Skömm stjórnvalda - íslensk börn með erlendan bakgrunn Birna Gunnlaugsdóttir skrifar 15. júní 2024 16:00 Ég er kennari í grunnskóla þar sem um helmingur nemenda eru Íslendingar með erlendan bakgrunn og tala annað mál en íslensku heima hjá sér. Yfir vetrartímann eru þau 5,5 klukkustundir í skólanum á dag og þar er töluð íslenska. Annars eru þau að nær öllu leyti í öðru málumhverfi. Einhver eru í frístund upp í 3. bekk eftir skóla og sum eru í íþróttum. Í hvoru tveggja er minni þátttaka þessara barna en íslenskra barna með íslenskan bakgrunn. Í þær tæplega 5 klukkustundir sem þau eru inni í kennslustundum yfir daginn, í kannski 24 barna bekk, getur fólk gert sér í hugarlund hvað þau fá mikla talþjálfun í íslensku. Vissulega eru stundum umræður, en mest megnis er kennarinn með innlögn og síðan er unnið í verkefnum, stundum tvö saman og stundum í hóp, en oftast ein. Í ýmsum samræðum sem hvatt er til, reyna íslensku börnin með erlenda barkgrunnin gjarnan að komast undan því að tala. Hver vegna? Jú vegna þess að þau hafa aldrei fengið almennnilega kennslu í íslensku sem öðru tungumáli. Fædd á Íslandi og komin í 4., 5., 6., 7. bekk og eldri tala þau í gjarnan í stykkorðum og hafa auk þess afar takmarkaðan orðaforða. Kennslumagnið í íslensku sem öðru tungumáli sem þau hafa fengið er um það bil tvær til þrjár 40 mínútna stundir á viku í þrjú til fjögur ár, og ekkert ef kennarinn forfallast. Það er að auki upp og ofan hvort kennarinn hafi sérfræðiþekkingu í kennslu íslensku sem öðru tungumáli, sem er reyndar sjaldnast. Við erum nú með heilu kynslóðirnar af börnum og ungmennum á Íslandi sem hafa verið vanrækt með þessum hætti og leyfum okkur svo að hneikslast yfir því að íslenskunni fari hrakandi. En gleymum kannski um leið hverslangs rasisma þjóðin stendur í raun fyrir, eða átti ekki bara að flytja inn þögult vinnuafl? Reykjavíkurborg hefur þó nýverið tekið sig á í þessum efnum til samr´mis við Aðalnámsskrá grunnskóla frá 2016 og er viðmiðið nú eitt stöðugildi íslenskukennara fyrir u.þ.b. 72 tvítyngd börn. Hinsvegar er ríkið ekki að greiða til Jöfnunarsjóðs sveitafélaga þannig að hægt sé að vinna samkvæmt nýlegri námsskrá í íslensku sem öðru tungumáli, sem væri þó annars framför. Síðan 2021 hafa smá saman verið sett á stofn fimm Íslenskuver í Reykjavíkurborg fyrir nýkomin börn innflytjenda. Þau taka þó aðeins við börnum sem eru komin vel á legg þ.e. í 5. bekk þar sem ekki eru næg stöðugildi til að kenna þeim frá 3. bekkjar aldri eins og nýleg aðalnámsskrá gerir ráð fyrir. Íslenskuverin sækja börnin samhliða venjulegri skólagöngu. Eftir 3-6 mánuði útskrifast þau þaðan og fara þá alfarið í almennan bekk. Eftirfylgni er engin. Á dögunum var ég í heimsókn í sænskum grunnskóla þar sem 78% nemenda eru Svíar með erlendanbakgrunn. Menntayfirvöld hafa umfangsmikinn ramma utan um sænsku sem annað mál, þeir setja lög og reglugerðir, útbúa stöðumat, námsmat og kennsluleiðbeiningar, sem þeir – athugið - setja fjármagn í og fara eftir. Til samanburðar við okkur þá er ferlið í Svíþjóð markvisst og í föstum skorðum, en ekki aðeins á pappír. Fyrsta skref er að nemendur eru innritaðir í skólakerfið í gegnum prógramm sem heitir Start Stokkholm. Skólaskrifstofan sér um fyrsta stig og í því flest að grunnupplýsingar um nemenda eru teknar, stöðumat er tekið og séð er um að finna skóla fyrir nemendur. Fyrsti mánuðurinn í skólanum er kallaður Velkomin, og þá er nemandi með skertan skóladag og er það hugsað til aðlögðunar. Skólastjóri stýrir því síðan hvort nemandi fari í móttökubekk eða ekki út frá sænskukunnáttu hans. Kennslan í móttökubekknum er vel skipulögð og hæfniviðmiðin hlustun, tjáning, lestur og ritun er í forgrunni. Í móttökubekknum fá nemendur stuðningstíma í íþróttum og list- og verkgreinum. Þarna eru nemendur yfirleitt í eitt ár, en geta verið í allt að tvö ár. Smátt og smátt fara þau meira inn í bekk, þar til að lokum þau taka fullan þátt í bekkjarkennslu þegar þau hafa náð sænskunni. Bygga svenska er námsmat fyrir skólana og kennara til að meta námsframvindu nemenda af erlendum uppruna í sænsku sem annað mál, frá byrjunarstigi til framhaldsstig og eru þrepin fimm. Svíar af erlendum uppruna sem fæddir eru í Svíþjóð fara annað hvort í sænsku eða sænsku sem annað mál, skólastjóri ákvarðar það eftir mati á námsframvindu Ekki mál gleyma því að Svíar bjóða fullorðnum nýjum Svíum, foreldrunum, upp á tvö ókeypis sænskunámskeið við komuna til landsins. Og hvað gerir íslenska ríkið fyrir fullorðna fólkið? Ekkert! – Ef til vill er óþarfi að nefna það að í Stokkhólmi eru ekki nánast allir leiðarvísar á ensku eins og hérlendis heldur á sænsku, sem og heiti á verslunum og veitingastöðum. Tali kona á sinni alíslensku skandinavísku reynir enginn að fá hana til að tala ensku. Sænskukennsla nýrra Svía er samfélagslegt viðfangsefni og tekið er á tungumálanámi barna að ábyrgð. Það er hægt, en Íslendingar ala af sér heilu kynslóðirnar sem hafa litla möguleika á framhaldsnámi og þar með fjölbreytileika í starfi. Þar liggur skömm stjórnvalda. Höfundur er kennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Skóla- og menntamál Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Ég er kennari í grunnskóla þar sem um helmingur nemenda eru Íslendingar með erlendan bakgrunn og tala annað mál en íslensku heima hjá sér. Yfir vetrartímann eru þau 5,5 klukkustundir í skólanum á dag og þar er töluð íslenska. Annars eru þau að nær öllu leyti í öðru málumhverfi. Einhver eru í frístund upp í 3. bekk eftir skóla og sum eru í íþróttum. Í hvoru tveggja er minni þátttaka þessara barna en íslenskra barna með íslenskan bakgrunn. Í þær tæplega 5 klukkustundir sem þau eru inni í kennslustundum yfir daginn, í kannski 24 barna bekk, getur fólk gert sér í hugarlund hvað þau fá mikla talþjálfun í íslensku. Vissulega eru stundum umræður, en mest megnis er kennarinn með innlögn og síðan er unnið í verkefnum, stundum tvö saman og stundum í hóp, en oftast ein. Í ýmsum samræðum sem hvatt er til, reyna íslensku börnin með erlenda barkgrunnin gjarnan að komast undan því að tala. Hver vegna? Jú vegna þess að þau hafa aldrei fengið almennnilega kennslu í íslensku sem öðru tungumáli. Fædd á Íslandi og komin í 4., 5., 6., 7. bekk og eldri tala þau í gjarnan í stykkorðum og hafa auk þess afar takmarkaðan orðaforða. Kennslumagnið í íslensku sem öðru tungumáli sem þau hafa fengið er um það bil tvær til þrjár 40 mínútna stundir á viku í þrjú til fjögur ár, og ekkert ef kennarinn forfallast. Það er að auki upp og ofan hvort kennarinn hafi sérfræðiþekkingu í kennslu íslensku sem öðru tungumáli, sem er reyndar sjaldnast. Við erum nú með heilu kynslóðirnar af börnum og ungmennum á Íslandi sem hafa verið vanrækt með þessum hætti og leyfum okkur svo að hneikslast yfir því að íslenskunni fari hrakandi. En gleymum kannski um leið hverslangs rasisma þjóðin stendur í raun fyrir, eða átti ekki bara að flytja inn þögult vinnuafl? Reykjavíkurborg hefur þó nýverið tekið sig á í þessum efnum til samr´mis við Aðalnámsskrá grunnskóla frá 2016 og er viðmiðið nú eitt stöðugildi íslenskukennara fyrir u.