Segir England ekki eiga möguleika með Trent á miðjunni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. júní 2024 11:16 Trent í vináttuleiknum gegn Íslandi á Wembley. Ísland vann 1-0. Alex Nicodim/Getty Images Miðvallarleikmaðurinn fyrrverandi Roy Keane segir England ekki eiga möguleika á að vinna Evrópumót karla í knattspyrnu fari svo að hægri bakvörðurinn Trent Alexander-Arnold byrji á miðjunni þegar mest á reynir. Þessi fyrrum landsliðsmaður Írlands og Manchester United er ekki þekktur að liggja á skoðunum sínum. Hann mun fjalla um EM í sumar og lét í sér heyra í aðdraganda leiks England og Serbíu sem fram fer síðar í dag, sunnudag. „England er með nokkra frábæra einstaklinga, fjóra eða fimm leikmenn sem myndu labba inn í hvaða lið sem er á þessu móti. En þeir verða að finna hið fullkomna jafnvægi,“ sagði Keane í viðtali á ITV Sport. „Þú ert með leikmenn sem geta unnið leiki upp á sitt einsdæmi en vandamálið er að verjast gegn betri liðum mótsins. Þeir verða fínir í riðlinum og Trent verður fínn á miðjunni þá. En gegn virkilega háklassa mótherja þá verður hann í vandræðum.“ „Ég tel að hann verði tættur í sundur ef hann spilar á miðjunni gegn liði sem við teljum vera með þeim betri á mótinu,“ sagði Keane jafnframt. Roy Keane claims that Trent Alexander-Arnold will be 'ripped to shreds' if he plays in midfield for England in the latter stages of Euro 2024 https://t.co/DRoR6rLjia— Mail Sport (@MailSport) June 15, 2024 Mikið hefur verið rætt og ritað um miðju Englands í aðdraganda mótsins en talið er næsta víst að Declan Rice og Jude Bellingam verði aðalmennirnir á þriggja manna miðju liðsins. Stóra spurningin er hver stendur vaktina með þeim. Leikur Englands og Serbíu hefst klukkan 19.00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Þessi fyrrum landsliðsmaður Írlands og Manchester United er ekki þekktur að liggja á skoðunum sínum. Hann mun fjalla um EM í sumar og lét í sér heyra í aðdraganda leiks England og Serbíu sem fram fer síðar í dag, sunnudag. „England er með nokkra frábæra einstaklinga, fjóra eða fimm leikmenn sem myndu labba inn í hvaða lið sem er á þessu móti. En þeir verða að finna hið fullkomna jafnvægi,“ sagði Keane í viðtali á ITV Sport. „Þú ert með leikmenn sem geta unnið leiki upp á sitt einsdæmi en vandamálið er að verjast gegn betri liðum mótsins. Þeir verða fínir í riðlinum og Trent verður fínn á miðjunni þá. En gegn virkilega háklassa mótherja þá verður hann í vandræðum.“ „Ég tel að hann verði tættur í sundur ef hann spilar á miðjunni gegn liði sem við teljum vera með þeim betri á mótinu,“ sagði Keane jafnframt. Roy Keane claims that Trent Alexander-Arnold will be 'ripped to shreds' if he plays in midfield for England in the latter stages of Euro 2024 https://t.co/DRoR6rLjia— Mail Sport (@MailSport) June 15, 2024 Mikið hefur verið rætt og ritað um miðju Englands í aðdraganda mótsins en talið er næsta víst að Declan Rice og Jude Bellingam verði aðalmennirnir á þriggja manna miðju liðsins. Stóra spurningin er hver stendur vaktina með þeim. Leikur Englands og Serbíu hefst klukkan 19.00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira