Átök á lokametrunum: Saka ríkisstjórn um að „slátra“ samgönguáætlun Ólafur Björn Sverrisson skrifar 14. júní 2024 22:09 Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks, ræddi þinglok í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir sakar ríkisstjórnina um að „slátra“ samgönguáætlun í þágu ráðherrastóla. vísir Átök hafa staðið yfir á Alþingi í aðdraganda þingloka fyrir sumarfrí. Vantrauststillaga á hendur matvælaráðherra og „slátrun“ samgönguáætlunar er á meðal þess sem þingmenn takast á um á lokametrunum. Bergþór Ólason er á meðal þeirra Miðflokksmanna sem hyggjast leggja fram vantrauststillögu gegn Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra vegna stjórnsýslu hennar í kringum hvalveiðileyfi sem gefið var út í vikunni. Hann segir að það kæmi ekki á óvart að einhverjir þingmenn stjórnarflokkanna myndu styðja vantrauststillögu á hendur matvælaráðherra. Bjarkey óttast ekki tillöguna. „Alls ekki,“ sagði hún í samtali við fréttastofu í dag. „Mér finnst líka áhugavert að flokkur sem er hlynntur hvalveiðum, skuli fara að leggja fram vantraust á ráðherra sem gaf út hvalveiðileyfi,“ sagði Bjarkey ennfremur. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við Hildi Sverrisdóttur, þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins. Hún ætlar sjálf ekki að íhuga það að styðja tillöguna, þó að flokkur hennar hafi haft áhyggjur af stjórnsýslunni í kringum hvalveiðarnar undanfarið. „Þetta leyfi núna, vissulega farið að lögum en tók langan tíma. En við eigum eftir að ræða þetta.“ Spurð hvernig það miði að semja um þinglok milli stjórnarflokka segir Hildur: „Það miðar bara ágætlega. Við höfum verið í þessari vinnu núna, að horfa á hvar mál eru stödd í nefnd og hvað sé raunhæft að klára. Síðan þarf aðeins að miðla málum í nokkrum til viðbótar. Við eigum von á því að geta kynnt stjórnarandstöðunni lokalista bara mjög fljótlega eftir helgi.“ Málið dó til þess að ráðherrastólarnir brotni ekki Stjórnarandstaðan hefur sakað ríkisstjórn um að hægagang í ýmsum málum líkt og samgöngu- og fjármálaáætlun. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar segir ríkisstjórnarflokkana til að mynda „slátra samgönguáætlun“ í kvöld. „Það var eitt stærsta mál þessa þings, sem við höfðum unnið að síðan í október. Þar með dó enn eitt málið fyrir þann málstað að ráðherrastólarnir brotni ekki. Rifrildið um forgangsröðun samgönguframkvæmda varð svo mikið að niðurstaða formanna flokkanna varð sú að gera bara ekkert,“ skrifar Þorbjörg Sigríður í færslu á Facebook. Þorbjörg er varaformaður samgöngunefndar og vísar til vinnu nefndarinnar frá því í október þar sem gert var ráð fyrir rúmum 900 milljörðum króna í samgöngur. Hildur Sverris var spurð út í þessi fyrrgreind mál, og hvort tekist væri á um þau innan stjórnarflokka. „Þetta er allt undir, það er best að segja það. En við sjáum fyrir endann á þessu og það er eðlilegt að þingstörfin gangi, eigum við að segja, ekki hratt fyrir sig þegar þetta er enn í samningafasa hér í húsinu. Það er bara eðlilegt.“ Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Hvalveiðar Samgöngur Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Bergþór Ólason er á meðal þeirra Miðflokksmanna sem hyggjast leggja fram vantrauststillögu gegn Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra vegna stjórnsýslu hennar í kringum hvalveiðileyfi sem gefið var út í vikunni. Hann segir að það kæmi ekki á óvart að einhverjir þingmenn stjórnarflokkanna myndu styðja vantrauststillögu á hendur matvælaráðherra. Bjarkey óttast ekki tillöguna. „Alls ekki,“ sagði hún í samtali við fréttastofu í dag. „Mér finnst líka áhugavert að flokkur sem er hlynntur hvalveiðum, skuli fara að leggja fram vantraust á ráðherra sem gaf út hvalveiðileyfi,“ sagði Bjarkey ennfremur. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við Hildi Sverrisdóttur, þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins. Hún ætlar sjálf ekki að íhuga það að styðja tillöguna, þó að flokkur hennar hafi haft áhyggjur af stjórnsýslunni í kringum hvalveiðarnar undanfarið. „Þetta leyfi núna, vissulega farið að lögum en tók langan tíma. En við eigum eftir að ræða þetta.“ Spurð hvernig það miði að semja um þinglok milli stjórnarflokka segir Hildur: „Það miðar bara ágætlega. Við höfum verið í þessari vinnu núna, að horfa á hvar mál eru stödd í nefnd og hvað sé raunhæft að klára. Síðan þarf aðeins að miðla málum í nokkrum til viðbótar. Við eigum von á því að geta kynnt stjórnarandstöðunni lokalista bara mjög fljótlega eftir helgi.“ Málið dó til þess að ráðherrastólarnir brotni ekki Stjórnarandstaðan hefur sakað ríkisstjórn um að hægagang í ýmsum málum líkt og samgöngu- og fjármálaáætlun. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar segir ríkisstjórnarflokkana til að mynda „slátra samgönguáætlun“ í kvöld. „Það var eitt stærsta mál þessa þings, sem við höfðum unnið að síðan í október. Þar með dó enn eitt málið fyrir þann málstað að ráðherrastólarnir brotni ekki. Rifrildið um forgangsröðun samgönguframkvæmda varð svo mikið að niðurstaða formanna flokkanna varð sú að gera bara ekkert,“ skrifar Þorbjörg Sigríður í færslu á Facebook. Þorbjörg er varaformaður samgöngunefndar og vísar til vinnu nefndarinnar frá því í október þar sem gert var ráð fyrir rúmum 900 milljörðum króna í samgöngur. Hildur Sverris var spurð út í þessi fyrrgreind mál, og hvort tekist væri á um þau innan stjórnarflokka. „Þetta er allt undir, það er best að segja það. En við sjáum fyrir endann á þessu og það er eðlilegt að þingstörfin gangi, eigum við að segja, ekki hratt fyrir sig þegar þetta er enn í samningafasa hér í húsinu. Það er bara eðlilegt.“
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Hvalveiðar Samgöngur Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“