Þeir sem „brjóta alvarlega af sér“ verði sviptir dvalarleyfum Ólafur Björn Sverrisson skrifar 14. júní 2024 20:39 Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Steingrímur Dúi Dómsmálaráðherra vill svipta þá flóttamenn sem „brjóta alvarlega af sér“ dvalarleyfum. Nýsamþykkt frumvarp segir hún stærstu breytingar á útlendingalögum til þessa. Útlendingafrumvarp Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra var samþykkt á Alþingi í dag. 42 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu. Guðrún var til viðtals á Reykjavík síðdegis í dag og sagði frumvarpið mikil tíðindi. Nefnir hún sérstaklega afnám lagagreinar sem gerir það að verkum að íslenska ríkinu beri að taka til skoðunar umsóknir þeirra sem þegar hafa fengið vernd í öðru ríki. „Þetta er það sem við höfum kallað tilhæfulausar umsóknir. Ef lífi þínu er ógnað og þú færð vernd, þá þarftu ekki að fara til annars lands ef þú hefur fengið vernd í öðru ríki. Við höfum verið með þessa séríslensku reglu, sem er felld úr gildi.“ Í öðru lagi nefnir Guðrún takmarkanir á fjölskyldusameiningar. „Þannig að það er ekki hægt að sækja um hana fyrr en eftir tvö ár. Sömuleiðis erum við að fækka í kærunefnd útlendingamála úr sjö í nefndinni í þrjá. Allir þrír nefndarmenn eiga að vera í fullu starfi. Við bindum vonir við að mál verði afgreidd þar með meiri hraða en nú er.“ Markmiðið segir hún að fækka „tilhæfulausum umsóknum“, sem Guðrún telur hlaupa á hundruðum. Mikilvægt að kerfið sinni fólki í neyð „Við þurfum sömuleiðis að ná niður kostnaði í þessu kerfi. Svo er annað sem við þurfum að gera betur og er vandamál á öllu Schengen-svæðinu. Að þeir sem fá synjun um vernd í Schengen-ríki, þeim ber að yfirgefa svæðið. Þeir sem fá synjun eru þá í ólögmætri dvöl og við þurfum að tryggja öruggan og farsælan brottflutning þeirra út af svæðinu,“ segir Guðrún og bætir við því að stoðdeild ríkislögreglustjóra hafi verið styrkt í þessum tilgangi. Hún áréttar að hún vilji standa vörð um það verndarkerfi sem var komið á fót innan Sameinuðu þjóðanna árið 1951. Hún segir mikilvægt að kerfið sé til staðar fyrir þá sem séu í „raunverulegri þörf fyrir vernd,“ og nefndir dauða, pyndingar og ofsóknir. „Ég hef áhyggjur af því að hér á Íslandi séum við búin að vera með fordæmalausa fjölgun inn í verndarkerfið okkar. Við höfum til dæmis séð nokkur þúsund koma hingað frá Venesúela,“ segir Guðrún. Hún hafi skilning á því að fólk vilji leita að betra lífi og velferðarkerfi. Það fólk geti hins vegar ekki komið inn í gegnum verndarkerfið. Ekki að tala um stöðumælabrot Hún býst við fækkun umsókna núna. Kostnaður og málsmeðferðartími muni í kjölfarið batna. Lögin taka strax gildi. „Þetta er málaflokkur sem verður að vera mjög vakandi yfir. En ég vil líka ítreka það að við höfum verið með séríslenskar málsmeðferðarreglur og það getur aldrei gengið til lengdar.“ Guðrún minnist jafnframt á nýtt frumvarp, sem lagt verður fram á Alþingi í haust, þar sem lagt verður til að einstaklingar með dvalarleyfi missi leyfi sitt þegar þeir „brjóta alvarlega af sér,“ segir Guðrún en treystir sér ekki til þess að draga mörkin. „En við höfum séð dæmi um, hér í íslensku samfélagi, alvarleg ofbeldisbrot, hótanir, líkamsmeiðingar og svo framvegis. Ég er ekki að tala um stöðumælabrot. Þetta er eitthvað sem löndin í kringum okkur hafa verið að gera og ég vil leggja það til sömuleiðis.“ Flóttamenn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Sjá meira
