Reykjavíkurborg stuðlar ekki að sérstöðu eins fyrirtækis á BSÍ Björn Ragnarsson skrifar 13. júní 2024 08:55 Nýverið sendi Félag atvinnurekenda erindi á borgarstjóra vegna afnota Kynnisferða af Umferðarmistöðinni BSÍ. Þórdís Lóa forseti borgarstjórnar svaraði því erindi með færslu á Facebook. Því tel ég nauðsynlegt að koma á framfæri nokkrum mikilvægum staðreyndum í þessu máli. Árið 2009 gerðu Kynnisferðir samning um leigu á Umferðarmiðstöðinni BSÍ við Vatnsmýrina ehf. sem var þá eigandi hússins. Leigusalinn Vatnsmýrin ehf. var síðar yfirtekinn af Landsbankanum í kjölfar fjármálahrunsins. Reykjavíkurborg keypti fasteignina árið 2012 og yfirtók þar með leigusamninginn við Kynnisferðir. Í Facebook færslu Þórdísar Lóu er því ranglega haldið fram að Vegagerðin hafi átt húsið. Þegar leigusamningurinn var gerður stóð til að byggja nýja samgöngumiðstöð við norðurenda Hótel Loftleiða og tók leigusamningurinn mið af því. Leigusamningur Kynnisferða er ótímabundinn og aðeins hægt að segja honum upp þegar ný samgöngumiðstöð rís, enda stóð til að reysa nýja samgöngumiðstöð á öðrum stað. Kynnisferðir hafa margoft í samskiptum við borgaryfirvöld rætt um möguleika og lausnir við að reisa nýja samgöngumiðstöð sem tekur við hlutverki BSÍ en enn hefur ekkert gerst í því máli. Reykjavíkurborg var full kunnugt um leigusamning Kynnisferða þegar borgin ákvað að kaupa húsið. Þrátt fyrir að til hafi staðið að byggja nýja samgöngumistöð undanfarin 15 ár hafa Kynnisferðir séð um allar endurbætur á húsinu og umhverfi þess og Reykjavíkurborg neitað að taka þátt í þeim endurbótum þó að skylda hvíli á eiganda hússins að sjá um endurbætur. Hefur meðal annars þurft að endurnýja ónýta glugga til að koma í veg fyrir rakaskemmdir. Þetta hafa Kynnisferðir gert þrátt fyrir að mikil óvissa hafi ríkt um hvenær ný samgöngumiðstöð myndi rísa. Þannig hafa Kynnisferðir lagt sitt að mörkum til að bæta upplifun þeirra sem nýta BSÍ, á sama tíma og Reykjavíkurborg hefur hafnað aðkomu að endurbótum hússins. Kynnisferðir hafa leyft öðrum hópferðarfyrirtækjum að sækja farþega sína á BSÍ og nýverið var sú aðstaða bætt og verið er að merkja sérstakt svæði fyrir önnur hópferðafyrirtæki. Kynnisferðir taka enga þóknun fyrir þessa þjónustu þrátt fyrir að greiða allt viðhald og endurbætur á lóðinni. Það fyrirtæki sem Félag atvinnurekenda gætir hagsmuna fyrir nýtir sér þessa þjónustu Kynnisferða. Að auki hafa Kynnisferðir leyft rekstraraðilum landsbyggðarstrætó og Strætó BS. að nýta sér aðstöðu félagsins á BSÍ án endurgjalds. Það sætir furðu að Þórdís Lóa kjósi að vitna í 17 ára gamlan úrskurð Samkeppniseftirlitsins í umfjöllun sinni og slíta tilvitnun úr samhengi. Í þeim úrskurði er umfjöllun um fyrirkomulag sérleyfa sem ríkisvaldið stóð fyrir um langt árabil. Það fyrirkomulag var afnumið árið 2015 eins og Þórdís Lóa ætti að þekkja og er því tilvitnun í þennan úrskurð Samkeppniseftirlitsins út í hött. Kynnisferðir munu áfram leggja metnað í að endurbæta BSÍ og umhverfi þess til að bæta upplifun gesta og fagna áformum borgarinnar að byggja nýja samgöngumiðstöð sem hefur fjölbreyttara hlutverki að gegna. Höfundur er forstjóri Kynnisferða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Nýverið sendi Félag atvinnurekenda erindi á borgarstjóra vegna afnota Kynnisferða af Umferðarmistöðinni BSÍ. Þórdís Lóa forseti borgarstjórnar svaraði því erindi með færslu á Facebook. Því tel ég nauðsynlegt að koma á framfæri nokkrum mikilvægum staðreyndum í þessu máli. Árið 2009 gerðu Kynnisferðir samning um leigu á Umferðarmiðstöðinni BSÍ við Vatnsmýrina ehf. sem var þá eigandi hússins. Leigusalinn Vatnsmýrin ehf. var síðar yfirtekinn af Landsbankanum í kjölfar fjármálahrunsins. Reykjavíkurborg keypti fasteignina árið 2012 og yfirtók þar með leigusamninginn við Kynnisferðir. Í Facebook færslu Þórdísar Lóu er því ranglega haldið fram að Vegagerðin hafi átt húsið. Þegar leigusamningurinn var gerður stóð til að byggja nýja samgöngumiðstöð við norðurenda Hótel Loftleiða og tók leigusamningurinn mið af því. Leigusamningur Kynnisferða er ótímabundinn og aðeins hægt að segja honum upp þegar ný samgöngumiðstöð rís, enda stóð til að reysa nýja samgöngumiðstöð á öðrum stað. Kynnisferðir hafa margoft í samskiptum við borgaryfirvöld rætt um möguleika og lausnir við að reisa nýja samgöngumiðstöð sem tekur við hlutverki BSÍ en enn hefur ekkert gerst í því máli. Reykjavíkurborg var full kunnugt um leigusamning Kynnisferða þegar borgin ákvað að kaupa húsið. Þrátt fyrir að til hafi staðið að byggja nýja samgöngumistöð undanfarin 15 ár hafa Kynnisferðir séð um allar endurbætur á húsinu og umhverfi þess og Reykjavíkurborg neitað að taka þátt í þeim endurbótum þó að skylda hvíli á eiganda hússins að sjá um endurbætur. Hefur meðal annars þurft að endurnýja ónýta glugga til að koma í veg fyrir rakaskemmdir. Þetta hafa Kynnisferðir gert þrátt fyrir að mikil óvissa hafi ríkt um hvenær ný samgöngumiðstöð myndi rísa. Þannig hafa Kynnisferðir lagt sitt að mörkum til að bæta upplifun þeirra sem nýta BSÍ, á sama tíma og Reykjavíkurborg hefur hafnað aðkomu að endurbótum hússins. Kynnisferðir hafa leyft öðrum hópferðarfyrirtækjum að sækja farþega sína á BSÍ og nýverið var sú aðstaða bætt og verið er að merkja sérstakt svæði fyrir önnur hópferðafyrirtæki. Kynnisferðir taka enga þóknun fyrir þessa þjónustu þrátt fyrir að greiða allt viðhald og endurbætur á lóðinni. Það fyrirtæki sem Félag atvinnurekenda gætir hagsmuna fyrir nýtir sér þessa þjónustu Kynnisferða. Að auki hafa Kynnisferðir leyft rekstraraðilum landsbyggðarstrætó og Strætó BS. að nýta sér aðstöðu félagsins á BSÍ án endurgjalds. Það sætir furðu að Þórdís Lóa kjósi að vitna í 17 ára gamlan úrskurð Samkeppniseftirlitsins í umfjöllun sinni og slíta tilvitnun úr samhengi. Í þeim úrskurði er umfjöllun um fyrirkomulag sérleyfa sem ríkisvaldið stóð fyrir um langt árabil. Það fyrirkomulag var afnumið árið 2015 eins og Þórdís Lóa ætti að þekkja og er því tilvitnun í þennan úrskurð Samkeppniseftirlitsins út í hött. Kynnisferðir munu áfram leggja metnað í að endurbæta BSÍ og umhverfi þess til að bæta upplifun gesta og fagna áformum borgarinnar að byggja nýja samgöngumiðstöð sem hefur fjölbreyttara hlutverki að gegna. Höfundur er forstjóri Kynnisferða.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar