni þurfi að vekja meiri áhuga. Vera fjölbreyttara og skemmtilegra. Í fyrirlestrinum Húmor Virkar sem var unninn upp úr samnefndu námskeiði í Opna Háskólanum í HR, er farið yfir margvíslega virkni húmors sem er studd af viðamiklum rannsóknum. Ein lykilástæða fyrir því að húmor er enn meira greindur í dag eru niðurstöður sem sýna virkni í atvinnulífinu og stjórnun. Sýna að húmor eykur skilvirkni og árangur. Og nei, þetta eru ekki einhverjar pælingar til gamans, heldur akademísk nálgun og rannsóknir sem fara m.a. fram í Stanford háskóla og Harvard. Líklega kannast fleiri við tengingar húmors og heilsu. Margir muna efir bíómyndinni „Patch Adams“ með Robin Williams sem fjallaði um téðan lækni og frumkvöðul sem rannsakaði áhrif húmors á bata langveikra barna. Við þekkjum líka gamla góða máltækið „Hláturinn lengir lífið“ sem ekki aðeins var svo satt þegar amma og afi sögðu það, heldur vísindalega sannreynt í dag. Önnur ólík virkni eins aukin athygli og vörn/skjöldur í erfiðum aðstæðum er eitthvað áheyrendur húmor Virkar tengja flestir við en ekki síður tengja þau við það sem eftirfarandi orð eiga að fjalla um; virkni húmors í kennslu og fræðslu. Á Heilsuþingi Heilbrigðisráðuneytisins á Hilton 2022 var flutt stutt útgáfa af fyrrgreindum fyrirlestri. Þema þingsins þetta árið var „Heilsulæsi“ - góðfúslega túlkað; hvernig fáum við fólk til að lesa, skilja og muna skilaboð um heilsu. Stutta svarið er; með húmor. Á sama hátt er húmor líka svarið við kröfu um fjölbreyttara og skemmtilegra námsefni. Því húmor er ekki bara skemmtilegur, heldur virkar hann til að ná betri tökum á náminu. Já virkar í alvöru talað. Ef við hugsum til baka erum við ekki flest öll að muna hvernig sumir kennarar náðu til okkar og aðrir ekki? Hvernig við náðum oftar en ekki að meðtaka námsefnið eftir því hvernig okkur leið í tímum? Munum við ekki hvernig var auðveldara var að læra það sem okkur leiddist ekki? Og svo loks hvernig skemmtilegra nám svo skilaði sér í árangri og betri einkunnum? Ef það var gaman, gekk betur. Nánast undantekningalaust. Í dag getum við, ekki aðeins með því að rifja upp okkar reynslu, heldur með niðurstöðum rannsókna og betri þekkingu fullyrt hvað gerist þegar húmor er til staðar í fræðslu og kennslu. Við HLUSTUM betur, við SKILJUM betur, við MUNUM betur og HVETUR okkur til að vilja vita meira. Þetta er ekkert smáræði þegar kemur að því að læra. Þetta er í rauninni allt sem skiptir máli. Við hljótum að vilja skoða þetta betur því húmor virkar sannarlega þegar kemur að fræðslu og kennslu. Já, húmor hirkar í fúlustu alvöru. Höfundur er markaðsstjóri og fyrirlesari sem hefur grandskoðað magnaða virkni húmors með námskeiðahaldi og fyrirlestrum undanfarin ár.
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun