Níu ára strákur lést eftir slys í mótorhjólakeppni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júní 2024 07:30 Lorenzo Somaschini hafði þegar vakið mikila athygli fyrir hæfileika sína á mótorhjólinu. @lolosomaspro Lorenzo Somaschini þótti einn efnilegasti mótorhjólakappi sem hefur komið fram í Argentínu en örlögin komu í veg fyrir að við fáum að sjá hann keppa aftur. Hinn níu ára gamli Lorenzo er látinn eftir árekstur í mótorhjólakeppni unglinga í Brasilíu en þetta var Honda Junior Cup og hluti af brasilíska Super Bike meistaramótinu. Lorenzo féll illa af mótorhjóli sínu. Hann var fluttur á sjúkrahús Sao Paulo og lá á gjörgæslu í fjóra daga en læknum tókst á endanum ekki að bjarga lífi hans. „Hjarta mitt er brostið og sálin sigruð. Ég þarf að kveðja þig. Ég mun sakna þín svo mikið „Lolito“. Þakka þér fyrir að leyfa mér að taka þátt í draumnum þínum. Hvíldu í fríði meistari,“ sagði þjálfari hans Diego Pierluigi við argentínska blaðið La Vanguardia. Slysið varð á frjálsri æfingu tengdri keppninni en Somaschini féll eftir árekstur í einni beygjunni. Hann fékk strax læknisaðstoð á staðnum og hugað var að honum áður en hann var fluttur á sjúkrahús. Í fyrstu virtist líðan hans vera stöðug en svo fór honum að hraka aftur. Mótshaldarar hafa veitt fjölskyldunni aðstoð síðan á föstudaginn þegar slysið varð. Unglingamótið er fyrir krakka á aldrinum níu til sextán ára en þetta eru sérhönnuð mótorhjól sem geta náð allt að hundrað kílómetra hraða. Somaschini keppti alltaf með númer 99 á hjólinu sínu en það gerði hann til heiðurs átrúnaðargoðsins og þrefalda heimsmeistarans Jorge Lorenzo. „Hjarta mitt er brostið af því að ég var hans átrúnaðargoð og hann notaði númerið mitt. Því miður geta mótorhjólin gefið okkur allt en um leið tekið allt líka. Ég sendi fjölskyldunni samúðarkveðjur og stórt faðmlag,“ skrifaði Lorenzo á samfélagsmiðla sína. Somaschini er frá Rosario en það er borgin sem Lionel Messi kemur frá. View this post on Instagram A post shared by La Gazzetta dello Sport (@gazzettadellosport) Akstursíþróttir Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Fleiri fréttir Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjá meira
Hinn níu ára gamli Lorenzo er látinn eftir árekstur í mótorhjólakeppni unglinga í Brasilíu en þetta var Honda Junior Cup og hluti af brasilíska Super Bike meistaramótinu. Lorenzo féll illa af mótorhjóli sínu. Hann var fluttur á sjúkrahús Sao Paulo og lá á gjörgæslu í fjóra daga en læknum tókst á endanum ekki að bjarga lífi hans. „Hjarta mitt er brostið og sálin sigruð. Ég þarf að kveðja þig. Ég mun sakna þín svo mikið „Lolito“. Þakka þér fyrir að leyfa mér að taka þátt í draumnum þínum. Hvíldu í fríði meistari,“ sagði þjálfari hans Diego Pierluigi við argentínska blaðið La Vanguardia. Slysið varð á frjálsri æfingu tengdri keppninni en Somaschini féll eftir árekstur í einni beygjunni. Hann fékk strax læknisaðstoð á staðnum og hugað var að honum áður en hann var fluttur á sjúkrahús. Í fyrstu virtist líðan hans vera stöðug en svo fór honum að hraka aftur. Mótshaldarar hafa veitt fjölskyldunni aðstoð síðan á föstudaginn þegar slysið varð. Unglingamótið er fyrir krakka á aldrinum níu til sextán ára en þetta eru sérhönnuð mótorhjól sem geta náð allt að hundrað kílómetra hraða. Somaschini keppti alltaf með númer 99 á hjólinu sínu en það gerði hann til heiðurs átrúnaðargoðsins og þrefalda heimsmeistarans Jorge Lorenzo. „Hjarta mitt er brostið af því að ég var hans átrúnaðargoð og hann notaði númerið mitt. Því miður geta mótorhjólin gefið okkur allt en um leið tekið allt líka. Ég sendi fjölskyldunni samúðarkveðjur og stórt faðmlag,“ skrifaði Lorenzo á samfélagsmiðla sína. Somaschini er frá Rosario en það er borgin sem Lionel Messi kemur frá. View this post on Instagram A post shared by La Gazzetta dello Sport (@gazzettadellosport)
Akstursíþróttir Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Fleiri fréttir Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjá meira