Fimm af flottari EM mörkum þessarar aldar Íþróttadeild Vísis skrifar 13. júní 2024 12:01 David Marshall prýddi forsíður blaðanna eftir kómíska tilraun sína til að verja langskot Patrik Schick á EM 2020. EPA-EFE/Andy Buchanan Evrópumót karla í knattspyrnu hefst með leik Þýskalands og Skotlands á morgun, föstudag. Að því tilefni tók Vísir saman fimm af skemmtilegri EM mörkum þessarar aldar. Um er að ræða fimm mörk sem skoruð voru á EM 2004, 2016 og 2020 þó síðastnefnda mótið hafi farið fram ári síðar. Vert er að taka fram að mörk Íslands á EM í Frakklandi 2016 komu ekki til greina. Mörkin má sjá hér að neðan en þau eru ekki í neinni sérstakri röð. Á EM 2004 skoraði hinn sænski Zlatan Ibrahimović þetta stórskemmtilega mark gegn Ítalíu þar sem hann lyfti boltanum snyrtilega yfir Gianluigi Buffon. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli sem hjálpaði Svíþjóð að komast í útsláttarkeppnina ásamt Dönum á meðan Ítalía sat eftir með sárt ennið. 🇸🇪 Zlatan Ibrahimović doing the impossible #OTD at EURO 2004... 🤯🤯🤯@Ibra_official | @svenskfotboll pic.twitter.com/my7p7XUnfe— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) June 18, 2022 Á sama móti skoraði Portúgalinn Maniche með frábæru skoti eftir sem Edwin van der Sar réð ekki við í marki Hollands. Um var að ræða leik í undanúrslitum sem Portúgal vann 2-1. 🇵🇹 This strike from Maniche! 🤯#OTD at EURO 2004 | @selecaoportugal pic.twitter.com/nY95zC3I8R— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) June 30, 2023 Það var ekki aðeins Ísland sem kom á óvart árið 2016 en Wales fór alla leið í undanúrslit þar sem liðið lá gegn verðandi Evrópumeisturum Portúgals. Í 8-liða úrslitum vann Wales frækinn sigur á Belgíu sem var talið vera eitt af sterkustu liðum mótsins. Þar skoraði Hal Robson-Kanu mark sem Walesverjar, og Belgar, munu seint gleyma. 🏴 Hal Robson-Kanu 😱⏪ Who remembers this iconic EURO goal?@RobsonKanu | @Cymru pic.twitter.com/azSMg2jbS0— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) December 27, 2021 Á sama móti skoraði Xerdan Shaqiri frábært mark sem kom Sviss í vítaspyrnukeppni gegn Póllandi í 8-liða úrslitum. Það dugði þó ekki þar sem Pólland fór með sigur af hólmi en markið stendur eftir sem eitt af flottari mörkum mótsins og EM almennt. 🤯 Name a better EURO goal than this!🇨🇭 Happy birthday, Xherdan Shaqiri 🎈#HBD | @SFV_ASF | @XS_11official pic.twitter.com/iCbYxtnMli— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) October 10, 2020 Síðast en ekki síst er komið að marki sem Skotar fengu á sig á síðasta Evrópumóti. Tékkinn Patrik Schick sem í dag spilar fyrir Bayer Leverkusen lét þá vaða í fyrsta við miðlínu þegar Tékklar sóttu hratt. Schick er eflaust fullur sjálfstrausts eftir tímabilið með Leverkusen og hver veit nema hann láti vaða af svipuðu færi í sumar. #GoalOfTheDay | Patrik Schick vs Scotland (2021) https://t.co/6x4gmbCXbk— EuroFoot (@eurofootcom) December 23, 2022 Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Fleiri fréttir Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Sjá meira
Um er að ræða fimm mörk sem skoruð voru á EM 2004, 2016 og 2020 þó síðastnefnda mótið hafi farið fram ári síðar. Vert er að taka fram að mörk Íslands á EM í Frakklandi 2016 komu ekki til greina. Mörkin má sjá hér að neðan en þau eru ekki í neinni sérstakri röð. Á EM 2004 skoraði hinn sænski Zlatan Ibrahimović þetta stórskemmtilega mark gegn Ítalíu þar sem hann lyfti boltanum snyrtilega yfir Gianluigi Buffon. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli sem hjálpaði Svíþjóð að komast í útsláttarkeppnina ásamt Dönum á meðan Ítalía sat eftir með sárt ennið. 🇸🇪 Zlatan Ibrahimović doing the impossible #OTD at EURO 2004... 🤯🤯🤯@Ibra_official | @svenskfotboll pic.twitter.com/my7p7XUnfe— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) June 18, 2022 Á sama móti skoraði Portúgalinn Maniche með frábæru skoti eftir sem Edwin van der Sar réð ekki við í marki Hollands. Um var að ræða leik í undanúrslitum sem Portúgal vann 2-1. 🇵🇹 This strike from Maniche! 🤯#OTD at EURO 2004 | @selecaoportugal pic.twitter.com/nY95zC3I8R— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) June 30, 2023 Það var ekki aðeins Ísland sem kom á óvart árið 2016 en Wales fór alla leið í undanúrslit þar sem liðið lá gegn verðandi Evrópumeisturum Portúgals. Í 8-liða úrslitum vann Wales frækinn sigur á Belgíu sem var talið vera eitt af sterkustu liðum mótsins. Þar skoraði Hal Robson-Kanu mark sem Walesverjar, og Belgar, munu seint gleyma. 🏴 Hal Robson-Kanu 😱⏪ Who remembers this iconic EURO goal?@RobsonKanu | @Cymru pic.twitter.com/azSMg2jbS0— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) December 27, 2021 Á sama móti skoraði Xerdan Shaqiri frábært mark sem kom Sviss í vítaspyrnukeppni gegn Póllandi í 8-liða úrslitum. Það dugði þó ekki þar sem Pólland fór með sigur af hólmi en markið stendur eftir sem eitt af flottari mörkum mótsins og EM almennt. 🤯 Name a better EURO goal than this!🇨🇭 Happy birthday, Xherdan Shaqiri 🎈#HBD | @SFV_ASF | @XS_11official pic.twitter.com/iCbYxtnMli— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) October 10, 2020 Síðast en ekki síst er komið að marki sem Skotar fengu á sig á síðasta Evrópumóti. Tékkinn Patrik Schick sem í dag spilar fyrir Bayer Leverkusen lét þá vaða í fyrsta við miðlínu þegar Tékklar sóttu hratt. Schick er eflaust fullur sjálfstrausts eftir tímabilið með Leverkusen og hver veit nema hann láti vaða af svipuðu færi í sumar. #GoalOfTheDay | Patrik Schick vs Scotland (2021) https://t.co/6x4gmbCXbk— EuroFoot (@eurofootcom) December 23, 2022
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Fleiri fréttir Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Sjá meira