„Hvernig getur sama fólk snúist svona í skoðunum sínum?“ Jón Þór Stefánsson skrifar 16. júní 2024 20:30 Helga Vala Helgadóttir lögmaður og fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, segir flokkinn vera veikari án Þorbjargar Þorvaldsdóttur, bæjarfulltrúa í Garðabæ, sem tilkynnti fyrr í dag að hún væri hætt í Samfylkingunni. Það segir hún í færslu á Facebook þar sem hún beinir jafnframt spjótum sínum að Samfylkingunni. Í samtali við fréttastofu segist Helga Vala enn vera skráður félagi í Samfylkingunni, en að hún hafi áhyggjur af þróun mála hjá flokknum. „Mér finnst þetta bara mjög sorgleg þróun hjá flokknum. Ég hef mjög miklar áhyggjur,“ segir Helga Vala. Þorbjörg er oddviti Garðarbæjarlistans, sem er sameiginlegt framboð Samfylkingar, Vinstri grænna og Pírata í Garðarbæ. Hún segist ætla að halda áfram sem oddviti listans óháð. Það sem varð til þess að Þorbjörg ákvað að hætta í Samfylkingunni er áhersla flokksins í útlendingamálum, og þá sérstaklega að hann hafi setið hjá í atkvæðagreiðslu um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra sem var samþykkt í síðustu viku. „Þetta er svo óendanlega ömurlegt bara, ég skil alls ekki neitt. Hvernig sér forysta Samfylkingarinnar fyrir sér að miðla málum í ríkisstjórn þegar öll grundvallarmálin eru fokin áður en í kosningarnar er komið?“ Hvernig getur flokkur sem fyrir örstuttu síðan stóð fyrir mannúð, jöfnuði og samkennd með fólki í viðkvæmri stöðu sleppt því að taka afstöðu í svona grundvallarmáli? Hvað munum við þá sjá þegar flokkurinn þarf raunverulega að fara í málamiðlanir?“ segir Helga Vala í færslu sinni sem er stútfull af spurningum. „Er forysta flokksins kannski bara með þessar skoðanir? Að útlendingastefna Mette Fredriksen, sú harðasta í norður- Evrópu, sem forystufólk flokksins gagnrýndi harkalega fyrir örstuttu síðan, sé kannski bara hin eina rétta stefna? Hvernig getur sama fólk snúist svona í skoðunum sínum?“ Jafnframt spyr hún hvað annað hafi breyst í heiminum en að stríð hafi byrjað í næsta nágrenni og fólk á flótta aldrei verið fleira. „Er stríðshrjáð fólk, sem leitar verndar á Íslandi í minni neyð en áður? Telur þingfólk sem sat hjá að réttlætanlegt sé að íþyngja Útlendingastofnun með tilhæfulausum umsóknum um endurnýjun dvalarleyfa þegar stríð geysar enn sem fyrr víða um heim svo málin safnast enn hraðar upp á borðum Útlendingastofnunar? Telur hjásetufólk að fólk sem fengið hefur vernd verði betri borgarar hér á landi með því að fá að bíða í áratug eftir börnum sínum og mökum og var það þess vegna sem það sat hjá í atkvæðagreiðslunni því það gat ekki tekið afstöðu gegn þeirri aðgerð og öllum hinum?“ Samfylkingin Alþingi Garðabær Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Fleiri fréttir Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Sjá meira
Í samtali við fréttastofu segist Helga Vala enn vera skráður félagi í Samfylkingunni, en að hún hafi áhyggjur af þróun mála hjá flokknum. „Mér finnst þetta bara mjög sorgleg þróun hjá flokknum. Ég hef mjög miklar áhyggjur,“ segir Helga Vala. Þorbjörg er oddviti Garðarbæjarlistans, sem er sameiginlegt framboð Samfylkingar, Vinstri grænna og Pírata í Garðarbæ. Hún segist ætla að halda áfram sem oddviti listans óháð. Það sem varð til þess að Þorbjörg ákvað að hætta í Samfylkingunni er áhersla flokksins í útlendingamálum, og þá sérstaklega að hann hafi setið hjá í atkvæðagreiðslu um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra sem var samþykkt í síðustu viku. „Þetta er svo óendanlega ömurlegt bara, ég skil alls ekki neitt. Hvernig sér forysta Samfylkingarinnar fyrir sér að miðla málum í ríkisstjórn þegar öll grundvallarmálin eru fokin áður en í kosningarnar er komið?“ Hvernig getur flokkur sem fyrir örstuttu síðan stóð fyrir mannúð, jöfnuði og samkennd með fólki í viðkvæmri stöðu sleppt því að taka afstöðu í svona grundvallarmáli? Hvað munum við þá sjá þegar flokkurinn þarf raunverulega að fara í málamiðlanir?“ segir Helga Vala í færslu sinni sem er stútfull af spurningum. „Er forysta flokksins kannski bara með þessar skoðanir? Að útlendingastefna Mette Fredriksen, sú harðasta í norður- Evrópu, sem forystufólk flokksins gagnrýndi harkalega fyrir örstuttu síðan, sé kannski bara hin eina rétta stefna? Hvernig getur sama fólk snúist svona í skoðunum sínum?“ Jafnframt spyr hún hvað annað hafi breyst í heiminum en að stríð hafi byrjað í næsta nágrenni og fólk á flótta aldrei verið fleira. „Er stríðshrjáð fólk, sem leitar verndar á Íslandi í minni neyð en áður? Telur þingfólk sem sat hjá að réttlætanlegt sé að íþyngja Útlendingastofnun með tilhæfulausum umsóknum um endurnýjun dvalarleyfa þegar stríð geysar enn sem fyrr víða um heim svo málin safnast enn hraðar upp á borðum Útlendingastofnunar? Telur hjásetufólk að fólk sem fengið hefur vernd verði betri borgarar hér á landi með því að fá að bíða í áratug eftir börnum sínum og mökum og var það þess vegna sem það sat hjá í atkvæðagreiðslunni því það gat ekki tekið afstöðu gegn þeirri aðgerð og öllum hinum?“
Samfylkingin Alþingi Garðabær Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Fleiri fréttir Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Sjá meira