Sér ekki fyrir sér hvalveiðar í sumar Jón Þór Stefánsson skrifar 12. júní 2024 06:28 Kristján Loftsson er framkvæmdastjóri og stærsti eigandi Hvals hf. Vísir/Vilhelm Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri og stærsti eigandi Hvals hf. segist ekki búast við því að geta veitt hval í sumar þrátt fyrir leyfi sem Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra gaf út í gær. „Ég sé ekki fyrir mér að orðið geti af hvalveiðum í sumar, enda er tíminn á milli vertíða notaður til undirbúnings veiða næsta árs. Flest fólk skilur þetta, en ekki þessir ráðherrar Vinstri grænna,“ segir Kristján í samtali við Morgunblaðið. Fréttastofa reyndi að ná í Kristján í gær en án árangurs. Í gær var tilkynnt að matvælaráðherra hefði veitt leyfi til veiða á langreyðum á þessu ári. Leyfilegt veiðimagn er 99 dýr á svæðinu Grænland/Vestur-Ísland og 29 dýr á svæðinu Austur-Ísland/Færeyjar eða samtals 128 dýr. Kristján segir að fyrir hvalveiðar þurfi að ráða vant fólk til vinnu og útvega alls kyns rekstrarvörur „Ef fyrirsjáanleikinn er ekki til staðar er þetta vonlaust.“ „Þetta leyfi er gefið út í 204 daga. Ef ráðherrann vill drepa atvinnurekstur er þetta leiðin til þess. Fyrirsjáanleikinn er enginn og að halda að það sé hægt að setja í gang svona rekstur með engum fyrirvara er með ólíkindum.“ Kristján vill meina að það hafi verið áætlun Vinstri grænna að gera hvalveiðimönnum erfitt fyrir. „Það er augljóst að þarna hefur fólk verið að leika sér, það þykist hafa legið undir einhverjum feldi og er nú allt í einu komið undan honum. Þetta er fyrirframskrifað plan hjá þessu fólki, Bjarkeyju, Katrínu Jakobsdóttur og Svandísi Svavarsdóttur,“ segir hann. „Þær hafa allar komið að málinu síðan umsóknin var send inn. Þetta hefur verið lögleg atvinnustarfsemi allan tímann, allt frá árinu 1948.“ Hvalveiðar Hvalir Sjávarútvegur Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
„Ég sé ekki fyrir mér að orðið geti af hvalveiðum í sumar, enda er tíminn á milli vertíða notaður til undirbúnings veiða næsta árs. Flest fólk skilur þetta, en ekki þessir ráðherrar Vinstri grænna,“ segir Kristján í samtali við Morgunblaðið. Fréttastofa reyndi að ná í Kristján í gær en án árangurs. Í gær var tilkynnt að matvælaráðherra hefði veitt leyfi til veiða á langreyðum á þessu ári. Leyfilegt veiðimagn er 99 dýr á svæðinu Grænland/Vestur-Ísland og 29 dýr á svæðinu Austur-Ísland/Færeyjar eða samtals 128 dýr. Kristján segir að fyrir hvalveiðar þurfi að ráða vant fólk til vinnu og útvega alls kyns rekstrarvörur „Ef fyrirsjáanleikinn er ekki til staðar er þetta vonlaust.“ „Þetta leyfi er gefið út í 204 daga. Ef ráðherrann vill drepa atvinnurekstur er þetta leiðin til þess. Fyrirsjáanleikinn er enginn og að halda að það sé hægt að setja í gang svona rekstur með engum fyrirvara er með ólíkindum.“ Kristján vill meina að það hafi verið áætlun Vinstri grænna að gera hvalveiðimönnum erfitt fyrir. „Það er augljóst að þarna hefur fólk verið að leika sér, það þykist hafa legið undir einhverjum feldi og er nú allt í einu komið undan honum. Þetta er fyrirframskrifað plan hjá þessu fólki, Bjarkeyju, Katrínu Jakobsdóttur og Svandísi Svavarsdóttur,“ segir hann. „Þær hafa allar komið að málinu síðan umsóknin var send inn. Þetta hefur verið lögleg atvinnustarfsemi allan tímann, allt frá árinu 1948.“
Hvalveiðar Hvalir Sjávarútvegur Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira