Í tveggja leikja bann fyrir tæklinguna ljótu á Gündoğan Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. júní 2024 19:46 Sá þýski var heppinn að löppin fór ekki í tvennt. Clive Mason/Getty Images Ryan Porteous, varnarmaður Skotlands, hefur að öllum líkindum leikið sinn síðasta leik á EM karla í fótbolta. Ástæðan er sú að hann hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann vegna tæklingar sem hann fór í þegar Skotland tapaði 5-1 fyrir Þýskalandi í fyrstu umferð mótsins. Skotland gat vart byrjað EM í Þýskalandi mikið verr. Eftir innan við tuttugu mínútur var staðan orðin 2-0 Þýskalandi í vil og í uppbótartíma fyrri hálfleiks fór hinn 25 ára gamli Porteous í galna tæklingu innan eigin vítateigs. Hann potaði tánni í boltann en lenti af öllu afli á İlkay Gündoğan, miðjumanni Þýskalands. Niðurstaðan rautt spjald og vítaspyrna. Þýskaland skoraði úr vítinu og staðan 3-0 í hálfleik. Á einhvern ótrúlegan hátt skoraði Skotland í síðari hálfleik en Þjóðverjar skoruðu tvö og unnu 5-1 sigur sem var síst of stór. Vegna rauða spjaldsins var vitað að Porteous yrði ekki með í næsta leik Skotlands, gegn Sviss á miðvikudaginn kemur. Nú hefur hins vegar verið staðfest að leikmaðurinn sé á leið í tveggja leikja bann og missir því af báðum leikjunum sem eftir eru í riðlinum. BREAKING: UEFA have banned Scotland defender Ryan Porteous for two matches at Euro 2024 for “serious rough play” after his red card against Germany 🚨 pic.twitter.com/X7144A5wdq— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 17, 2024 Sá fyrri gegn Sviss og sá síðari gegn Ungverjalandi á sunnudaginn 23. júní. Ef marka má úrslit og frammistöðu Skotlands gegn Þýskalandi þá er hægt að draga þá ályktun að liðið fari ekki upp úr riðlinum og þátttöku Porteous á EM 2024 því lokið. Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Southampton | Botnliðið mætir á Brúna Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Sjá meira
Ástæðan er sú að hann hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann vegna tæklingar sem hann fór í þegar Skotland tapaði 5-1 fyrir Þýskalandi í fyrstu umferð mótsins. Skotland gat vart byrjað EM í Þýskalandi mikið verr. Eftir innan við tuttugu mínútur var staðan orðin 2-0 Þýskalandi í vil og í uppbótartíma fyrri hálfleiks fór hinn 25 ára gamli Porteous í galna tæklingu innan eigin vítateigs. Hann potaði tánni í boltann en lenti af öllu afli á İlkay Gündoğan, miðjumanni Þýskalands. Niðurstaðan rautt spjald og vítaspyrna. Þýskaland skoraði úr vítinu og staðan 3-0 í hálfleik. Á einhvern ótrúlegan hátt skoraði Skotland í síðari hálfleik en Þjóðverjar skoruðu tvö og unnu 5-1 sigur sem var síst of stór. Vegna rauða spjaldsins var vitað að Porteous yrði ekki með í næsta leik Skotlands, gegn Sviss á miðvikudaginn kemur. Nú hefur hins vegar verið staðfest að leikmaðurinn sé á leið í tveggja leikja bann og missir því af báðum leikjunum sem eftir eru í riðlinum. BREAKING: UEFA have banned Scotland defender Ryan Porteous for two matches at Euro 2024 for “serious rough play” after his red card against Germany 🚨 pic.twitter.com/X7144A5wdq— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 17, 2024 Sá fyrri gegn Sviss og sá síðari gegn Ungverjalandi á sunnudaginn 23. júní. Ef marka má úrslit og frammistöðu Skotlands gegn Þýskalandi þá er hægt að draga þá ályktun að liðið fari ekki upp úr riðlinum og þátttöku Porteous á EM 2024 því lokið.
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Southampton | Botnliðið mætir á Brúna Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Sjá meira