Ungbörn sem fá hnetusmjör fái mun síður hnetuofnæmi Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 13. júní 2024 18:20 Mikael segir að þegar barn er orðið fjögurra til sex mánaða sé hægt að byrja að gefa því jarðhnetusmjör til að fyrirbyggja ofnæmi. EPA Niðurstöður nýrrar könnunar sýna að ungbörn sem fá ekki jarðhnetursmjör á fyrstu fimm árunum séu 71 prósent líklegri til að þróa með sér jarðhnetuofnæmi síðar á lífsleiðinni. Ofnæmislæknir segur Samkvæmt niðurstöðum nýrrar og umfangsmikillar rannsóknar sem framkvæmd var við King's College í Bretlandi eru börn undir fimm ára sem er gefið hnetusmjör síður líkleg til að greinast með hnetuofnæmi seinna á lífsleiðinni. Mikael Valur Clausen ofnæmislæknir barna ræddi rannsóknina í Reykjavík Síðdegis. Hann segir kveikjuna að rannsókninni, sem hófst fyrir fimmtán árum, þá að sýnilegur munur var á börnum sem ólust upp í Bretlandi og Ísrael í tengslum við greiningar á hnetuofnæmi. „Þau voru með tvo hópa, annar fékk jarðhnetusmjöt mjög snemma og hinir fengu ekki. Og það var haldið áfram til fimm ára aldurs og það sýndi sig þá að þau fengu síður jarðhnetuofnæmi, sem byrjuðu snemma að fá jarðhnetur.“ Hann segir algengið á jarðhnetuofnæmi hafa minnkað um 71 prósent hjá þeim börnum sem fengu jarðhnetur snemma. Nýlega hafi verið prófað fyrir jarðhnetuofnæmi hjá sömu börnum, sem nú eru komin á unglingsaldur, og algengið verið það sama. Mikilvægt að byrja snemma Aðspurður segir Mikael að búist sé við að vörnin sem felst í því að gefa ungbörnum jarðhnetur haldi fyrir líftíð. Er það ekki mikill ábati í ljósi þess að jarðhnetuofnæmi er erfitt ofnæmi? „Jú, það er náttúrlega mjög erfitt að vera með ofnæmi yfir höfuð, og jarðhnetur eru ekki voðalega skemmtilegar því þær eru mjög víða,“ segir Mikael. Er einhver ákveðinn gluggi sem best er að nýta? „Mjög mörg börn eru búin að fá ofnæmið sitt á fyrsta æviárinu. Það er mjög algengt og eggjaofnæmið er langalgengasta ofnæmið. Og þegar þú ert kominn með eitt ofnæmi ertu líklegri til þess að fá annað. Þannig að þetta þarf að byrja snemma. Þú þarft að byrja þegar barnið er fjögurra til sex mánaða,“ segir Mikael. Þá sé hæfilegt að gefa barninu sínu jarðhnetusmjör. Hann segir það mikilvægasta sem hægt sé að gera til að fyrirbyggja ofnæmi hjá börnum að sjá til þess að barn fái örvun í formi þeirra fyrirbæra sem það getur þróað ofnæmi fyrir. „Barnið vantar örvun á fyrstu ævimánuðunum fyrir ónæmiskerfið sitt frá umhverfisþáttum sem eru ákveðin efni sem koma úr bakteríum sem eru eðlilegur hlutur af umhverfinu. Og það á að örva ónæmiskerfið til að mynda þol. Og þegar það fær ekki þessa örvun, þá ertu líklegri til að mynda ofnæmi,“ segir Mikael. Hér er einungis stiklað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Matur Börn og uppeldi Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Fleiri fréttir Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Sjá meira
Samkvæmt niðurstöðum nýrrar og umfangsmikillar rannsóknar sem framkvæmd var við King's College í Bretlandi eru börn undir fimm ára sem er gefið hnetusmjör síður líkleg til að greinast með hnetuofnæmi seinna á lífsleiðinni. Mikael Valur Clausen ofnæmislæknir barna ræddi rannsóknina í Reykjavík Síðdegis. Hann segir kveikjuna að rannsókninni, sem hófst fyrir fimmtán árum, þá að sýnilegur munur var á börnum sem ólust upp í Bretlandi og Ísrael í tengslum við greiningar á hnetuofnæmi. „Þau voru með tvo hópa, annar fékk jarðhnetusmjöt mjög snemma og hinir fengu ekki. Og það var haldið áfram til fimm ára aldurs og það sýndi sig þá að þau fengu síður jarðhnetuofnæmi, sem byrjuðu snemma að fá jarðhnetur.“ Hann segir algengið á jarðhnetuofnæmi hafa minnkað um 71 prósent hjá þeim börnum sem fengu jarðhnetur snemma. Nýlega hafi verið prófað fyrir jarðhnetuofnæmi hjá sömu börnum, sem nú eru komin á unglingsaldur, og algengið verið það sama. Mikilvægt að byrja snemma Aðspurður segir Mikael að búist sé við að vörnin sem felst í því að gefa ungbörnum jarðhnetur haldi fyrir líftíð. Er það ekki mikill ábati í ljósi þess að jarðhnetuofnæmi er erfitt ofnæmi? „Jú, það er náttúrlega mjög erfitt að vera með ofnæmi yfir höfuð, og jarðhnetur eru ekki voðalega skemmtilegar því þær eru mjög víða,“ segir Mikael. Er einhver ákveðinn gluggi sem best er að nýta? „Mjög mörg börn eru búin að fá ofnæmið sitt á fyrsta æviárinu. Það er mjög algengt og eggjaofnæmið er langalgengasta ofnæmið. Og þegar þú ert kominn með eitt ofnæmi ertu líklegri til þess að fá annað. Þannig að þetta þarf að byrja snemma. Þú þarft að byrja þegar barnið er fjögurra til sex mánaða,“ segir Mikael. Þá sé hæfilegt að gefa barninu sínu jarðhnetusmjör. Hann segir það mikilvægasta sem hægt sé að gera til að fyrirbyggja ofnæmi hjá börnum að sjá til þess að barn fái örvun í formi þeirra fyrirbæra sem það getur þróað ofnæmi fyrir. „Barnið vantar örvun á fyrstu ævimánuðunum fyrir ónæmiskerfið sitt frá umhverfisþáttum sem eru ákveðin efni sem koma úr bakteríum sem eru eðlilegur hlutur af umhverfinu. Og það á að örva ónæmiskerfið til að mynda þol. Og þegar það fær ekki þessa örvun, þá ertu líklegri til að mynda ofnæmi,“ segir Mikael. Hér er einungis stiklað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Matur Börn og uppeldi Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Fleiri fréttir Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Sjá meira