Á þriðja tug mála bíða afgreiðslu og óvissa um frestun þingfunda Heimir Már Pétursson skrifar 12. júní 2024 11:52 Birgit Ármannsson forseti Alþingis segir um það bil 25 mál það langt komin í vinnu og umræðum á Alþingi að það ætti að vera hægt að afgreiða þau. Vísir/Vilhelm Forseti Alþingis er vongóður um að samkomulag takist á næstu sólarhringum um afgreiðslu mála fyrir þingfrestun. Rúmlega tuttugu mál væru það langt komin að þau ættu að ná afgreiðslu. Hins vegar væri ekkert því til fyrirstöðu að funda lengra inn í júnímánuð ef á þyrfti að halda. Í kvöld klukkan 19:40 fara fram svo kallaðar eldhúsdagsumræður á Alþingi, eða almennar stjórnmálaumræður sem hefð er fyrir undir lok vorþings. Samkvæmt upprunalegri starfsáætlun Alþingis fyrir yfirstandandi vorþing átti að fresta fundum Alþingis hinn 7. júní, eða á föstudag í síðustu viku en ekki sér fyrir lok þingstarfa og mörg stór mál bíða afgreiðslu. Birgir Ármannsson forseti Alþingis segir að í aðdraganda forsetakosninga hafi verið ákveðið að breyta starfsáætluninni þannig að lokadagurinn yrði 14. júní. Hann teldi öllum ljóst að einhverjir dagar muni bætast við þá áætlun. Birgir Ármannsson forseti Alþingis segir hægt að bæta við fundardögum ef á þurfi að halda til að afgreiða mikilvæg mál.Vísir/Vilhelm „Það hafa auðvitað verið viðræður í gangi á milli stjórnar og stjórnarandstöðu um mál sem eru í forgangi. En staðan er auðvitað sú að það er mjög mikið af málum sem eru langt komin. Bíða umræðu, búin í nefndum og búin að fá mikla umfjöllun,“ segir Birgir. Honum teldist að þetta væru um tuttugu og fimm mál og vonandi verði hægt að ljúka megninu af þeim málum, þótt einhver mál lendi alltaf á milli skips og bryggju. Eitt af umdeildustu málunum sem bíða afgreiðslu er lagareldisfrumvarp matvælaráðherra. Heldur þú að það nái fram að ganga núna á vorþingi? „Ég veit bara að það er verið að vinna í því á fullu. En ég þori ekki að segja til um það hvernig nákvæmlega sú vinna stendur nákvæmlega núna,“ segir Birgir. Þingflokksformenn væru betur inni í stöðunni í viðræðum þeirra á milli um einstök mál. Mikill dráttur verið á framlagninu samgönguáætlunar sem margir hafa gagnrýnt en liggur nú fyrir þinginu og bíður afgreiðslu. Birgir segir mikla vinnu hafa verið lagða í hana en vildi ekki segja til um hvort hún nái fram að ganga. Reynslan sýni að deilur geti risið um einstök mál sem lengi þá umræðurnar en þá verði bætt við þingfundardögum eftir þörfum. Er vilji til að vera lengur en bara dagana eftir 17. júní í næstu viku og vera jafnvel eitthvað inn í þarnæstu viku? Það er bara allt of snemmt að segja. Ég held að við getum alveg klárað þetta í næstu viku. Ef hins vegar verða mjög miklar umræður í einstökum málum þá þarf ekki mikið til að brenni einn eða tveir dagar upp í þinginu um stór mál. Það auðvitað tefur þá það sem eftir er á dagskránni," segir Birgir Ármannsson. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira
Í kvöld klukkan 19:40 fara fram svo kallaðar eldhúsdagsumræður á Alþingi, eða almennar stjórnmálaumræður sem hefð er fyrir undir lok vorþings. Samkvæmt upprunalegri starfsáætlun Alþingis fyrir yfirstandandi vorþing átti að fresta fundum Alþingis hinn 7. júní, eða á föstudag í síðustu viku en ekki sér fyrir lok þingstarfa og mörg stór mál bíða afgreiðslu. Birgir Ármannsson forseti Alþingis segir að í aðdraganda forsetakosninga hafi verið ákveðið að breyta starfsáætluninni þannig að lokadagurinn yrði 14. júní. Hann teldi öllum ljóst að einhverjir dagar muni bætast við þá áætlun. Birgir Ármannsson forseti Alþingis segir hægt að bæta við fundardögum ef á þurfi að halda til að afgreiða mikilvæg mál.Vísir/Vilhelm „Það hafa auðvitað verið viðræður í gangi á milli stjórnar og stjórnarandstöðu um mál sem eru í forgangi. En staðan er auðvitað sú að það er mjög mikið af málum sem eru langt komin. Bíða umræðu, búin í nefndum og búin að fá mikla umfjöllun,“ segir Birgir. Honum teldist að þetta væru um tuttugu og fimm mál og vonandi verði hægt að ljúka megninu af þeim málum, þótt einhver mál lendi alltaf á milli skips og bryggju. Eitt af umdeildustu málunum sem bíða afgreiðslu er lagareldisfrumvarp matvælaráðherra. Heldur þú að það nái fram að ganga núna á vorþingi? „Ég veit bara að það er verið að vinna í því á fullu. En ég þori ekki að segja til um það hvernig nákvæmlega sú vinna stendur nákvæmlega núna,“ segir Birgir. Þingflokksformenn væru betur inni í stöðunni í viðræðum þeirra á milli um einstök mál. Mikill dráttur verið á framlagninu samgönguáætlunar sem margir hafa gagnrýnt en liggur nú fyrir þinginu og bíður afgreiðslu. Birgir segir mikla vinnu hafa verið lagða í hana en vildi ekki segja til um hvort hún nái fram að ganga. Reynslan sýni að deilur geti risið um einstök mál sem lengi þá umræðurnar en þá verði bætt við þingfundardögum eftir þörfum. Er vilji til að vera lengur en bara dagana eftir 17. júní í næstu viku og vera jafnvel eitthvað inn í þarnæstu viku? Það er bara allt of snemmt að segja. Ég held að við getum alveg klárað þetta í næstu viku. Ef hins vegar verða mjög miklar umræður í einstökum málum þá þarf ekki mikið til að brenni einn eða tveir dagar upp í þinginu um stór mál. Það auðvitað tefur þá það sem eftir er á dagskránni," segir Birgir Ármannsson.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira