Áhugaverðar ákvarðanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 12. júní 2024 17:00 Nýskráningar rafbíla á þessu ári hafa hrunið í samanburði við síðasta ár og Ísland er óðum að missa forystuhlutverk sitt í orkuskiptum samgagna. Ýmsar vangaveltur eru um ástæður fyrir þessum umbreytingum eins og t.d. hækkun innflutningsgjalda, kílómetragjald á rafbíla, afnám VSK ívilnunar, hátt vaxtastig o.s.frv. Mikilvægt er að bregðast við þessu ef ekki á illa að fara í orkuskipta- og loftslagsmálum landsins. Ef staða nýskráninga á árinu er greind kemur þó ýmislegt áhugavert í ljós sem erfitt er að átta sig almennilega á. Hér er einungis verið að fjalla um nýskráningar á bílum þ.e. kaup á glænýjum bílum og þar með þann hóp kaupenda sem hefur einfaldlega efni á að kaupa nýja bíla yfirleitt. Þrátt fyrir minni ívilnanir og kílómetragjald þá eru kaup á nýjum rafbílum oft á tíðum mun betri kostur en sambærilegur bensín- eða dísilbíll. Skoðum þetta nánar: Kaupverð Tökum dæmi um fjórhjóladrifin (AWD) jeppling annarsvegar frá þekktum japönskum framleiðanda og svo sambærilegan rafbíl (533 km hámarksdrægni) frá þekktum bandarískum framleiðanda. Uppgefið verð söluaðila Rafbíll 8.000.000 kr. Rafbíll með styrk 7.100.000 kr. Bensínbíll 8.400.000 kr. Mismunur 1.300.000 kr. Í þessu raunverulega dæmi er bensínbíllinn dýrari í innkaupum með og án styrks úr Orkusjóði. Af þessari ákveðnu tegund bensínbíls er búið að nýskrá tæplega 150 stykki á þessu ári. Sem sagt tæplega150 ákvarðanir um að borga meira fyrir bíl svo hægt sé að brenna erlendri mengandi orku. Rekstrarkostnaður Ef við skoðum orkukostnað sömu bíla. Hvað kostar þá grunnþjónusta rafbíla í samanburði við bensínbíla? Ef borinn er saman orkukostnaður miðað við 100 km sést að miðað við núverandi eldsneytis- og raforkuverð (300 kr/L og 18 kr/kWst) kosta 100 km í bensínbíl (7 L/100km) 2.100 kr. en aðeins 324 kr. fyrir rafbílinn (18 kWst/100 km). Ef við bætum við kílómetragjaldi sem er 6 kr/km á rafbílinn fer kostnaðurinn á 100 km upp í 924 kr. 100 km akstur Kostnaður án kílómetragjalds Kostnaður með kílómetragjaldi Rafbíll 324 kr. 924 kr. Bensínbíll 2.100 kr. 2.100 kr. Mismunur 1.776 kr. 1.176 kr. Eins og sjá má er helmingi ódýrara að keyra rafbíl en sambærilegan bensínbíl þrátt fyrir að rafbíllinn borgi nú sinn hluta af kostnaði við vegakerfið með kílómetragjaldi. Munurinn minnkar aðeins ef hlaðið er með dýrari hraðhleðslu en yfirgnæfandi hluti hleðslu fæst venjulega í heimahleðslum. Hundrað þúsund kílómetra akstur sparar því vel rúmlega milljón krónur. Sparnaður í orkukostnaði einn og sér gerir því rafbíl að augljósum kosti og minni viðhaldskostnaður er því í raun bara bónus. Hér er einungis verið að taka einstakt dæmi sem segir alls ekki alla söguna en samt er alveg ljóst að hér og þar er verið að taka mjög áhugaverðar ákvarðanir í bílakaupum. Það er sem sagt hægt að finna raunveruleg dæmi um kaupendur sem borga meira fyrir nýja bensínbifreið en sambærilegan rafbíl og vilja jafnframt borga hærri orkukostnað á hvern ekinn km. Það er áhugavert að einhverjir séu tilbúnir borga slíkan aukakostnað til að tryggja áframhaldandi brennslu á erlendri olíu. Höfundur er sviðsstjóri hjá Orkustofnun Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkuskipti Sigurður Ingi Friðleifsson Bílar Vistvænir bílar Mest lesið Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Sjá meira
