Yngsti þjálfari í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. júní 2024 23:17 Nýr þjálfari Brighton er stemningsmaður. Stuart Franklin/Getty Images Brighton & Hove Albion heldur áfram að fara ótroðnar slóðir í þjálfararáðningum sínum en nýr þjálfari liðsins mun verða sá yngsti í sögu ensku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Þegar Roberto De Zerbi ákvað að segja skilið við Brighton eftir tæplega tvö tímabil við stjórnvölin var næsta víst að Brighton myndi fara sínar eigin leiðir þegar kæmi að því að ráða nýjan stjóra. De Zerbi var óvænt ráðning enda aðeins starfað í Úkraínu og Ítalíu þar sem hann náði misjöfnum árangri en spilaði þó alltaf áferðafallega knattspyrnu. Þar áður var Graham Potter nokkuð óvænt ráðning en hann hafði átt fínt tímabil með Swansea City eftir að skapa sér nafn hjá Östersund í Svíþjóð. Nýr þjálfari Brighton er svo heldur betur óvæntur en það er hinn 31 árs gamli Fabian Hürzeler. Hann verður um leið yngsti þjálfari í sögu deildarinnar. We are pleased to confirm that Fabian Hürzeler will become our new men’s first-team head coach. 💙🤍 Fabian has agreed a contract until June 2027. Once his work permit is processed, he will begin work straight away! 🤝— Brighton & Hove Albion (@OfficialBHAFC) June 15, 2024 Hürzeler hefur þjálfað St. Pauli síðan 2022 og kom liðinu upp í þýsku úrvalsdeildina á nýafstöðnu tímabili. Þar áður stýrði hann FC Pipinsried í neðri deildum Þýskalands ásamt því að spila með liðinu. Þjálfarinn ungi var á sínum tíma efnilegur leikmaður og á landsleiki með U15-U19 ára landsliðum Þýskalands. Spilaði hann með stórum félögum - Bayern München, Hoffenheim og 1860 München – en hins vegar eingöngu með varaliðum þeirra. Það virðist hafa verið rétt skref að snúa sér að þjálfun en hann mun nú stýra Brighton í því sem er af mörgum talið vera sterkasta deild heims. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Fleiri fréttir Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Sjá meira
Þegar Roberto De Zerbi ákvað að segja skilið við Brighton eftir tæplega tvö tímabil við stjórnvölin var næsta víst að Brighton myndi fara sínar eigin leiðir þegar kæmi að því að ráða nýjan stjóra. De Zerbi var óvænt ráðning enda aðeins starfað í Úkraínu og Ítalíu þar sem hann náði misjöfnum árangri en spilaði þó alltaf áferðafallega knattspyrnu. Þar áður var Graham Potter nokkuð óvænt ráðning en hann hafði átt fínt tímabil með Swansea City eftir að skapa sér nafn hjá Östersund í Svíþjóð. Nýr þjálfari Brighton er svo heldur betur óvæntur en það er hinn 31 árs gamli Fabian Hürzeler. Hann verður um leið yngsti þjálfari í sögu deildarinnar. We are pleased to confirm that Fabian Hürzeler will become our new men’s first-team head coach. 💙🤍 Fabian has agreed a contract until June 2027. Once his work permit is processed, he will begin work straight away! 🤝— Brighton & Hove Albion (@OfficialBHAFC) June 15, 2024 Hürzeler hefur þjálfað St. Pauli síðan 2022 og kom liðinu upp í þýsku úrvalsdeildina á nýafstöðnu tímabili. Þar áður stýrði hann FC Pipinsried í neðri deildum Þýskalands ásamt því að spila með liðinu. Þjálfarinn ungi var á sínum tíma efnilegur leikmaður og á landsleiki með U15-U19 ára landsliðum Þýskalands. Spilaði hann með stórum félögum - Bayern München, Hoffenheim og 1860 München – en hins vegar eingöngu með varaliðum þeirra. Það virðist hafa verið rétt skref að snúa sér að þjálfun en hann mun nú stýra Brighton í því sem er af mörgum talið vera sterkasta deild heims.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Fleiri fréttir Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Sjá meira