Samfylkingin ætli ekki að „bara vera með upphrópanir“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 18. júní 2024 08:31 Guðmundur Árni varaformaður Samfylkingarinnar svarar Þorbjörgu Þorvaldsdóttur sem gagnrýnir flokkinn fyrir afstöðuleysi í mannréttindamálum. vísir Guðmundur Árni Stefánsson varaformaður Samfylkingarinnar segir flokkinn búa sig undir að taka við landsstjórninni. Í því felist að taka afstöðu til allra mála á þeim forsendum að „iðka það sem við segjum og ekki bara vera með upphrópanir og andstöðu verandi í minnihluta“. Þannig svarar varaformaðurinn gagnrýni og umræðu um afstöðu flokksins í útlendingamálum, sem urðu til þess að Þorbjörg Þorvaldsdóttir, oddviti Garðabæjarlistans, gekk út úr Samfylkingunni. Þorbjörg kveðst ekki treysta flokknum í mannréttindamálum og sagði hjásetu flokksins í atkvæðagreiðslu um útlendingafrumvarpið kornið sem fyllti mælinn. „Ef að fólk er tilbúið til að gefa afslátt þar, þá veit ég ekki hvar það endar, og það er það sem mér finnst óþægilegt,“ sagði Þorbjörg. Í samtali við Morgunblaðið ítrekar Guðmundur Árni að Samfylkingin hafi ávallt í gegnum sögu flokksins staðið fyrir mannréttindum og lýðræði. Það geri flokkurinn enn. Varðandi útlendingafrumvarpið margnefnda segir hann: „Við lögðum fram breytingar við aðra umræðu, meðal annars um fjölskyldusameiningu, sem meirihlutinn felldi. Í frumvarpinu voru atriði til bóta eins og skemmri afgreiðslufrestur við hælisleitendur sem er þeim og íslensku samfélagi til hagsbóta og styðjum við það.“ Stefnan sé sambærileg annarri stefnu flokksins. „Málaflokkurinn er þannig að það þarf að stýra honum, en með mannúð og mildi að leiðarljósi, enda er jafnaðarmannaflokkurinn fjölþjóðlegur flokkur og ætlum við að taka á þessum málaflokki eins og öllum öðrum með þessar forsendur í huga,“ er haft eftir Guðmundi Árna sem segir flokkinn á blússandi ferð. Efstirsjá sé að Þorbjörgu en ágreining um ýmis málefni segir hann eðlilegan. Samfylkingin Mannréttindi Hælisleitendur Innflytjendamál Alþingi Tengdar fréttir „Hvernig getur sama fólk snúist svona í skoðunum sínum?“ Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, segir flokkinn vera veikari án Þorbjargar Þorvaldsdóttur, bæjarfulltrúa í Garðabæ, sem tilkynnti fyrr í dag að hún væri hætt í Samfylkingunni. Það segir hún í færslu á Facebook þar sem hún beinir jafnframt spjótum sínum að Samfylkingunni. 16. júní 2024 20:30 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Þannig svarar varaformaðurinn gagnrýni og umræðu um afstöðu flokksins í útlendingamálum, sem urðu til þess að Þorbjörg Þorvaldsdóttir, oddviti Garðabæjarlistans, gekk út úr Samfylkingunni. Þorbjörg kveðst ekki treysta flokknum í mannréttindamálum og sagði hjásetu flokksins í atkvæðagreiðslu um útlendingafrumvarpið kornið sem fyllti mælinn. „Ef að fólk er tilbúið til að gefa afslátt þar, þá veit ég ekki hvar það endar, og það er það sem mér finnst óþægilegt,“ sagði Þorbjörg. Í samtali við Morgunblaðið ítrekar Guðmundur Árni að Samfylkingin hafi ávallt í gegnum sögu flokksins staðið fyrir mannréttindum og lýðræði. Það geri flokkurinn enn. Varðandi útlendingafrumvarpið margnefnda segir hann: „Við lögðum fram breytingar við aðra umræðu, meðal annars um fjölskyldusameiningu, sem meirihlutinn felldi. Í frumvarpinu voru atriði til bóta eins og skemmri afgreiðslufrestur við hælisleitendur sem er þeim og íslensku samfélagi til hagsbóta og styðjum við það.“ Stefnan sé sambærileg annarri stefnu flokksins. „Málaflokkurinn er þannig að það þarf að stýra honum, en með mannúð og mildi að leiðarljósi, enda er jafnaðarmannaflokkurinn fjölþjóðlegur flokkur og ætlum við að taka á þessum málaflokki eins og öllum öðrum með þessar forsendur í huga,“ er haft eftir Guðmundi Árna sem segir flokkinn á blússandi ferð. Efstirsjá sé að Þorbjörgu en ágreining um ýmis málefni segir hann eðlilegan.
Samfylkingin Mannréttindi Hælisleitendur Innflytjendamál Alþingi Tengdar fréttir „Hvernig getur sama fólk snúist svona í skoðunum sínum?“ Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, segir flokkinn vera veikari án Þorbjargar Þorvaldsdóttur, bæjarfulltrúa í Garðabæ, sem tilkynnti fyrr í dag að hún væri hætt í Samfylkingunni. Það segir hún í færslu á Facebook þar sem hún beinir jafnframt spjótum sínum að Samfylkingunni. 16. júní 2024 20:30 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
„Hvernig getur sama fólk snúist svona í skoðunum sínum?“ Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, segir flokkinn vera veikari án Þorbjargar Þorvaldsdóttur, bæjarfulltrúa í Garðabæ, sem tilkynnti fyrr í dag að hún væri hætt í Samfylkingunni. Það segir hún í færslu á Facebook þar sem hún beinir jafnframt spjótum sínum að Samfylkingunni. 16. júní 2024 20:30