Nýskráningar rafbíla á þessu ári hafa hrunið í samanburði við síðasta ár og Ísland er óðum að missa forystuhlutverk sitt í orkuskiptum samgagna. Ýmsar vangaveltur eru um ástæður fyrir þessum umbreytingum eins og t.d. hækkun innflutningsgjalda, kílómetragjald á rafbíla, afnám VSK ívilnunar, hátt vaxtastig o.s.frv. Mikilvægt er að bregðast við þessu ef ekki á illa að fara í orkuskipta- og loftslagsmálum landsins. Ef staða nýskráninga á árinu er greind kemur þó ýmislegt áhugavert í ljós sem erfitt er að átta sig almennilega á. Hér er einungis verið að fjalla um nýskráningar á bílum þ.e. kaup á glænýjum bílum og þar með þann hóp kaupenda sem hefur einfaldlega efni á að kaupa nýja bíla yfirleitt. Þrátt fyrir minni ívilnanir og kílómetragjald þá eru kaup á nýjum rafbílum oft á tíðum mun betri kostur en sambærilegur bensín- eða dísilbíll. Skoðum þetta nánar: Kaupverð Tökum dæmi um fjórhjóladrifin (AWD) jeppling annarsvegar frá þekktum japönskum framleiðanda og svo sambærilegan rafbíl (533 km hámarksdrægni) frá þekktum bandarískum framleiðanda. Uppgefið verð söluaðila Rafbíll 8.000.000 kr. Rafbíll með styrk 7.100.000 kr. Bensínbíll 8.400.000 kr. Mismunur 1.300.000 kr. Í þessu raunverulega dæmi er bensínbíllinn dýrari í innkaupum með og án styrks úr Orkusjóði. Af þessari ákveðnu tegund bensínbíls er búið að nýskrá tæplega 150 stykki á þessu ári. Sem sagt tæplega150 ákvarðanir um að borga meira fyrir bíl svo hægt sé að brenna erlendri mengandi orku. Rekstrarkostnaður Ef við skoðum orkukostnað sömu bíla. Hvað kostar þá grunnþjónusta rafbíla í samanburði við bensínbíla? Ef borinn er saman orkukostnaður miðað við 100 km sést að miðað við núverandi eldsneytis- og raforkuverð (300 kr/L og 18 kr/kWst) kosta 100 km í bensínbíl (7 L/100km) 2.100 kr. en aðeins 324 kr. fyrir rafbílinn (18 kWst/100 km). Ef við bætum við kílómetragjaldi sem er 6 kr/km á rafbílinn fer kostnaðurinn á 100 km upp í 924 kr. 100 km akstur Kostnaður án kílómetragjalds Kostnaður með kílómetragjaldi Rafbíll 324 kr. 924 kr. Bensínbíll 2.100 kr. 2.100 kr. Mismunur 1.776 kr. 1.176 kr. Eins og sjá má er helmingi ódýrara að keyra rafbíl en sambærilegan bensínbíl þrátt fyrir að rafbíllinn borgi nú sinn hluta af kostnaði við vegakerfið með kílómetragjaldi. Munurinn minnkar aðeins ef hlaðið er með dýrari hraðhleðslu en yfirgnæfandi hluti hleðslu fæst venjulega í heimahleðslum. Hundrað þúsund kílómetra akstur sparar því vel rúmlega milljón krónur. Sparnaður í orkukostnaði einn og sér gerir því rafbíl að augljósum kosti og minni viðhaldskostnaður er því í raun bara bónus. Hér er einungis verið að taka einstakt dæmi sem segir alls ekki alla söguna en samt er alveg ljóst að hér og þar er verið að taka mjög áhugaverðar ákvarðanir í bílakaupum. Það er sem sagt hægt að finna raunveruleg dæmi um kaupendur sem borga meira fyrir nýja bensínbifreið en sambærilegan rafbíl og vilja jafnframt borga hærri orkukostnað á hvern ekinn km. Það er áhugavert að einhverjir séu tilbúnir borga slíkan aukakostnað til að tryggja áframhaldandi brennslu á erlendri olíu. Höfundur er sviðsstjóri hjá Orkustofnun
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun