Framkoman eftir flogið niðurlægjandi og meiðandi Lovísa Arnardóttir skrifar 12. júní 2024 11:17 Unnur Hrefna segir fatlað fólk of oft mæta hindrunum félagslega. Mynd/Ruth Ásgeirs Unnur Hrefna Jóhannsdóttir er ósátt við viðbrögð starfsfólks á veitingastað í Smáralind þar sem hún fékk flog í gærkvöldi. Unnur Hrefna segist hafa sótt staðinn reglulega um árabil og hafa fengið þar flog tvisvar áður. Aldrei hafi viðbrögðin verið eins og í gærkvöldi. „En í kvöld, þegar ég fékk flog inn á staðnum, var framkoman bæði niðurlægjandi og meiðandi. Þegar afgreiðslukonan sá að ég væri í flogi sagði hún að þetta hefði gerst áður inn á staðnum og gaf í skyn að þetta væri mikið vesen. Ég þyrfti að hafa manneskju með mér,“ segir Unnur en í för með henni var einmitt aðstoðarkonan hennar. Miskunnsömum Samverjum sagt að þetta kæmi þeim ekki við Unnur Hrefna útskýrir að hver flogaveikur einstaklingur upplifir sín flog með ólíkum hætti. Hún til dæmis verður alveg máttlaus, fær krampa og lokar augunum en heyrir allt sem gerist í kringum hana. „Það voru fáir inn á staðnum. Auk mín og aðstoðarkonunnar minnar sat eitt par steinsnar frá okkur. Þegar ég er komin í gólfið stendur parið á fætur og býðst til að hjálpa okkur,“ segir Unnur Hrefna og að þetta séu viðbrögð sem hún upplifi reglulega frá fólki þegar hún fær flog. Afgreiðslukonan hafi aftur á móti beðið parið að halda áfram að borða og sagt við þau að „þetta væri ekki þeirra vandamál.” Unnur segir að hún hafi svo boðist til að hringja á öryggisverði en aðstoðarkonan hennar hafi afþakkað það vegna þess að frekari aðstoð væri á leiðinni. „Þegar parið var að ferðbúast kom það til okkar og bauð aftur fram hjálp sína. Fyrir svona framkomu samborgara minna er ég og verð alltaf þakklát,“ segir Unnur Hrefna. Niðurlægjandi ummæli látin falla Eftir að parið fór hafi afgreiðslukonan haldið áfram að æsa sig. Hafi hrópað að þetta væri ekki boðlegt og spurt hvort hún ætti að þurfa að loka staðnum þegar þetta gerðist. „Einu sinni var fullur veitingastaður og það fór allt úr skorðum. Fólk vill ekki koma inn þegar svona er,“ segir Unnur Hrefna að hún hafi sagt við aðstoðarkonu hennar. „Nú var farið að síga verulega í mig. Mér fannst ég niðurlægð og ummælin sem um mig og „hegðun mína“ voru látin falla meiðandi. Er fólk með fötlun ekki velkomið eða er fólk dregið í dilka eftir því hvers konar fötlun það er?“ spyr Unnur Hrefna. Hún segir að á þessum tímapunkti hafi hún ekki verið búin að fá málið aftur eftir flogið og hafi ekki getað látið óánægju sína í ljós eða svarað fyrir sig. „En ég skal því fúslega viðurkenna að þegar maturinn sem ég hafði varla snert á, þessi fíni pastaréttur, var komin í pappakassa, dró ég hann til mín og kastaði frá mér af öllum þeim kröftum sem ég hafði þá. Þegar ég opnaði augun sá ég að mér hafði tekist að sletta einhverju af pastanu upp á vegg,“ segir Unnur Hrefna. Meinaður aðgangur að Kínahofinu Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Unnur lendir í veseni vegna flogaveiki sinnar á veitingstað. Árið 2019 var henni meinaður aðgangur að Kínahofinu eftir að hún hafði fengið þar flog. „Það er alltaf þessi sami aðlögunarvandi í samfélaginu. Fólk með fötlun mætir meira mótlæti en það ætti að þurfa að gera félagslega. Maður vill vekja athygli á þessu, ekki bara fyrir mann persónulega, heldur fyrir alla stéttina eins og ég kallað fatlað fólk. Þetta skiptir miklu máli.“ Fréttastofa hafði samband við umræddan veitingastað en forsvarsmaður hans vildi ekkert tjá sig um málið. Málefni fatlaðs fólks Veitingastaðir Smáralind Kópavogur Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Sjá meira
„En í kvöld, þegar ég fékk flog inn á staðnum, var framkoman bæði niðurlægjandi og meiðandi. Þegar afgreiðslukonan sá að ég væri í flogi sagði hún að þetta hefði gerst áður inn á staðnum og gaf í skyn að þetta væri mikið vesen. Ég þyrfti að hafa manneskju með mér,“ segir Unnur en í för með henni var einmitt aðstoðarkonan hennar. Miskunnsömum Samverjum sagt að þetta kæmi þeim ekki við Unnur Hrefna útskýrir að hver flogaveikur einstaklingur upplifir sín flog með ólíkum hætti. Hún til dæmis verður alveg máttlaus, fær krampa og lokar augunum en heyrir allt sem gerist í kringum hana. „Það voru fáir inn á staðnum. Auk mín og aðstoðarkonunnar minnar sat eitt par steinsnar frá okkur. Þegar ég er komin í gólfið stendur parið á fætur og býðst til að hjálpa okkur,“ segir Unnur Hrefna og að þetta séu viðbrögð sem hún upplifi reglulega frá fólki þegar hún fær flog. Afgreiðslukonan hafi aftur á móti beðið parið að halda áfram að borða og sagt við þau að „þetta væri ekki þeirra vandamál.” Unnur segir að hún hafi svo boðist til að hringja á öryggisverði en aðstoðarkonan hennar hafi afþakkað það vegna þess að frekari aðstoð væri á leiðinni. „Þegar parið var að ferðbúast kom það til okkar og bauð aftur fram hjálp sína. Fyrir svona framkomu samborgara minna er ég og verð alltaf þakklát,“ segir Unnur Hrefna. Niðurlægjandi ummæli látin falla Eftir að parið fór hafi afgreiðslukonan haldið áfram að æsa sig. Hafi hrópað að þetta væri ekki boðlegt og spurt hvort hún ætti að þurfa að loka staðnum þegar þetta gerðist. „Einu sinni var fullur veitingastaður og það fór allt úr skorðum. Fólk vill ekki koma inn þegar svona er,“ segir Unnur Hrefna að hún hafi sagt við aðstoðarkonu hennar. „Nú var farið að síga verulega í mig. Mér fannst ég niðurlægð og ummælin sem um mig og „hegðun mína“ voru látin falla meiðandi. Er fólk með fötlun ekki velkomið eða er fólk dregið í dilka eftir því hvers konar fötlun það er?“ spyr Unnur Hrefna. Hún segir að á þessum tímapunkti hafi hún ekki verið búin að fá málið aftur eftir flogið og hafi ekki getað látið óánægju sína í ljós eða svarað fyrir sig. „En ég skal því fúslega viðurkenna að þegar maturinn sem ég hafði varla snert á, þessi fíni pastaréttur, var komin í pappakassa, dró ég hann til mín og kastaði frá mér af öllum þeim kröftum sem ég hafði þá. Þegar ég opnaði augun sá ég að mér hafði tekist að sletta einhverju af pastanu upp á vegg,“ segir Unnur Hrefna. Meinaður aðgangur að Kínahofinu Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Unnur lendir í veseni vegna flogaveiki sinnar á veitingstað. Árið 2019 var henni meinaður aðgangur að Kínahofinu eftir að hún hafði fengið þar flog. „Það er alltaf þessi sami aðlögunarvandi í samfélaginu. Fólk með fötlun mætir meira mótlæti en það ætti að þurfa að gera félagslega. Maður vill vekja athygli á þessu, ekki bara fyrir mann persónulega, heldur fyrir alla stéttina eins og ég kallað fatlað fólk. Þetta skiptir miklu máli.“ Fréttastofa hafði samband við umræddan veitingastað en forsvarsmaður hans vildi ekkert tjá sig um málið.
Málefni fatlaðs fólks Veitingastaðir Smáralind Kópavogur Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent