Oddviti Garðarbæjarlistans hættir í Samfylkingunni Jón Þór Stefánsson skrifar 16. júní 2024 17:42 Þorbjörg Þorvaldsdóttir mun halda áfram sem oddviti Garðarbæjarlistans. Vísir Þorbjörg Þorvaldsdóttir, bæjarfulltrúi í Garðarbæ, hefur sagt sig úr Samfylkingunni vegna áherslu flokksins í útlendingamálum. Kornið sem virðist hafa fyllt mælinn hjá Þorbjörgu var að þingflokkur Samfylkingarinnar hafi setið hjá þegar kosið var um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra í vikunni. Þorbjörg er oddviti Garðarbæjarlistans, sem er sameiginlegt framboð Samfylkingar, Vinstri grænna og Pírata í Garðarbæ. Hún segist ætla að halda áfram sem oddviti listans óháð. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Þorbjargar. „Samfylkingin er í stjórnarandstöðu, segist draga línu í sandinn þegar kemur að fjölskyldusameiningum - en er samt ekki á rauðu við atkvæðagreiðsluna? Hver er tilgangurinn með því að standa ekki með jaðarsettasta fólkinu á Íslandi?“ spyr hún í færslu sinni. Að sögn Þorbjargar kemur afgreiðsla Samfylkingarinnar í kjölfar langrar þagnar um mannréttindamál og skrýtinna ummæla forystu flokksins um útlendingamál. Hún segist skynja aukna þjóðernishyggju í framsetningu flokksins. Þá segir hún ræður Samfylkingarfólks vera farnar að hljóma eins og „Miðflokkurinn hafi skrifað þær“. „Mér er það orðið algjörlega ljóst að fólk með mínar áherslur mun ekki fá svigrúm til þess að hafa áhrif innan flokksins á næstu misserum og satt best að segja vil ég ekki láta bendla mig lengur við flokk sem finnst í lagi að gera aðstæður flóttafólks á Íslandi ennþá ömurlegri en orðið er - og koma beinlínis í veg fyrir að fólkið sem ég tek stundum á móti í vinnunni fái tækifæri til þess að leita betra lífs,“ segir Þorbjörg. „Ég hef ekki lengur áhuga á því að hlusta á flokksfélaga mína réttlæta þessa stefnubreytingu og segja mér að hún hafi ekki orðið. En staðan er greinilega sú að það virðist vera orðið of róttækt fyrir Samfylkinguna að tala skýrt fyrir mannréttindum. Það hefði verið svo auðvelt að halda þeim á lofti samhliða öllu hinu, því mannleg reisn og meðvitund um að fólk býr við mismunandi aðstæður og tækifæri kemur við sögu í öllum málaflokkum. Ég er þess fullviss að Samfylkingin er að gera reginmistök.“ Þorbjörg segist ekki lengur treysta Samfylkingunni fyrir sínum hjartans málum í pólitík. „Ég ákvað þess vegna hér í blíðunni á Ítalíu að segja mig úr flokknum. Ég mun halda áfram sem oddviti Garðabæjarlistans í bæjarstjórn Garðabæjar, óháð, enda erum við þverpólitískt félagshyggjuframboð. Ég óska vinum mínum og samstarfsfélögum í Samfylkingunni alls hins besta.“ Samfylkingin Garðabær Alþingi Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Sjá meira
Þorbjörg er oddviti Garðarbæjarlistans, sem er sameiginlegt framboð Samfylkingar, Vinstri grænna og Pírata í Garðarbæ. Hún segist ætla að halda áfram sem oddviti listans óháð. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Þorbjargar. „Samfylkingin er í stjórnarandstöðu, segist draga línu í sandinn þegar kemur að fjölskyldusameiningum - en er samt ekki á rauðu við atkvæðagreiðsluna? Hver er tilgangurinn með því að standa ekki með jaðarsettasta fólkinu á Íslandi?“ spyr hún í færslu sinni. Að sögn Þorbjargar kemur afgreiðsla Samfylkingarinnar í kjölfar langrar þagnar um mannréttindamál og skrýtinna ummæla forystu flokksins um útlendingamál. Hún segist skynja aukna þjóðernishyggju í framsetningu flokksins. Þá segir hún ræður Samfylkingarfólks vera farnar að hljóma eins og „Miðflokkurinn hafi skrifað þær“. „Mér er það orðið algjörlega ljóst að fólk með mínar áherslur mun ekki fá svigrúm til þess að hafa áhrif innan flokksins á næstu misserum og satt best að segja vil ég ekki láta bendla mig lengur við flokk sem finnst í lagi að gera aðstæður flóttafólks á Íslandi ennþá ömurlegri en orðið er - og koma beinlínis í veg fyrir að fólkið sem ég tek stundum á móti í vinnunni fái tækifæri til þess að leita betra lífs,“ segir Þorbjörg. „Ég hef ekki lengur áhuga á því að hlusta á flokksfélaga mína réttlæta þessa stefnubreytingu og segja mér að hún hafi ekki orðið. En staðan er greinilega sú að það virðist vera orðið of róttækt fyrir Samfylkinguna að tala skýrt fyrir mannréttindum. Það hefði verið svo auðvelt að halda þeim á lofti samhliða öllu hinu, því mannleg reisn og meðvitund um að fólk býr við mismunandi aðstæður og tækifæri kemur við sögu í öllum málaflokkum. Ég er þess fullviss að Samfylkingin er að gera reginmistök.“ Þorbjörg segist ekki lengur treysta Samfylkingunni fyrir sínum hjartans málum í pólitík. „Ég ákvað þess vegna hér í blíðunni á Ítalíu að segja mig úr flokknum. Ég mun halda áfram sem oddviti Garðabæjarlistans í bæjarstjórn Garðabæjar, óháð, enda erum við þverpólitískt félagshyggjuframboð. Ég óska vinum mínum og samstarfsfélögum í Samfylkingunni alls hins besta.“
Samfylkingin Garðabær Alþingi Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Sjá meira