Ásgeir Þórisson, varðstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Eins og gefur að skilja þarf töluverðan þrýsting og töluvert magn af vatni til að stöðva flæði rauðglóandi hrauns. Upp undir tvö í nótt hafi einnig þurft að færa dælubílana.
Ásgeir segir að betur eigi eftir að koma í ljós hvernig gekk þegar líður á morguninn.
Á vettvangi eru slökkviliðsmenn frá Grindavík og starfsmenn á vegum Isavia ásamt björgunarsveitarmönnum.