Íslensk lopapeysa flutt milli heimsálfa vegna mestu eftirsjár ævinnar Jón Þór Stefánsson skrifar 14. júní 2024 10:47 Celia Robbins var himinlifandi með íslensku lundapeysuna. X/Celia Robbins Stærsta eftirsjá hinnar bandarísku Celiu Robbins var að kaupa ekki lopapeysu með lundamyndum þegar hún var á Íslandi árið 2021. Það var að minnsta kosti það sem hún svaraði fjórtán ára gamalli dóttur hennar þegar hún spurði hana út í hvað það væri sem hún iðraðist mest í lífi sínu. Ekki löngu seinna var Celia komin með slíka lopapeysu í hendurnar. Það var fyrir tilstilli tísts Celiu á samfélagsmiðlinum X þar sem hún greindi frá spurningu dótturinnar í byrjun mánaðarins. „Dóttir mín spurði: Sérðu eftir einhverju mamma? Ég áttaði mig á því að hún vildi dýpra svar, en hugur minn reikaði alltaf aftur að þessari lundapeysu sem ég sá á Íslandi,“ skrifaði hún og birti mynd af peysunni. „Nú eru þrjú ár liðin síðan ég sá hana í búðinni þar og ég sé enn eftir því að hafa ekki keypt hana.“ Dave nokkur Wiskus, forstjóri bandarísku streymissíðunnar Nebula, brást við tísti Celiu. Hann sagði sína eftirsjá vera að hann hefði einmitt keypt samskonar peysu á Íslandi árið 2022. „Ég sé eftir því að hafa keypt einmitt svona peysu handa eiginkonu minni fyrir tveimur árum. Hún hefur aldrei notað hana. Ég er í New York-borg. Ef þú sérð um flutningskostnað þá er hún þín.“ My regret is that I bought this exact sweater for my wife two years ago. She has worn it zero times. I’m in NYC. Cover shipping and it’s yours.— Dave Wiskus (@dwiskus) June 3, 2024 Tíu dögum eftir tíst Celiu var peysan komin frá New York í hendur hennar í Berlín, þar sem hún er búsett. „Auðvitað hljómar það eins og minni háttar eftirsjá, en ég er viss um að margir geti tengt við þetta!“ skrifaði hún á X og birti mynd af sér í peysunni. „En Dave Wiskus lét ósk mína raungerast. Peysan kom frá New York til Berlínar á mettíma.“ People are amazing! Just 10 days ago, I shared a thought about one of my regrets in life. Of course, not buying a sweater sounds like a minor regret, but SO MANY could relate!And then @dwiskus made my wish a reality. This sweater made it from NYC to Berlin in record time! 🐧 https://t.co/cWArXbQnxu pic.twitter.com/hgf0yl9tgC— Celia (@CeliaBedelia) June 12, 2024 Bandaríkin Þýskaland Tíska og hönnun Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Ég er femínisti“ Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fleiri fréttir „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Sjá meira
Ekki löngu seinna var Celia komin með slíka lopapeysu í hendurnar. Það var fyrir tilstilli tísts Celiu á samfélagsmiðlinum X þar sem hún greindi frá spurningu dótturinnar í byrjun mánaðarins. „Dóttir mín spurði: Sérðu eftir einhverju mamma? Ég áttaði mig á því að hún vildi dýpra svar, en hugur minn reikaði alltaf aftur að þessari lundapeysu sem ég sá á Íslandi,“ skrifaði hún og birti mynd af peysunni. „Nú eru þrjú ár liðin síðan ég sá hana í búðinni þar og ég sé enn eftir því að hafa ekki keypt hana.“ Dave nokkur Wiskus, forstjóri bandarísku streymissíðunnar Nebula, brást við tísti Celiu. Hann sagði sína eftirsjá vera að hann hefði einmitt keypt samskonar peysu á Íslandi árið 2022. „Ég sé eftir því að hafa keypt einmitt svona peysu handa eiginkonu minni fyrir tveimur árum. Hún hefur aldrei notað hana. Ég er í New York-borg. Ef þú sérð um flutningskostnað þá er hún þín.“ My regret is that I bought this exact sweater for my wife two years ago. She has worn it zero times. I’m in NYC. Cover shipping and it’s yours.— Dave Wiskus (@dwiskus) June 3, 2024 Tíu dögum eftir tíst Celiu var peysan komin frá New York í hendur hennar í Berlín, þar sem hún er búsett. „Auðvitað hljómar það eins og minni háttar eftirsjá, en ég er viss um að margir geti tengt við þetta!“ skrifaði hún á X og birti mynd af sér í peysunni. „En Dave Wiskus lét ósk mína raungerast. Peysan kom frá New York til Berlínar á mettíma.“ People are amazing! Just 10 days ago, I shared a thought about one of my regrets in life. Of course, not buying a sweater sounds like a minor regret, but SO MANY could relate!And then @dwiskus made my wish a reality. This sweater made it from NYC to Berlin in record time! 🐧 https://t.co/cWArXbQnxu pic.twitter.com/hgf0yl9tgC— Celia (@CeliaBedelia) June 12, 2024
Bandaríkin Þýskaland Tíska og hönnun Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Ég er femínisti“ Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fleiri fréttir „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“