Dreymir um að dæma Evrópu- eða landsleiki Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. júní 2024 13:45 Twana Khalid Ahmed dæmdi toppslag Breiðabliks og Vals í Bestu deild kvenna. Vísir/HAG Draumur Twana Khalid Ahmed, kúrdísks flóttamanns frá Írak, rættist á síðasta ári þegar hann dæmdi sinn fyrsta leik í efstu deild í fótbolta hér á landi. Hann vildi óska að hann hefði byrjað að dæma fyrr hér á landi til að geta dæmt á erlendri grundu sem og íslenskri. Twana þurfti að bíða lengi eftir tækifæri til þess að fá dæma hér á landi en hefur unnið sig hratt upp metorðastigann. Slíkur er uppgangurinn að UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, tók Twana fyrir í herferð þar sem sambandið vekur athygli á dómurum með að leiðarljósi að fleiri taki upp flautuna. „Ísland er mjög gott land. Hér er vinalegt og vingjarnlegt fólk. Mér og fjölskyldu minni líður mjög vel hér. Við eignuðumst fljótt vini sem kenndu okkur á íslenskan kúltúr og hvernig allt virkar,“ segir Twana meðal annars í viðtalinu á vef UEFA áður en umræðan snýst að dómgæslu. Hann var hjá lækni þar sem það kom til tals að hann væri mikill áhugamaður um fótbolta og hefði verið dómari í heimalandi sínu. Kom það á daginn að eiginmaður læknisins var einnig fótboltadómari. Þannig komst Twana í samband við dómarastéttina hér á landi. Hann þurfti þó að bíða þar sem hann var enn skráður sem hælisleitandi. „Ég var tilbúinn að dæma frítt en KSÍ sagði mér að það væri ólöglegt. Þeir sögðu mér að koma til baka um leið og ég væri búinn að fá kennitölu.“ Við tók tveggja ára bið en um leið og Twana fékk kennitölu var hann kominn á fullt í dómgæslu. Hann dæmdi sinn fyrsta leik í efstu deild á síðustu leiktíð og hefur haldið því áfram á þessari leiktíð. „Ég vildi að ég hefði komið til Íslands og byrjað að dæma fimm árum fyrr. Ef til vill hefði ég þá átt möguleika á að dæma á alþjóðavettvangi. Ég held þá áfram að reyna: Alltaf að eiga sér draum og gera hvað maður getur til að upplifa hann.“ ✍️ Frábær grein á vef UEFA um leið Twana Khalid Ahmed frá Írak til Íslands, en hann er í dag landsdómari hjá KSÍ.👇 Twana Khalid Ahmed's road from asylum seeker to top-flight referee in Iceland.https://t.co/yBNblsUTai— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 12, 2024 Í lok viðtalsins þakkar Twana öllum þeim sem hafa aðstoðað hann og fjölskyldu hans hér á landi sem og KSÍ fyrir alla aðstoðina. Viðtalið í heild sinni má lesa á vef UEFA. Fótbolti Íslenski boltinn KSÍ Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Twana þurfti að bíða lengi eftir tækifæri til þess að fá dæma hér á landi en hefur unnið sig hratt upp metorðastigann. Slíkur er uppgangurinn að UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, tók Twana fyrir í herferð þar sem sambandið vekur athygli á dómurum með að leiðarljósi að fleiri taki upp flautuna. „Ísland er mjög gott land. Hér er vinalegt og vingjarnlegt fólk. Mér og fjölskyldu minni líður mjög vel hér. Við eignuðumst fljótt vini sem kenndu okkur á íslenskan kúltúr og hvernig allt virkar,“ segir Twana meðal annars í viðtalinu á vef UEFA áður en umræðan snýst að dómgæslu. Hann var hjá lækni þar sem það kom til tals að hann væri mikill áhugamaður um fótbolta og hefði verið dómari í heimalandi sínu. Kom það á daginn að eiginmaður læknisins var einnig fótboltadómari. Þannig komst Twana í samband við dómarastéttina hér á landi. Hann þurfti þó að bíða þar sem hann var enn skráður sem hælisleitandi. „Ég var tilbúinn að dæma frítt en KSÍ sagði mér að það væri ólöglegt. Þeir sögðu mér að koma til baka um leið og ég væri búinn að fá kennitölu.“ Við tók tveggja ára bið en um leið og Twana fékk kennitölu var hann kominn á fullt í dómgæslu. Hann dæmdi sinn fyrsta leik í efstu deild á síðustu leiktíð og hefur haldið því áfram á þessari leiktíð. „Ég vildi að ég hefði komið til Íslands og byrjað að dæma fimm árum fyrr. Ef til vill hefði ég þá átt möguleika á að dæma á alþjóðavettvangi. Ég held þá áfram að reyna: Alltaf að eiga sér draum og gera hvað maður getur til að upplifa hann.“ ✍️ Frábær grein á vef UEFA um leið Twana Khalid Ahmed frá Írak til Íslands, en hann er í dag landsdómari hjá KSÍ.👇 Twana Khalid Ahmed's road from asylum seeker to top-flight referee in Iceland.https://t.co/yBNblsUTai— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 12, 2024 Í lok viðtalsins þakkar Twana öllum þeim sem hafa aðstoðað hann og fjölskyldu hans hér á landi sem og KSÍ fyrir alla aðstoðina. Viðtalið í heild sinni má lesa á vef UEFA.
Fótbolti Íslenski boltinn KSÍ Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira