Fæðubótarefnið inniheldur sveppategundina Cordyceps Militaris sem er ólöglegt að nota í matvæli hér á landi. Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu MAST.
„Fyrirtækið hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness innkallað vöruna,“ segir í tilkynningunni.
Innköllunin á við allar framleiðsludagsetningar og lotunúmer.