Ólga meðal íbúa vegna fyrirhugaðra framkvæmda Tómas Arnar Þorláksson skrifar 12. júní 2024 12:12 Horft yfir Vellina í Hafnarfirði. Verkefni Carbfix mun fara fram sunnan við álverið í Straumsvík sem sést í bakgrunni ljósmyndarinnar. Vísir/Vilhelm Ólga er meðal íbúa í Hafnarfirði vegna samkomulags Coda terminal, dótturfélags Carbfix, og bæjarstjórnar um að koma upp borteigum í hrauninu steinsnar frá Völlunum í Hafnarfirði. Fyrirhugaðir borteigar munu vera tíu talsins en þeir verða nýttir til að dæla koldíoxíð ofan í bergið. Mótmælahópur var stofnaður á Facebook fyrir þremur dögum til að sporna gegn þessum fyrirhuguðu framkvæmdum en hópurinn telur nú um þúsund manns. „Við förum fram á að fyrirhugaðir borteigar fái aðra staðsetningu fjær mannabústöðum. Við teljum að fyrirhugaðir borteigar og niðurdæling koldíoxið í setlög, hafi ekki fengið nægilega mikla reynslu til að það sé ásættanlegt að bora 300- 700 metra undir mannabústaði,“ segir inn á mótmælahópnum. Mótmæla ekki verkefninu sem slíku Þó nokkrir íbúar virðast vera á móti verkefninu en einn þeirra er Ragnar Þór Reynisson, stofnandi mótmælahópsins. „Maður setur spurningarmerki við þetta. Það á að dæla niður í þúsund metra dýpi við hverfið. Skoða þarf hvort það séu einhverjir neikvæðir þættir eins og jarðskjálftar og áhrif á grunnvatnið,“ segir hann og bætir við að hann og nokkrir íbúar í Hafnarfirði hafi tekið sig saman og stofnað mótmælahópinn þegar ljóst þótti að framkvæmdirnar yrðu að veruleika. „Við vorum nokkur þarna í hverfinu sem vildum staldra við. Því þetta er á þessari stærðargráðu. Þetta er mikið og tæknilegt og flókið verkefni. Við erum kannski ekki að mótmæla aðferðinni sem slíkri en að vera svona nálægt byggð.“ Hafa áhyggjur af jarðskjálftum á svæðinu Ítrekað er á mótmælahópnum að ekki sé mótmælt verkefninu í sjálfur sér heldur að það fari fram í grennd við íbúðahverfi í Hafnarfirði. Meðlimir hópsins kalla eftir frekari rannsóknum og telja að það þurfi frekari reynslu til að vita hvernig áhrif jarðskjálftavirkni á svæðinu muni hafa á verkefnið. Einn meðlimur hópsins krefst þess að það verði skilyrði fyrir verkefninu að ef skjálfti finnst við niðurdælingu að þá verði niðurdæling stoppuð í viku. Tankskip muni flytja koldíoxíð til landsins Ragnar og meðlimir hópsins gagnrýna jafnframt að stækka þurfi höfnina við Straumsvík vegna verkefnisins en það er nauðsynlegt til að taka á móti stærri tankskipum sem munu flytja koldíoxíð til landsins. Reiknað er með að stækkunin muni kosta á bilinu níu til fimmtán milljarða króna. Í hópnum er tekið fram að ljóst þyki að kostnaður við hafnarframkvæmdirnar muni leggjast á íbúa í bænum enda er stækkunin fjármögnuð af Hafnarfjarðabæ. „Hvað á síðan að gera við höfnina eftir 30 ár þegar Coda terminal lokar á þessu svæði,“ segir Ragnar. Ætla ekki að berja í potta Ragnar kallar eftir því að kosið verði um framkvæmdina meðal íbúa í Hafnarfirði og segir að skammur tími sé til stefnu því að Carbfix stefnir á að tryggja sér starfsleyfi fyrir lok ársins. „Við erum ekkert að standa upp og berja í potta. Við hefðum viljað fá að vera meiri þátttakendur í umræðunni því þetta er af þeirri stærðargráðu,“ segir hann. Hafnarfjörður Coda Terminal í Hafnarfirði Tengdar fréttir Carbfix vinnur að byltingarkenndri lausn í kolefnisbindingu Carbfix mun á næstunni hefja tilraunir með að nota sjó til að steinrenna koltvísýringi í berglögum neðanjarðar. Mikil tækifæri felast í tilraunum Carbfix fyrir lönd og landsvæði sem hafa takmarkað aðgengi að ferskvatni en eru nálægt sjó. 12. ágúst 2022 11:44 Skila öllu vatni sem þarf í kolefnisförgun aftur í jörðina Vatni sem dælt verður upp úr ferskvatnsstraumi neðanjarðar við Straumsvík fyrir kolefnisförgunarstöð Carbfix verður öllu skilað aftur ofan í jörðina og hefur ekki áhrif á vatnsból. Opinberar stofnanir segja að rannsaka verði vel umhverfisáhrif gríðarlegrar vatnsnotkunar stöðvarinnar. 22. febrúar 2023 11:02 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Fyrirhugaðir borteigar munu vera tíu talsins en þeir verða nýttir til að dæla koldíoxíð ofan í bergið. Mótmælahópur var stofnaður á Facebook fyrir þremur dögum til að sporna gegn þessum fyrirhuguðu framkvæmdum en hópurinn telur nú um þúsund manns. „Við förum fram á að fyrirhugaðir borteigar fái aðra staðsetningu fjær mannabústöðum. Við teljum að fyrirhugaðir borteigar og niðurdæling koldíoxið í setlög, hafi ekki fengið nægilega mikla reynslu til að það sé ásættanlegt að bora 300- 700 metra undir mannabústaði,“ segir inn á mótmælahópnum. Mótmæla ekki verkefninu sem slíku Þó nokkrir íbúar virðast vera á móti verkefninu en einn þeirra er Ragnar Þór Reynisson, stofnandi mótmælahópsins. „Maður setur spurningarmerki við þetta. Það á að dæla niður í þúsund metra dýpi við hverfið. Skoða þarf hvort það séu einhverjir neikvæðir þættir eins og jarðskjálftar og áhrif á grunnvatnið,“ segir hann og bætir við að hann og nokkrir íbúar í Hafnarfirði hafi tekið sig saman og stofnað mótmælahópinn þegar ljóst þótti að framkvæmdirnar yrðu að veruleika. „Við vorum nokkur þarna í hverfinu sem vildum staldra við. Því þetta er á þessari stærðargráðu. Þetta er mikið og tæknilegt og flókið verkefni. Við erum kannski ekki að mótmæla aðferðinni sem slíkri en að vera svona nálægt byggð.“ Hafa áhyggjur af jarðskjálftum á svæðinu Ítrekað er á mótmælahópnum að ekki sé mótmælt verkefninu í sjálfur sér heldur að það fari fram í grennd við íbúðahverfi í Hafnarfirði. Meðlimir hópsins kalla eftir frekari rannsóknum og telja að það þurfi frekari reynslu til að vita hvernig áhrif jarðskjálftavirkni á svæðinu muni hafa á verkefnið. Einn meðlimur hópsins krefst þess að það verði skilyrði fyrir verkefninu að ef skjálfti finnst við niðurdælingu að þá verði niðurdæling stoppuð í viku. Tankskip muni flytja koldíoxíð til landsins Ragnar og meðlimir hópsins gagnrýna jafnframt að stækka þurfi höfnina við Straumsvík vegna verkefnisins en það er nauðsynlegt til að taka á móti stærri tankskipum sem munu flytja koldíoxíð til landsins. Reiknað er með að stækkunin muni kosta á bilinu níu til fimmtán milljarða króna. Í hópnum er tekið fram að ljóst þyki að kostnaður við hafnarframkvæmdirnar muni leggjast á íbúa í bænum enda er stækkunin fjármögnuð af Hafnarfjarðabæ. „Hvað á síðan að gera við höfnina eftir 30 ár þegar Coda terminal lokar á þessu svæði,“ segir Ragnar. Ætla ekki að berja í potta Ragnar kallar eftir því að kosið verði um framkvæmdina meðal íbúa í Hafnarfirði og segir að skammur tími sé til stefnu því að Carbfix stefnir á að tryggja sér starfsleyfi fyrir lok ársins. „Við erum ekkert að standa upp og berja í potta. Við hefðum viljað fá að vera meiri þátttakendur í umræðunni því þetta er af þeirri stærðargráðu,“ segir hann.
Hafnarfjörður Coda Terminal í Hafnarfirði Tengdar fréttir Carbfix vinnur að byltingarkenndri lausn í kolefnisbindingu Carbfix mun á næstunni hefja tilraunir með að nota sjó til að steinrenna koltvísýringi í berglögum neðanjarðar. Mikil tækifæri felast í tilraunum Carbfix fyrir lönd og landsvæði sem hafa takmarkað aðgengi að ferskvatni en eru nálægt sjó. 12. ágúst 2022 11:44 Skila öllu vatni sem þarf í kolefnisförgun aftur í jörðina Vatni sem dælt verður upp úr ferskvatnsstraumi neðanjarðar við Straumsvík fyrir kolefnisförgunarstöð Carbfix verður öllu skilað aftur ofan í jörðina og hefur ekki áhrif á vatnsból. Opinberar stofnanir segja að rannsaka verði vel umhverfisáhrif gríðarlegrar vatnsnotkunar stöðvarinnar. 22. febrúar 2023 11:02 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Carbfix vinnur að byltingarkenndri lausn í kolefnisbindingu Carbfix mun á næstunni hefja tilraunir með að nota sjó til að steinrenna koltvísýringi í berglögum neðanjarðar. Mikil tækifæri felast í tilraunum Carbfix fyrir lönd og landsvæði sem hafa takmarkað aðgengi að ferskvatni en eru nálægt sjó. 12. ágúst 2022 11:44
Skila öllu vatni sem þarf í kolefnisförgun aftur í jörðina Vatni sem dælt verður upp úr ferskvatnsstraumi neðanjarðar við Straumsvík fyrir kolefnisförgunarstöð Carbfix verður öllu skilað aftur ofan í jörðina og hefur ekki áhrif á vatnsból. Opinberar stofnanir segja að rannsaka verði vel umhverfisáhrif gríðarlegrar vatnsnotkunar stöðvarinnar. 22. febrúar 2023 11:02