Ekkert verður af endurkomu McGregor í búrið Aron Guðmundsson skrifar 14. júní 2024 08:49 Conor McGregor átti að mæta Michael Chandler í bardagabúrinu á vegum UFC seinna í mánuðinum. Ekkert verður þó af þeim bardaga. Vísir Írski UFC bardagakappinn Conor McGregor er meiddur og mun því ekki mæta Bandaríkjamanninum Michael Chandler á bardagakvöldinu UFC 303 í lok þessa mánaðar. Þetta hefur forseti UFC, Dana White, staðfest og bindur hann um leið endahnútinn á vangaveltur síðustu vikna varðandi það hvort að McGregor myndi mæta Chandler í búrinu. Bardagaginn átti svo sannarlega að marka endurkomu McGregor, sem er þekktasta nafn bardagaíþróttaheimsins, aftur í búrið en hann hefur ekki barist síðan árið 2021 er hann mætti Dustin Poirier. McGregor fótbrotnaði í þeim bardaga. Sögusagnir fóru á kreik um að bardagi McGregor og Chandler gæti verið í uppnámi þegar að UFC aflýsti, á elleftu stundu, blaðamannafundi milli bardagamannanna tveggja sem fram átti að fara í Dyflinni á Írlandi. MMA blaðamaðurinn Ariel Helwani hefur á undanförnum dögum tjáð sig um það að UFC hafi leitað logandi ljósi að bardagamanni til þess að stíga inn fyrir McGregor og mæta Chandler í búrinu en sú leit hefur ekki borið árangur. Michael Chandler mun því heldur ekki berjast á umræddu bardagakvöldi UFC sem fara á fram í T-Mobile höllinni í Las Vegas. Þess í stað hefur UFC sett saman nýjan aðalbardaga kvöldsins. Það verður titilbardagi milli Alex Pereira og Jiri Prochazka. UFC 303 International Fight Week June 29th pic.twitter.com/P47PSsKcg0— danawhite (@danawhite) June 14, 2024 MMA Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir „Draumur síðan ég var krakki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Sjá meira
Þetta hefur forseti UFC, Dana White, staðfest og bindur hann um leið endahnútinn á vangaveltur síðustu vikna varðandi það hvort að McGregor myndi mæta Chandler í búrinu. Bardagaginn átti svo sannarlega að marka endurkomu McGregor, sem er þekktasta nafn bardagaíþróttaheimsins, aftur í búrið en hann hefur ekki barist síðan árið 2021 er hann mætti Dustin Poirier. McGregor fótbrotnaði í þeim bardaga. Sögusagnir fóru á kreik um að bardagi McGregor og Chandler gæti verið í uppnámi þegar að UFC aflýsti, á elleftu stundu, blaðamannafundi milli bardagamannanna tveggja sem fram átti að fara í Dyflinni á Írlandi. MMA blaðamaðurinn Ariel Helwani hefur á undanförnum dögum tjáð sig um það að UFC hafi leitað logandi ljósi að bardagamanni til þess að stíga inn fyrir McGregor og mæta Chandler í búrinu en sú leit hefur ekki borið árangur. Michael Chandler mun því heldur ekki berjast á umræddu bardagakvöldi UFC sem fara á fram í T-Mobile höllinni í Las Vegas. Þess í stað hefur UFC sett saman nýjan aðalbardaga kvöldsins. Það verður titilbardagi milli Alex Pereira og Jiri Prochazka. UFC 303 International Fight Week June 29th pic.twitter.com/P47PSsKcg0— danawhite (@danawhite) June 14, 2024
MMA Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir „Draumur síðan ég var krakki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Sjá meira