Útlendingafrumvarp Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra var samþykkt á Alþingi í dag. 42 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu. Guðrún var til viðtals á Reykjavík síðdegis í dag og sagði frumvarpið mikil tíðindi. Nefnir hún sérstaklega afnám lagagreinar sem gerir það að verkum að íslenska ríkinu beri að taka til skoðunar umsóknir þeirra sem þegar hafa fengið vernd í öðru ríki. „Þetta er það sem við höfum kallað tilhæfulausar umsóknir. Ef lífi þínu er ógnað og þú færð vernd, þá þarftu ekki að fara til annars lands ef þú hefur fengið vernd í öðru ríki. Við höfum verið með þessa séríslensku reglu, sem er felld úr gildi.“ Í öðru lagi nefnir Guðrún takmarkanir á fjölskyldusameiningar. „Þannig að það er ekki hægt að sækja um hana fyrr en eftir tvö ár. Sömuleiðis erum við að fækka í kærunefnd útlendingamála úr sjö í nefndinni í þrjá. Allir þrír nefndarmenn eiga að vera í fullu starfi. Við bindum vonir við að mál verði afgreidd þar með meiri hraða en nú er.“ Markmiðið segir hún að fækka „tilhæfulausum umsóknum“, sem Guðrún telur hlaupa á hundruðum. Mikilvægt að kerfið sinni fólki í neyð „Við þurfum sömuleiðis að ná niður kostnaði í þessu kerfi. Svo er annað sem við þurfum að gera betur og er vandamál á öllu Schengen-svæðinu. Að þeir sem fá synjun um vernd í Schengen-ríki, þeim ber að yfirgefa svæðið. Þeir sem fá synjun eru þá í ólögmætri dvöl og við þurfum að tryggja öruggan og farsælan brottflutning þeirra út af svæðinu,“ segir Guðrún og bætir við því að stoðdeild ríkislögreglustjóra hafi verið styrkt í þessum tilgangi. Hún áréttar að hún vilji standa vörð um það verndarkerfi sem var komið á fót innan Sameinuðu þjóðanna árið 1951. Hún segir mikilvægt að kerfið sé til staðar fyrir þá sem séu í „raunverulegri þörf fyrir vernd,“ og nefndir dauða, pyndingar og ofsóknir. „Ég hef áhyggjur af því að hér á Íslandi séum við búin að vera með fordæmalausa fjölgun inn í verndarkerfið okkar. Við höfum til dæmis séð nokkur þúsund koma hingað frá Venesúela,“ segir Guðrún. Hún hafi skilning á því að fólk vilji leita að betra lífi og velferðarkerfi. Það fólk geti hins vegar ekki komið inn í gegnum verndarkerfið. Ekki að tala um stöðumælabrot Hún býst við fækkun umsókna núna. Kostnaður og málsmeðferðartími muni í kjölfarið batna. Lögin taka strax gildi. „Þetta er málaflokkur sem verður að vera mjög vakandi yfir. En ég vil líka ítreka það að við höfum verið með séríslenskar málsmeðferðarreglur og það getur aldrei gengið til lengdar.“ Guðrún minnist jafnframt á nýtt frumvarp, sem lagt verður fram á Alþingi í haust, þar sem lagt verður til að einstaklingar með dvalarleyfi missi leyfi sitt þegar þeir „brjóta alvarlega af sér,“ segir Guðrún en treystir sér ekki til þess að draga mörkin. „En við höfum séð dæmi um, hér í íslensku samfélagi, alvarleg ofbeldisbrot, hótanir, líkamsmeiðingar og svo framvegis. Ég er ekki að tala um stöðumælabrot. Þetta er eitthvað sem löndin í kringum okkur hafa verið að gera og ég vil leggja það til sömuleiðis.“
Flóttamenn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Sjá meira