Þetta kemur fram í nýrri samantekt Þjóðskrár yfir fjölda erlendra ríkisborgara búsettra á Íslandi.
Þar segir að ríkisborgurum frá Úkraínu og Palestínu haldi áfram að fjölga. Úkraínskum ríkisborgurum hafi fjölgað um 586 eða 14,9 prósent og ríkisborgurum frá Palestínu fjölgað um 166 eða 30,9 prósent. Pólskum ríkisborgurum hafi fjölgað um 546 og sé nú 26.158 pólskir ríkisborgarar með lögheimili á Íslandi.