þ.b. 72 tvítyngd börn. Hinsvegar er ríkið ekki að greiða til Jöfnunarsjóðs sveitafélaga þannig að hægt sé að vinna samkvæmt nýlegri námsskrá í íslensku sem öðru tungumáli, sem væri þó annars framför. Síðan 2021 hafa smá saman verið sett á stofn fimm Íslenskuver í Reykjavíkurborg fyrir nýkomin börn innflytjenda. Þau taka þó aðeins við börnum sem eru komin vel á legg þ.e. í 5. bekk þar sem ekki eru næg stöðugildi til að kenna þeim frá 3. bekkjar aldri eins og nýleg aðalnámsskrá gerir ráð fyrir. Íslenskuverin sækja börnin samhliða venjulegri skólagöngu. Eftir 3-6 mánuði útskrifast þau þaðan og fara þá alfarið í almennan bekk. Eftirfylgni er engin. Á dögunum var ég í heimsókn í sænskum grunnskóla þar sem 78% nemenda eru Svíar með erlendanbakgrunn. Menntayfirvöld hafa umfangsmikinn ramma utan um sænsku sem annað mál, þeir setja lög og reglugerðir, útbúa stöðumat, námsmat og kennsluleiðbeiningar, sem þeir – athugið - setja fjármagn í og fara eftir. Til samanburðar við okkur þá er ferlið í Svíþjóð markvisst og í föstum skorðum, en ekki aðeins á pappír. Fyrsta skref er að nemendur eru innritaðir í skólakerfið í gegnum prógramm sem heitir Start Stokkholm. Skólaskrifstofan sér um fyrsta stig og í því flest að grunnupplýsingar um nemenda eru teknar, stöðumat er tekið og séð er um að finna skóla fyrir nemendur. Fyrsti mánuðurinn í skólanum er kallaður Velkomin, og þá er nemandi með skertan skóladag og er það hugsað til aðlögðunar. Skólastjóri stýrir því síðan hvort nemandi fari í móttökubekk eða ekki út frá sænskukunnáttu hans. Kennslan í móttökubekknum er vel skipulögð og hæfniviðmiðin hlustun, tjáning, lestur og ritun er í forgrunni. Í móttökubekknum fá nemendur stuðningstíma í íþróttum og list- og verkgreinum. Þarna eru nemendur yfirleitt í eitt ár, en geta verið í allt að tvö ár. Smátt og smátt fara þau meira inn í bekk, þar til að lokum þau taka fullan þátt í bekkjarkennslu þegar þau hafa náð sænskunni. Bygga svenska er námsmat fyrir skólana og kennara til að meta námsframvindu nemenda af erlendum uppruna í sænsku sem annað mál, frá byrjunarstigi til framhaldsstig og eru þrepin fimm. Svíar af erlendum uppruna sem fæddir eru í Svíþjóð fara annað hvort í sænsku eða sænsku sem annað mál, skólastjóri ákvarðar það eftir mati á námsframvindu Ekki mál gleyma því að Svíar bjóða fullorðnum nýjum Svíum, foreldrunum, upp á tvö ókeypis sænskunámskeið við komuna til landsins. Og hvað gerir íslenska ríkið fyrir fullorðna fólkið? Ekkert! – Ef til vill er óþarfi að nefna það að í Stokkhólmi eru ekki nánast allir leiðarvísar á ensku eins og hérlendis heldur á sænsku, sem og heiti á verslunum og veitingastöðum. Tali kona á sinni alíslensku skandinavísku reynir enginn að fá hana til að tala ensku. Sænskukennsla nýrra Svía er samfélagslegt viðfangsefni og tekið er á tungumálanámi barna að ábyrgð. Það er hægt, en Íslendingar ala af sér heilu kynslóðirnar sem hafa litla möguleika á framhaldsnámi og þar með fjölbreytileika í starfi. Þar liggur skömm stjórnvalda. Höfundur er kennari
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun