Fjármálaráðherra hafi slátrað eigin samgönguáætlun Jakob Bjarnar skrifar 18. júní 2024 15:40 Þorbjörg Sigríður þjarmaði að Sigurði Inga og spurði hann meðal annars hvort hann væri ekki örugglega hann, en ekki annar, með óbeinni vísun í Arthur Rimbaud. vísir/vilhelm Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Viðreisn spurði Sigurð Inga Jóhannsson fjármálaráðherra hvernig það mætti vera að samgönguáætlun hafi verið slátrað en þar eru allar samgönguáætlanir landsins undir. Sigurður Ingi sagði Þorbjörgu Sigríði nota gildishlaðin lýsingarorð og túlka orð sín frjálslega. Þorbjörg Sigríður steig í pontu í óundirbúnum fyrirspurnartíma og beindi fyrirspurn til Sigurðar Inga vegna samgönguáætlunar, sem hefur verið sett í salt þar til í haust. En að sögn Þorbjargar Sigríðar eru þar undir samgöngufjárfestingar til næstu 15 ára – fjármagnið sem undir er telur 900 milljarða. „Samgönguáætlun er – eða var - eitt stærsta verkefni þingsins í ár. Hún varðar framkvæmdir til næstu 15 ára og fjárfestingu fyrir rúma 900 milljarða,“ sagði Þorbjörg Sigríður. Hún sagði mikla vinnu hafa farið í þetta mikilvæga innviðamál. Umhverfis- og samgöngunefnd hafi unnið að þessu síðan í október. Um 70 aðilar hafa lagt fram umsagnir um málið og nefndin fundað með fulltrúum sveitarfélaga landsins og mörgum öðrum hagaðilum. „Allar samgöngur landsins, hafnir, vegir og göng eru þarna undir. Þýðingarmikið samgöngu-og innviðamál, öryggismál og byggðamál. Þáverandi innviðaráðherra sem hér stendur sem núverandi fjármálaráðherra lagði fram samgönguáætlun. Hann lagði svo reyndar líka síðar fram fjármálaáætlun.“ Allri vinnunni kastað í ruslið Og Þorbjörg Sigríður spyr hvað hafi eiginlega gerst á föstudagskvöldið? Meirihlutinn boðaði í skyndi til fundar í umhverfis- og samgöngunefnd þar sem þau tilkynntu að samgönguáætlun yrði ekki afgreidd fyrir sumarið. „Allri vinnunni var kastað í ruslið. Verði samgönguáætlun lögð fram aftur í haust þarf því að fara í alla vinnuna aftur, óska eftir umsögnum aftur og funda með öllum hagaðilum aftur. Sturluð tímasóun og kostnaður af svona vinnulagi.“ Sigríður Þorbjörg spurði hvað hafi eiginlega gerst á föstudagskvöldið sem varð til þess að allri vinnu nefndarinnar var fórnað?vísir/vilhelm Þorbjörg Sigríður sagði virðingu fyrir verkefninu sem varði vegi, hafnir, jarðgöng og flugsamgöngur um allt land var þá ekki meiri en svo að allri þessari vinnu var sturtað niður til þess eins að halda friðinn í þessu ógæfulega samstarfi. „Rök ríkisstjórnarinnar fyrir því að slátra samgönguáætlun eru, að þeirra eigin sögn, misræmi milli samgönguáætlunar og þess fjármagns sem ætlað er í verkefnið! Þessu misræmi er lýst sem óviðunandi ástandi. En hvar liggur þetta misræmi nákvæmlega? Er það misræmi milli samgönguáætlunar Sigurðar Inga og fjármálaáætlunar Sigurðar Inga? Liggur misræmið einhverstaðar á mörkum fyrrverandi innviðaráðherra og núverandi fjármálaráðherra?“ Ég er ekki ég, ég er annar Og Þorbjörg Sigríður spurði áfram: „Erum við ekki örugglega á því að þetta sé einn og sami maðurinn?“ Sigurður Ingi sagði Þorbjörgu Sigríði fara mikinn. En niðurstaðan væri ein spurning, eða svo telur hann vera. „Er Sigurður Ingi sami Sigurður Ingi og ef hún ætti við þann Sigurð Inga sem hér stendur er hann það.“ Þá sagði hann ónákvæmni gæta í fyrirspurn þingmannsins: 900 milljarða fjárfesting á 15 árum væri reyndar ekki alveg rétt – 900 milljarðar sem fara til samgöngumála og allt umfang, bæði vegagerð og Samgöngustofu á sama tímabili. „En fjárfestingin er umtalsverð og gríðarlega mikil og tekur á fjölmörgum þáttum eins og samgöngur, sáttmála höfuðborgar, sáttmálans pp verkefnum, samvinnu leyfðar, verkefnunum, jarðgangaáætlun og slíku.“ Sigurður Ingi tekur við lyklunum af fjármálaráðuneytinu, af Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur sem hafði þar skamma viðkomu.vísir/vilhelm Sigurður Ingi sagði Þorbjörgu Sigríði nota talsvert hástemmd lýsingarorð um gríðarlega vinnu nefndarinnar. „Ég hef nú heyrt frekar lítið af störfum nefndarinnar framan af vetri. Ég veit að hún hefur starfað þétt að þessari samgönguáætlun síðustu vikurnar en þegar ég var innviðaráðherra þá fannst mér hlutirnir ganga býsna hægt.“ Sigurður Ingi sagði ekki þekkja til sérstaks ágreinings á milli stjórnarflokkanna um afgreiðslu mála í samgönguáætlun. Þetta sé einfaldlega þannig að núverandi samgönguáætlun sé í gildi. „Öll verkefni sem þar eru fjármögnuð og það truflar þar af leiðandi ekkert þau verkefni. Það eina sem hefur staðið út af eru hafnar framkvæmdir vegna þess að það eru samstarfsverkefni með sveitarfélögunum hafnarsjóðanna.“ Ráðherra ósáttur við formanninn Bjarna Jónsson? Þorbjörg Sigríður þakkaði Sigurði Inga það að hann staðfesti að þar færi einn og sami Sigurður Inginn. „Sami maður og lagði fram samgönguáætlun og fjármálaáætlun sem ganga að manni sýnist innbyrðis ekki upp. Að hér sé einn og sami maðurinn sem hafi framleitt báða í skjöl.“ Þorbjörg Sigríður sagði ekki hægt að skilja orð Sigurðar Inga öðruvísi en svo að hann væri óánægður með formann umhverfis- og samgöngunefndar sem er Bjarni Jónsson VG; „að hann hafi ekki haldið nægilega þétt utan um þetta mál fyrst hann kvartar undan þunga nefndarinnar við vinnu á þessu máli.“ Þorbjörg Sigríður sagði ekki hægt að skilja orð Sigurðar Inga öðru vísi en að hann væri hundóánægður með formann umhverfis- og samgöngunefndar sem er Bjarni Jónsson Vg.vísir/vilhelm Þingmaðurinn sagði þá ekki hægt að skilja Sigurð Inga öðruvísi en svo að hans eigin samgönguáætlun hefði enga efnislega þýðingu, „Það sé ekkert í húfi, eins og hann orðar það sjálfur. Það eru stór orð þegar við erum að tala um allar samgönguinnviði landsins til 15 ára. Potturinn þar undir eru 900 milljarðar og fjármálaráðherra glænýr í embætti, talar um þessa þessar framkvæmdir í þágu samgangna landsins sem þætti sem engu máli skipta, að hér sé ekkert í húfi. Það er sérstakt og þá er kannski skiljanlegt að þessu hafi öllu verið kastað í ruslið.“ Hástemmd lýsingarorð og frjálsleg túlkun Sigurður Ingi sagði Þorbjörgu Sigríði enn halda áfram að nota hástemmd gildishlaðin lýsingarorð og túlkun á orðum sínum. „Ég sagði einfaldlega að núgildandi samgönguáætlun er í gildi. Þau verkefni sem eru samkvæmt henni eru fjármögnuð, það mun ekkert trufla það þó að málið komi að nýju til kasta þingsins í haust. Það er hins vegar þannig að endurskoðunin hefur staðið yfir á gríðarlega stóru verkefni.“ Fjármálaráðherra sagði þá fjármálaáætlun algerlega í takti við samgönguáætlun en hann skildi vel óskir þeirra sem eru í samgönguverkefnum og allra þeirra sem bíða eftir framkvæmdum, að fá meira fé. „Gerir það hins vegar ekki að verkum að það sé ekki hægt að klára samgönguáætlun í haust og það gerir heldur ekki að verkum að það sé ekki hægt að halda áfram þeim verkefnum sem eru í gangi í dag.“ Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Viðreisn Framsóknarflokkurinn Samgöngur Tengdar fréttir Stjórnarflokkarnir ekki enn komnir með forgangslista mála Stjórnarandstaðan hefur enn ekki verið upplýst um hvaða mál stjórnarflokkarnir leggja áherslu á að fá afgreidd á yfirstandandi vorþingi. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir formenn þingflokka stjórnarflokkanna forðast að ræða stöðuna. 18. júní 2024 11:42 Fá ekki fjármagn til að laga Flóttamannaleiðina fyrr en 2028 Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir fjármagn frá ríkinu til að ráðast í úrbætur á Flóttamannaleiðinni ekki koma fyrr en árið 2028. Unnið er að því að skila veginum til sveitarfélaganna. 16. júní 2024 13:31 Stefni í endurtekningu á síðasta vori Um áttatíu stjórnarmál bíða afgreiðslu nú þegar senn líður að þinglokum og meðal þeirra eru mörg stór og umdeild. Þingflokksformaður Samfylkingar segir margt benda til þess að ríkisstjórnin muni ekki geta komið sér saman um þau. 15. maí 2024 09:41 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
Þorbjörg Sigríður steig í pontu í óundirbúnum fyrirspurnartíma og beindi fyrirspurn til Sigurðar Inga vegna samgönguáætlunar, sem hefur verið sett í salt þar til í haust. En að sögn Þorbjargar Sigríðar eru þar undir samgöngufjárfestingar til næstu 15 ára – fjármagnið sem undir er telur 900 milljarða. „Samgönguáætlun er – eða var - eitt stærsta verkefni þingsins í ár. Hún varðar framkvæmdir til næstu 15 ára og fjárfestingu fyrir rúma 900 milljarða,“ sagði Þorbjörg Sigríður. Hún sagði mikla vinnu hafa farið í þetta mikilvæga innviðamál. Umhverfis- og samgöngunefnd hafi unnið að þessu síðan í október. Um 70 aðilar hafa lagt fram umsagnir um málið og nefndin fundað með fulltrúum sveitarfélaga landsins og mörgum öðrum hagaðilum. „Allar samgöngur landsins, hafnir, vegir og göng eru þarna undir. Þýðingarmikið samgöngu-og innviðamál, öryggismál og byggðamál. Þáverandi innviðaráðherra sem hér stendur sem núverandi fjármálaráðherra lagði fram samgönguáætlun. Hann lagði svo reyndar líka síðar fram fjármálaáætlun.“ Allri vinnunni kastað í ruslið Og Þorbjörg Sigríður spyr hvað hafi eiginlega gerst á föstudagskvöldið? Meirihlutinn boðaði í skyndi til fundar í umhverfis- og samgöngunefnd þar sem þau tilkynntu að samgönguáætlun yrði ekki afgreidd fyrir sumarið. „Allri vinnunni var kastað í ruslið. Verði samgönguáætlun lögð fram aftur í haust þarf því að fara í alla vinnuna aftur, óska eftir umsögnum aftur og funda með öllum hagaðilum aftur. Sturluð tímasóun og kostnaður af svona vinnulagi.“ Sigríður Þorbjörg spurði hvað hafi eiginlega gerst á föstudagskvöldið sem varð til þess að allri vinnu nefndarinnar var fórnað?vísir/vilhelm Þorbjörg Sigríður sagði virðingu fyrir verkefninu sem varði vegi, hafnir, jarðgöng og flugsamgöngur um allt land var þá ekki meiri en svo að allri þessari vinnu var sturtað niður til þess eins að halda friðinn í þessu ógæfulega samstarfi. „Rök ríkisstjórnarinnar fyrir því að slátra samgönguáætlun eru, að þeirra eigin sögn, misræmi milli samgönguáætlunar og þess fjármagns sem ætlað er í verkefnið! Þessu misræmi er lýst sem óviðunandi ástandi. En hvar liggur þetta misræmi nákvæmlega? Er það misræmi milli samgönguáætlunar Sigurðar Inga og fjármálaáætlunar Sigurðar Inga? Liggur misræmið einhverstaðar á mörkum fyrrverandi innviðaráðherra og núverandi fjármálaráðherra?“ Ég er ekki ég, ég er annar Og Þorbjörg Sigríður spurði áfram: „Erum við ekki örugglega á því að þetta sé einn og sami maðurinn?“ Sigurður Ingi sagði Þorbjörgu Sigríði fara mikinn. En niðurstaðan væri ein spurning, eða svo telur hann vera. „Er Sigurður Ingi sami Sigurður Ingi og ef hún ætti við þann Sigurð Inga sem hér stendur er hann það.“ Þá sagði hann ónákvæmni gæta í fyrirspurn þingmannsins: 900 milljarða fjárfesting á 15 árum væri reyndar ekki alveg rétt – 900 milljarðar sem fara til samgöngumála og allt umfang, bæði vegagerð og Samgöngustofu á sama tímabili. „En fjárfestingin er umtalsverð og gríðarlega mikil og tekur á fjölmörgum þáttum eins og samgöngur, sáttmála höfuðborgar, sáttmálans pp verkefnum, samvinnu leyfðar, verkefnunum, jarðgangaáætlun og slíku.“ Sigurður Ingi tekur við lyklunum af fjármálaráðuneytinu, af Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur sem hafði þar skamma viðkomu.vísir/vilhelm Sigurður Ingi sagði Þorbjörgu Sigríði nota talsvert hástemmd lýsingarorð um gríðarlega vinnu nefndarinnar. „Ég hef nú heyrt frekar lítið af störfum nefndarinnar framan af vetri. Ég veit að hún hefur starfað þétt að þessari samgönguáætlun síðustu vikurnar en þegar ég var innviðaráðherra þá fannst mér hlutirnir ganga býsna hægt.“ Sigurður Ingi sagði ekki þekkja til sérstaks ágreinings á milli stjórnarflokkanna um afgreiðslu mála í samgönguáætlun. Þetta sé einfaldlega þannig að núverandi samgönguáætlun sé í gildi. „Öll verkefni sem þar eru fjármögnuð og það truflar þar af leiðandi ekkert þau verkefni. Það eina sem hefur staðið út af eru hafnar framkvæmdir vegna þess að það eru samstarfsverkefni með sveitarfélögunum hafnarsjóðanna.“ Ráðherra ósáttur við formanninn Bjarna Jónsson? Þorbjörg Sigríður þakkaði Sigurði Inga það að hann staðfesti að þar færi einn og sami Sigurður Inginn. „Sami maður og lagði fram samgönguáætlun og fjármálaáætlun sem ganga að manni sýnist innbyrðis ekki upp. Að hér sé einn og sami maðurinn sem hafi framleitt báða í skjöl.“ Þorbjörg Sigríður sagði ekki hægt að skilja orð Sigurðar Inga öðruvísi en svo að hann væri óánægður með formann umhverfis- og samgöngunefndar sem er Bjarni Jónsson VG; „að hann hafi ekki haldið nægilega þétt utan um þetta mál fyrst hann kvartar undan þunga nefndarinnar við vinnu á þessu máli.“ Þorbjörg Sigríður sagði ekki hægt að skilja orð Sigurðar Inga öðru vísi en að hann væri hundóánægður með formann umhverfis- og samgöngunefndar sem er Bjarni Jónsson Vg.vísir/vilhelm Þingmaðurinn sagði þá ekki hægt að skilja Sigurð Inga öðruvísi en svo að hans eigin samgönguáætlun hefði enga efnislega þýðingu, „Það sé ekkert í húfi, eins og hann orðar það sjálfur. Það eru stór orð þegar við erum að tala um allar samgönguinnviði landsins til 15 ára. Potturinn þar undir eru 900 milljarðar og fjármálaráðherra glænýr í embætti, talar um þessa þessar framkvæmdir í þágu samgangna landsins sem þætti sem engu máli skipta, að hér sé ekkert í húfi. Það er sérstakt og þá er kannski skiljanlegt að þessu hafi öllu verið kastað í ruslið.“ Hástemmd lýsingarorð og frjálsleg túlkun Sigurður Ingi sagði Þorbjörgu Sigríði enn halda áfram að nota hástemmd gildishlaðin lýsingarorð og túlkun á orðum sínum. „Ég sagði einfaldlega að núgildandi samgönguáætlun er í gildi. Þau verkefni sem eru samkvæmt henni eru fjármögnuð, það mun ekkert trufla það þó að málið komi að nýju til kasta þingsins í haust. Það er hins vegar þannig að endurskoðunin hefur staðið yfir á gríðarlega stóru verkefni.“ Fjármálaráðherra sagði þá fjármálaáætlun algerlega í takti við samgönguáætlun en hann skildi vel óskir þeirra sem eru í samgönguverkefnum og allra þeirra sem bíða eftir framkvæmdum, að fá meira fé. „Gerir það hins vegar ekki að verkum að það sé ekki hægt að klára samgönguáætlun í haust og það gerir heldur ekki að verkum að það sé ekki hægt að halda áfram þeim verkefnum sem eru í gangi í dag.“
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Viðreisn Framsóknarflokkurinn Samgöngur Tengdar fréttir Stjórnarflokkarnir ekki enn komnir með forgangslista mála Stjórnarandstaðan hefur enn ekki verið upplýst um hvaða mál stjórnarflokkarnir leggja áherslu á að fá afgreidd á yfirstandandi vorþingi. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir formenn þingflokka stjórnarflokkanna forðast að ræða stöðuna. 18. júní 2024 11:42 Fá ekki fjármagn til að laga Flóttamannaleiðina fyrr en 2028 Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir fjármagn frá ríkinu til að ráðast í úrbætur á Flóttamannaleiðinni ekki koma fyrr en árið 2028. Unnið er að því að skila veginum til sveitarfélaganna. 16. júní 2024 13:31 Stefni í endurtekningu á síðasta vori Um áttatíu stjórnarmál bíða afgreiðslu nú þegar senn líður að þinglokum og meðal þeirra eru mörg stór og umdeild. Þingflokksformaður Samfylkingar segir margt benda til þess að ríkisstjórnin muni ekki geta komið sér saman um þau. 15. maí 2024 09:41 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
Stjórnarflokkarnir ekki enn komnir með forgangslista mála Stjórnarandstaðan hefur enn ekki verið upplýst um hvaða mál stjórnarflokkarnir leggja áherslu á að fá afgreidd á yfirstandandi vorþingi. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir formenn þingflokka stjórnarflokkanna forðast að ræða stöðuna. 18. júní 2024 11:42
Fá ekki fjármagn til að laga Flóttamannaleiðina fyrr en 2028 Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir fjármagn frá ríkinu til að ráðast í úrbætur á Flóttamannaleiðinni ekki koma fyrr en árið 2028. Unnið er að því að skila veginum til sveitarfélaganna. 16. júní 2024 13:31
Stefni í endurtekningu á síðasta vori Um áttatíu stjórnarmál bíða afgreiðslu nú þegar senn líður að þinglokum og meðal þeirra eru mörg stór og umdeild. Þingflokksformaður Samfylkingar segir margt benda til þess að ríkisstjórnin muni ekki geta komið sér saman um þau. 15. maí 2024 09:41