Fótbolti

Kevin Camp­bell látinn eftir stutt veikindi

Siggeir Ævarsson skrifar
Campbell í leik með Arsenal 1991
Campbell í leik með Arsenal 1991 Vísir/Getty

Kevin Campbell, fyrrum framherji Arsenal og Everton, er látinn eftir stutta baráttu við veikindi. Campbell var 54 ára.

Fréttir af veikindum Campbell bárust þann 2. júní í gegnum samfélagsmiðla Everton en hann lék með Everton á árunum 1999-2005.

Campbell, sem var fæddur árið 1970, hóf ferilinn ungur að árum hjá Arsenal árið 1985 og lék síðan með aðalliði félagsins 1988-95. Alls lék hann 163 deildarleiki með Arsenal og skoraði í þeim 46 mörk. Hann varð Englandsmeistari með liðinu 1991 og vann einnig ensku bikarkeppnina, deildabikarinn og Evrópukeppni bikarhafa.

Eini landsleikur Campbell kom árið 1991 þegar hann lék með B-liði Englands en hann er sá leikmaður sem hefur skorað flest mörk í ensku úrvalsdeildinni án þess að spila landsleik fyrir England, þar sem B-liðið telur ekki í þeirri tölfræði.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×